Ævintýri Svía heldur áfram Anton Ingi Leifsson skrifar 29. janúar 2021 17:59 Hampus Wanne skorar eitt af mörkum Svía í kvöld. Slavko Midzor/Getty Svíþjóð er komið í úrslitaleikinn á HM eftir öruggan sigur á Frökkum, 32-26. Svíarnir voru 16-13 yfir í hálfleik og leiddu í raun frá upphafi til enda. Þetta eru frábær úrslit enda Svíar með ansi vængbrotið lið á mótinu. Svíarnir byrjuðu betur en Frakkarnir komust yfir um miðbik hálfleiksins 7-6. Þá skoruðu Svíarnir hins vegar fjögur mörk í röð og voru svo þremur mörkum yfir í hálfleik 16-13. Frakkarnir vörðu eitt skot í fyrri hálfleik og ekkert skot fyrstu 23 mínúturnar. Sama var uppi á teningnum i síðari hálfleik. Svíarnir spiluðu ansi skynsamlegan og góðan handbolta. Frakkarnir náðu aldrei að ógna þeim af neinu viti og mest náðu Svíarnir sex marka forystu. Lokatölur 32-26 en Spánn eða Danmörk bíða í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Það er hrikalega auðvelt að hrífast af þessu sænska liði (ólíkt t.d. fyrri sænskum liðum...). Geislar af þeim krafturinn og leikgleðin og án haugs af lykilmönnum komnir í úrslit með jákvæðan bolta í fyrirrúmi. Vil eiginlega bara að þeir klári þetta.— Einar Örn Jónsson (@RanieNro) January 29, 2021 Hampus Wanne var magnaður í sænska liðinu. Hann skoraði tólf mörk, þar af þrjú úr hraðaupphlaupum og fjögur úr vítum. Daniel Pettersson skoraði sex mörk og Jonathan Carlsbogard fjögur. Andreas Palicka var einnig frábær í markinu. Hugo Descat skoraði fimm mörk og Nadim Remili skoraði fjögur. Dika Mem og Ludovic Fabregas gerðu þrjú og þeir Kentin Mahe, Nicolas CLaire, Nicolas Tournat og Luc Abalo tvö hver. Fyrir mótið var erfitt að leggja mat á styrkleika Svía enda mættu þeir vængbrotnir til leiks. Þá er þjálfarinn, Norðmaðurinn Glenn Solberg, á sínu fyrsta stórmóti með sænska liðið en hann tók við því af Kristjáni Andréssyni í fyrra. Listinn af leikmönnum sem eru fjarverandi hjá Svíþjóð er langur og þar eru engir smákallar: Nicklas Ekberg, Jesper Nielsen, Andreas Nilsson, Linus Arnessen, Lukas Nilsson, Mikael Appelgren og Simon Jeppsson. Þessir leikmenn eru annað hvort meiddir eða gáfu ekki kost á sér. Sweden defeats France in a decisive Championship match for France for the first time in more than 20 years - the latest win for Sweden was at the Olympics 2000. Since then France has won 10 times in a row.(Sweden won in Euros 2014, but France had nothing to play for)#egypt2021— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 29, 2021 Þá setti kórónuveiran stórt strik í reikning Svía fyrir HM. Albin Lagergren og Anton Lindskog veiktust og fóru ekki strax til Egyptalands. Þá heltist Linus Persson úr lestinni vegna höfuðmeiðsla. HM 2021 í handbolta Handbolti Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Sjá meira
Svíarnir byrjuðu betur en Frakkarnir komust yfir um miðbik hálfleiksins 7-6. Þá skoruðu Svíarnir hins vegar fjögur mörk í röð og voru svo þremur mörkum yfir í hálfleik 16-13. Frakkarnir vörðu eitt skot í fyrri hálfleik og ekkert skot fyrstu 23 mínúturnar. Sama var uppi á teningnum i síðari hálfleik. Svíarnir spiluðu ansi skynsamlegan og góðan handbolta. Frakkarnir náðu aldrei að ógna þeim af neinu viti og mest náðu Svíarnir sex marka forystu. Lokatölur 32-26 en Spánn eða Danmörk bíða í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Það er hrikalega auðvelt að hrífast af þessu sænska liði (ólíkt t.d. fyrri sænskum liðum...). Geislar af þeim krafturinn og leikgleðin og án haugs af lykilmönnum komnir í úrslit með jákvæðan bolta í fyrirrúmi. Vil eiginlega bara að þeir klári þetta.— Einar Örn Jónsson (@RanieNro) January 29, 2021 Hampus Wanne var magnaður í sænska liðinu. Hann skoraði tólf mörk, þar af þrjú úr hraðaupphlaupum og fjögur úr vítum. Daniel Pettersson skoraði sex mörk og Jonathan Carlsbogard fjögur. Andreas Palicka var einnig frábær í markinu. Hugo Descat skoraði fimm mörk og Nadim Remili skoraði fjögur. Dika Mem og Ludovic Fabregas gerðu þrjú og þeir Kentin Mahe, Nicolas CLaire, Nicolas Tournat og Luc Abalo tvö hver. Fyrir mótið var erfitt að leggja mat á styrkleika Svía enda mættu þeir vængbrotnir til leiks. Þá er þjálfarinn, Norðmaðurinn Glenn Solberg, á sínu fyrsta stórmóti með sænska liðið en hann tók við því af Kristjáni Andréssyni í fyrra. Listinn af leikmönnum sem eru fjarverandi hjá Svíþjóð er langur og þar eru engir smákallar: Nicklas Ekberg, Jesper Nielsen, Andreas Nilsson, Linus Arnessen, Lukas Nilsson, Mikael Appelgren og Simon Jeppsson. Þessir leikmenn eru annað hvort meiddir eða gáfu ekki kost á sér. Sweden defeats France in a decisive Championship match for France for the first time in more than 20 years - the latest win for Sweden was at the Olympics 2000. Since then France has won 10 times in a row.(Sweden won in Euros 2014, but France had nothing to play for)#egypt2021— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 29, 2021 Þá setti kórónuveiran stórt strik í reikning Svía fyrir HM. Albin Lagergren og Anton Lindskog veiktust og fóru ekki strax til Egyptalands. Þá heltist Linus Persson úr lestinni vegna höfuðmeiðsla.
HM 2021 í handbolta Handbolti Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Sjá meira