Ég tala dönsku í Danmörku Marta Eiríksdóttir skrifar 3. febrúar 2021 11:00 Á námsárum mínum í Danmörku lagði ég mig fram um að tala dönsku. Bæði vegna þess að ég vissi að ég næði betra sambandi við fólkið sem bjó í landinu og einnig af virðingu við Dani og móðurmál þeirra. Námið sem ég stundaði var óhefðbundið listnám og ekki lánshæft á þeim tíma, þess vegna þurfti ég einnig að vinna með náminu. Að kunna og geta talað dönsku hjálpaði mér að fá hlutastarf. Það sama var uppi á teningnum þegar ég flutti til Noregs mörgum árum seinna. Ég kunni ekkert í norsku. Því varð ég mér úti um kennsluefni á norsku áður en ég fór, svo ég gæti undirbúið dvölina betur í Noregi. Ég vissi að ef mér átti að líða vel í Noregi og eiga meiri möguleika á að fá atvinnu þar, þá þyrfti ég að leggja það á mig að læra og tala norsku. Ég var gestur í landinu þeirra. Það var því ekki hlutverk þeirra Norðmanna að mæta mér í enskri tungu, hvað þá á íslensku, nei ég talaði norsku í Noregi. Þegar ég flyt búferlum til annars lands þá er það í verkahring mínum að læra og tala það tungumál sem þjóðin talar í nýja landinu mínu. Annars mun mér ekki vegna eins vel að fá starf. Það er staðreynd veit ég, af fenginni reynslu. Þú kynnist auðvitað líka þjóðarsálinni betur með því að tala tungumálið þeirra. Fordómar og fyrirsláttur Ég hef fylgst með fréttum undanfarið þar sem fólk af erlendum uppruna kemur fram. Fólk sem fær ekki atvinnu hér á landi og kvartar undan fordómum Íslendinga gagnvart útlendingum. Þeir ásaka fyrirtækin um fordóma og segja Íslendinga frekar fá atvinnu. Sumir hafa búið hér í nokkur ár en tala ensku á meðan aðrir tala ágætis íslensku. Nú er atvinnuleysi hjá mörgum erlendum íbúum á Íslandi en það er einnig atvinnuleysi hjá þeim íslensku. Það getur verið krefjandi að læra erlent tungumál, það vitum við mörg. En til þess að eiga meiri möguleika á að fá atvinnu hér á landi, þá verður fólk af erlendum uppruna, að leggja það á sig að læra íslensku. Þegar ég horfi á svona fréttir þá virkar það á mig sem fyrirsláttur viðmælenda sem koma fram, tala á ensku og ætlast til þess að verða settir jafnfætis fólki sem talar íslenskt mál. Við búum á Íslandi og hér er íslenskt mál þjóðtunga landsins. Tungumál þjóðarinnar er ávallt lykillinn að því að aðlagast betur í landinu þar sem þú býrð. Það skapar þér fleiri tækifæri. Ef þú vilt breyta einhverju viðhorfi hér, þá er líklega best að byrja á því fyrst, að aðlagast þjóðinni og landinu, en ekki að það aðlagist þér. Það þurfa allir að sanna sig í upphafi. Kröfur líka gerðar til Íslendinga Það sama er uppi á teningnum ef ég Íslendingurinn, sæki um starf til dæmis í dagskrárgerð hjá RÚV. Þar skiptir í raun engu máli hvaða litarhaft ég hef eða hvaða kyn ég er. Þar skiptir meginmáli að ég tali góða íslensku, beygi rétt tungumálið, sletti ekki á ensku og virði íslenska málfræði. Það eru ekki margir sem komast í gegnum þetta nálarauga þótt við séum íslensk að sækja um. Annars er RÚV kannski ekki gott dæmi því þar er líka voða gott stundum að tengjast einhverjum sem þekkir einhvern sem þekkir einhvern í sjálfri RÚV elítunni en það er önnur saga sem verður ekki tíunduð hér. Sem sagt þetta eru ekki fordómar, þetta er tungumálið sem opnar eða lokar leið okkar allra. Núna í kovid eru meiri líkur á að fá þjónustu á íslensku hvar sem við komum. Það hefur orðið gjörbreyting þar á og ef þú spyrð margan Íslendinginn þá þykir honum voða vænt um það, að geta pantað mat á veitingahúsi á íslensku. Mér sjálfri er í raun alveg sama hvort það sé þjónn af erlendu bergi sem þjónar mér á veitingahúsi eða afgreiðir mig úti í búð, en að ég fái að tala íslensku á Íslandi þykir mér yndislegt. Höfundur er íslenskukennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Innflytjendamál Marta Eiríksdóttir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Á námsárum mínum í Danmörku lagði ég mig fram um að tala dönsku. Bæði vegna þess að ég vissi að ég næði betra sambandi við fólkið sem bjó í landinu og einnig af virðingu við Dani og móðurmál þeirra. Námið sem ég stundaði var óhefðbundið listnám og ekki lánshæft á þeim tíma, þess vegna þurfti ég einnig að vinna með náminu. Að kunna og geta talað dönsku hjálpaði mér að fá hlutastarf. Það sama var uppi á teningnum þegar ég flutti til Noregs mörgum árum seinna. Ég kunni ekkert í norsku. Því varð ég mér úti um kennsluefni á norsku áður en ég fór, svo ég gæti undirbúið dvölina betur í Noregi. Ég vissi að ef mér átti að líða vel í Noregi og eiga meiri möguleika á að fá atvinnu þar, þá þyrfti ég að leggja það á mig að læra og tala norsku. Ég var gestur í landinu þeirra. Það var því ekki hlutverk þeirra Norðmanna að mæta mér í enskri tungu, hvað þá á íslensku, nei ég talaði norsku í Noregi. Þegar ég flyt búferlum til annars lands þá er það í verkahring mínum að læra og tala það tungumál sem þjóðin talar í nýja landinu mínu. Annars mun mér ekki vegna eins vel að fá starf. Það er staðreynd veit ég, af fenginni reynslu. Þú kynnist auðvitað líka þjóðarsálinni betur með því að tala tungumálið þeirra. Fordómar og fyrirsláttur Ég hef fylgst með fréttum undanfarið þar sem fólk af erlendum uppruna kemur fram. Fólk sem fær ekki atvinnu hér á landi og kvartar undan fordómum Íslendinga gagnvart útlendingum. Þeir ásaka fyrirtækin um fordóma og segja Íslendinga frekar fá atvinnu. Sumir hafa búið hér í nokkur ár en tala ensku á meðan aðrir tala ágætis íslensku. Nú er atvinnuleysi hjá mörgum erlendum íbúum á Íslandi en það er einnig atvinnuleysi hjá þeim íslensku. Það getur verið krefjandi að læra erlent tungumál, það vitum við mörg. En til þess að eiga meiri möguleika á að fá atvinnu hér á landi, þá verður fólk af erlendum uppruna, að leggja það á sig að læra íslensku. Þegar ég horfi á svona fréttir þá virkar það á mig sem fyrirsláttur viðmælenda sem koma fram, tala á ensku og ætlast til þess að verða settir jafnfætis fólki sem talar íslenskt mál. Við búum á Íslandi og hér er íslenskt mál þjóðtunga landsins. Tungumál þjóðarinnar er ávallt lykillinn að því að aðlagast betur í landinu þar sem þú býrð. Það skapar þér fleiri tækifæri. Ef þú vilt breyta einhverju viðhorfi hér, þá er líklega best að byrja á því fyrst, að aðlagast þjóðinni og landinu, en ekki að það aðlagist þér. Það þurfa allir að sanna sig í upphafi. Kröfur líka gerðar til Íslendinga Það sama er uppi á teningnum ef ég Íslendingurinn, sæki um starf til dæmis í dagskrárgerð hjá RÚV. Þar skiptir í raun engu máli hvaða litarhaft ég hef eða hvaða kyn ég er. Þar skiptir meginmáli að ég tali góða íslensku, beygi rétt tungumálið, sletti ekki á ensku og virði íslenska málfræði. Það eru ekki margir sem komast í gegnum þetta nálarauga þótt við séum íslensk að sækja um. Annars er RÚV kannski ekki gott dæmi því þar er líka voða gott stundum að tengjast einhverjum sem þekkir einhvern sem þekkir einhvern í sjálfri RÚV elítunni en það er önnur saga sem verður ekki tíunduð hér. Sem sagt þetta eru ekki fordómar, þetta er tungumálið sem opnar eða lokar leið okkar allra. Núna í kovid eru meiri líkur á að fá þjónustu á íslensku hvar sem við komum. Það hefur orðið gjörbreyting þar á og ef þú spyrð margan Íslendinginn þá þykir honum voða vænt um það, að geta pantað mat á veitingahúsi á íslensku. Mér sjálfri er í raun alveg sama hvort það sé þjónn af erlendu bergi sem þjónar mér á veitingahúsi eða afgreiðir mig úti í búð, en að ég fái að tala íslensku á Íslandi þykir mér yndislegt. Höfundur er íslenskukennari.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar