Hársbreidd frá því að lenda allir í sóttkví fyrir Super Bowl Sindri Sverrisson skrifar 4. febrúar 2021 09:30 Patrick Mahomes og félagar vilja hafa hárið í lagi á sunnudaginn þegar þeir freista þess að vinna Ofurskálarleikinn annað árið í röð. Getty/Jamie Squire Minnstu mátti muna að yfir 20 leikmenn Kansas City Chiefs þyrftu að fara í sóttkví rétt fyrir Ofurskálarleikinn við Tampa Bay Bucaneers sem er á sunnudaginn. Ástæðan? Klipping. Ljóst er að úrslitaleikurinn hefði hæglega getað farið í vaskinn hjá Chiefs en leikmenn liðsins voru á leið í klippingu hjá hárskera sem greindist með COVID-19. Þar á meðal var leikstjórnandinn Patrick Mahomes, tengdasonur Mosfellsbæjar. Hárskerinn hafði farið í smitpróf fimm daga í röð en tók eitt próf í viðbót áður en hann kom inn í byggingu Chiefs-liðsins á sunnudaginn til að klippa liðið fyrir stóra daginn. Sýni úr því prófi reyndist jákvætt. Hárskerinn hafði klippt hár Demarcus Robinson degi áður og var hálfnaður við að klippa hár Daniels Kilgore þegar í ljós kom að hann væri smitaður. Kilgore grínaðist sjálfur með atvikið á samfélagsmiðlum en samkvæmt Adam Schefter hjá ESPN bað hann hárskerann um að klára klippinguna, sem hann og gerði. #NewProfilePic pic.twitter.com/LWpMbv0oTQ— Daniel Kilgore (@DanielKilgore67) February 3, 2021 Leikmennirnir tveir voru sendir í sóttkví en þeir voru líkt og hárskerinn með grímu í klippingunni. Samkvæmt Schefter hafa leikmennirnir báðir greinst með neikvætt sýni og ættu að geta komið til móts við Chiefs-liðið á laugardaginn og flogið með því í leikinn á sunnudaginn. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. Ofurskálin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) NFL Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Ljóst er að úrslitaleikurinn hefði hæglega getað farið í vaskinn hjá Chiefs en leikmenn liðsins voru á leið í klippingu hjá hárskera sem greindist með COVID-19. Þar á meðal var leikstjórnandinn Patrick Mahomes, tengdasonur Mosfellsbæjar. Hárskerinn hafði farið í smitpróf fimm daga í röð en tók eitt próf í viðbót áður en hann kom inn í byggingu Chiefs-liðsins á sunnudaginn til að klippa liðið fyrir stóra daginn. Sýni úr því prófi reyndist jákvætt. Hárskerinn hafði klippt hár Demarcus Robinson degi áður og var hálfnaður við að klippa hár Daniels Kilgore þegar í ljós kom að hann væri smitaður. Kilgore grínaðist sjálfur með atvikið á samfélagsmiðlum en samkvæmt Adam Schefter hjá ESPN bað hann hárskerann um að klára klippinguna, sem hann og gerði. #NewProfilePic pic.twitter.com/LWpMbv0oTQ— Daniel Kilgore (@DanielKilgore67) February 3, 2021 Leikmennirnir tveir voru sendir í sóttkví en þeir voru líkt og hárskerinn með grímu í klippingunni. Samkvæmt Schefter hafa leikmennirnir báðir greinst með neikvætt sýni og ættu að geta komið til móts við Chiefs-liðið á laugardaginn og flogið með því í leikinn á sunnudaginn. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
Ofurskálin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) NFL Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira