James fagnaði orðaskaki við áhorfanda sem var vísað út Sindri Sverrisson skrifar 2. febrúar 2021 07:31 Cam Reddish brýtur á LeBron James í sigri Lakers á Hawks í nótt. Getty/Kevin C. Cox LeBron James og Anthony Davis leiddu LA Lakers til sigurs gegn Atlanta Hawks í NBA-deildinni í nótt, 107-99. Á meðal nokkurra áhorfenda á leiknum var kona sem lét James heyra það og var á endanum vísað út úr húsi. Vegna kórónuveirufaraldursins hefur lítið verið um það að áhorfendur mæti á leiki í NBA-deildinni. Í Atlanta í gær máttu þó 1.341 stuðningsmenn heimaliðsins mæta til að sjá Atlanta spila við meistarana úr Englaborginni. Það var í fjórða leikhluta sem James átti í þrefi við fyrrnefndan áhorfanda sem var rekinn út. James, sem skoraði 12 stig í lokaleikhlutanum og alls 21 stig í leiknum, var ósammála þeirri ákvörðun. „Það er bara betra að hafa stuðningsmennina á áhorfendapöllunum,“ sagði James brosandi. „Þegar allt kemur til alls þá er ég bara glaður yfir því að fá stuðningsmenn aftur í húsið. Ég saknaði þessara samskipta. Ég þarf þessi samskipti,“ sagði James. Courtside Karen was MAD MAD!! — LeBron James (@KingJames) February 2, 2021 Lakers náðu 16-0 kafla undir lok þriðja leikhluta og í byrjun þess fjórða, en Atlanta minnkaði muninn í 98-97. James setti þá niður þrist, varði skot frá Clint Capela á hinum enda vallarins og setti niður sniðskot úr hraðaupphlaupi í kjölfarið. Anthony Davis var þó stigahæstur hjá Lakers með 25 stig. Þetta var annar sigur liðsins í röð og eru meistararnir nú með 16 sigra og 6 töp, einu tapi meira en LA Clippers og Utah Jazz sem eru efst í vesturdeildinni. Úrslitin í nótt: Atlanta 99-107 LA Lakers Miami 121-129 Charlotte Cleveland 100-98 Minnesota Chicago 110-102 New York Milwaukee 134-106 Portland New Orleans 109-118 Sacramento Oklahoma 106-136 Houston Dallas 108-109 Phoenix San Antonio 102-133 Memphis NBA Mest lesið Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Vegna kórónuveirufaraldursins hefur lítið verið um það að áhorfendur mæti á leiki í NBA-deildinni. Í Atlanta í gær máttu þó 1.341 stuðningsmenn heimaliðsins mæta til að sjá Atlanta spila við meistarana úr Englaborginni. Það var í fjórða leikhluta sem James átti í þrefi við fyrrnefndan áhorfanda sem var rekinn út. James, sem skoraði 12 stig í lokaleikhlutanum og alls 21 stig í leiknum, var ósammála þeirri ákvörðun. „Það er bara betra að hafa stuðningsmennina á áhorfendapöllunum,“ sagði James brosandi. „Þegar allt kemur til alls þá er ég bara glaður yfir því að fá stuðningsmenn aftur í húsið. Ég saknaði þessara samskipta. Ég þarf þessi samskipti,“ sagði James. Courtside Karen was MAD MAD!! — LeBron James (@KingJames) February 2, 2021 Lakers náðu 16-0 kafla undir lok þriðja leikhluta og í byrjun þess fjórða, en Atlanta minnkaði muninn í 98-97. James setti þá niður þrist, varði skot frá Clint Capela á hinum enda vallarins og setti niður sniðskot úr hraðaupphlaupi í kjölfarið. Anthony Davis var þó stigahæstur hjá Lakers með 25 stig. Þetta var annar sigur liðsins í röð og eru meistararnir nú með 16 sigra og 6 töp, einu tapi meira en LA Clippers og Utah Jazz sem eru efst í vesturdeildinni. Úrslitin í nótt: Atlanta 99-107 LA Lakers Miami 121-129 Charlotte Cleveland 100-98 Minnesota Chicago 110-102 New York Milwaukee 134-106 Portland New Orleans 109-118 Sacramento Oklahoma 106-136 Houston Dallas 108-109 Phoenix San Antonio 102-133 Memphis
Atlanta 99-107 LA Lakers Miami 121-129 Charlotte Cleveland 100-98 Minnesota Chicago 110-102 New York Milwaukee 134-106 Portland New Orleans 109-118 Sacramento Oklahoma 106-136 Houston Dallas 108-109 Phoenix San Antonio 102-133 Memphis
NBA Mest lesið Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira