„Þau þorðu að taka afstöðu í Eurovision-deilunni“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. febrúar 2021 11:31 Eurovision-hópur Íslands 2019. Í grein á vefsíðu sænska ríkisútvarpsins er fjallað um heimildarmyndina A Song Called Hate sem fjallar um för Hatara í Eurovision-keppnina árið 2019 í Tel Aviv. Fyrirsögn greinarinnar er „De Vågade ta ställing i Eurovision-bråket“ sem gæti útlagst á íslensku „Þau þorðu að taka afstöðu í Eurovision-deilunni“. Í nær heilsíðuumfjöllun Dagens Nyheter segir að myndin dragi fram mannlegu hliðina á pólitískum átökum og aktífisma listamanna. Tilefnið greinarinnar er frumsýning heimildamyndarinnar A Song Called Hate í dag á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem er stærsta hátíð sinnar tegundar á Norðurlöndunum. Myndin er tilnefnd til Dragon verðlaunanna sem besta Norræna heimildamyndin árið 2020. A Song Called Hate var frumsýnd á Íslandi á RIFF síðastliðið haust og heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Varsjá þar sem hún var tilnefnd til Free Spirit verðlaunanna. Allar hátíðir á netinu Um þessar mundir er myndin í sýningu á Docpoint heimildamyndahátíðinni í Finnlandi og í Eistlandi. Myndin verður sýnd síðar í febrúar á See You Sound kvikmyndahátíðinni á Ítalíu og á Human International Documentary Film Festival í Osló í byrjun mars. Vegna heimsfaraldursins fara allar þessar hátíðir fram á netinu. Heimildamyndin er um aðdraganda Eurovision gjörnings Hatarahópsins og ferð þeirra til Tel Aviv árið 2019 þar sem þau komu fram í Eurovison fyrir Íslands hönd. Frumraun Hildar sem leikstjóri. Hatarahópurinn hlaut heimsathygli fyrir ádeilugjörning sinn en þau höfðu áður vakið athygli á Íslandi fyrir jaðarlist sína og yfirlýsingar um að markmið sitt að knésetja kapítalismann. Hatarahópurinn sætti harðri gagnrýni fyrir að virða ekki sniðgöngu og þótti sumum sem þeir hefðu orðið tækifærismennsku að bráð. Hatarahópurinn sagði á móti að þeir vildu taka dagskrárvaldið í sínar hendur með listgjörningnum og nýta sér sviðið í einum af stærsta sjónvarpsþætti heims. Þannig vildu þau benda á þversögnina sem fólgin er í að halda Eurovision viðburðinn á meðan mannréttabrot eru framin daglega í boði Ísraelsstjórnar í Palestínu. Í gegnum augu hópsins Áhorfendur sjá ferðalagið til Ísrael og Palestínu í gegnum augu Matthíasar og Klemensar sem eru söngvarar hópsins og fylgja þeim eftir þegar þeir þurfa að horfast í augu við harðan veruleikann sem blasir við Palestínubúum daglega. Getur ópólitísk söngvakeppni í raun verið ópólitísk við þessar aðstæður? Skiptir góður ásetningur þeirra um að vekja athygli á þessu máli? Og hvaða aðstæður hafa þeir komið sér og samverkafólki sínu í Palestínu út í? Ráða þeir við atburðarásina eða tekur gjörningurinn völdin? Heimildarmyndin er frumraun Önnu Hildar Hildibrandsdóttur sem leikstjóra en hún framleiðir jafnframt myndina í gegnum fyrirtæki sitt Tattarrattat. Meðeigendur hennar Iain Forsyth og Jane Pollard sem leikstýrðu meðal annars 20.000 Days on Earth með Nick Cave eru yfirframleiðendur myndarinnar ásamt Skarphéðni Guðmundssyni hjá RÚV. Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni. Klippa: Sýnishorn - A Song Called Hate Eurovision Íslendingar erlendis Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Sjá meira
Fyrirsögn greinarinnar er „De Vågade ta ställing i Eurovision-bråket“ sem gæti útlagst á íslensku „Þau þorðu að taka afstöðu í Eurovision-deilunni“. Í nær heilsíðuumfjöllun Dagens Nyheter segir að myndin dragi fram mannlegu hliðina á pólitískum átökum og aktífisma listamanna. Tilefnið greinarinnar er frumsýning heimildamyndarinnar A Song Called Hate í dag á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem er stærsta hátíð sinnar tegundar á Norðurlöndunum. Myndin er tilnefnd til Dragon verðlaunanna sem besta Norræna heimildamyndin árið 2020. A Song Called Hate var frumsýnd á Íslandi á RIFF síðastliðið haust og heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Varsjá þar sem hún var tilnefnd til Free Spirit verðlaunanna. Allar hátíðir á netinu Um þessar mundir er myndin í sýningu á Docpoint heimildamyndahátíðinni í Finnlandi og í Eistlandi. Myndin verður sýnd síðar í febrúar á See You Sound kvikmyndahátíðinni á Ítalíu og á Human International Documentary Film Festival í Osló í byrjun mars. Vegna heimsfaraldursins fara allar þessar hátíðir fram á netinu. Heimildamyndin er um aðdraganda Eurovision gjörnings Hatarahópsins og ferð þeirra til Tel Aviv árið 2019 þar sem þau komu fram í Eurovison fyrir Íslands hönd. Frumraun Hildar sem leikstjóri. Hatarahópurinn hlaut heimsathygli fyrir ádeilugjörning sinn en þau höfðu áður vakið athygli á Íslandi fyrir jaðarlist sína og yfirlýsingar um að markmið sitt að knésetja kapítalismann. Hatarahópurinn sætti harðri gagnrýni fyrir að virða ekki sniðgöngu og þótti sumum sem þeir hefðu orðið tækifærismennsku að bráð. Hatarahópurinn sagði á móti að þeir vildu taka dagskrárvaldið í sínar hendur með listgjörningnum og nýta sér sviðið í einum af stærsta sjónvarpsþætti heims. Þannig vildu þau benda á þversögnina sem fólgin er í að halda Eurovision viðburðinn á meðan mannréttabrot eru framin daglega í boði Ísraelsstjórnar í Palestínu. Í gegnum augu hópsins Áhorfendur sjá ferðalagið til Ísrael og Palestínu í gegnum augu Matthíasar og Klemensar sem eru söngvarar hópsins og fylgja þeim eftir þegar þeir þurfa að horfast í augu við harðan veruleikann sem blasir við Palestínubúum daglega. Getur ópólitísk söngvakeppni í raun verið ópólitísk við þessar aðstæður? Skiptir góður ásetningur þeirra um að vekja athygli á þessu máli? Og hvaða aðstæður hafa þeir komið sér og samverkafólki sínu í Palestínu út í? Ráða þeir við atburðarásina eða tekur gjörningurinn völdin? Heimildarmyndin er frumraun Önnu Hildar Hildibrandsdóttur sem leikstjóra en hún framleiðir jafnframt myndina í gegnum fyrirtæki sitt Tattarrattat. Meðeigendur hennar Iain Forsyth og Jane Pollard sem leikstýrðu meðal annars 20.000 Days on Earth með Nick Cave eru yfirframleiðendur myndarinnar ásamt Skarphéðni Guðmundssyni hjá RÚV. Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni. Klippa: Sýnishorn - A Song Called Hate
Eurovision Íslendingar erlendis Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Sjá meira