Fundu stafla af reiðufé niðurgrafna á landareign viðskiptafélaga Hatuikulipi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. febrúar 2021 09:16 Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður Fishcor, hefur verið ákærður fyrir að hafa þegið mútur frá félögum tengdum Samherja, í skiptum fyrir aðgang að gjöfulum fiskimiðum Namibíu. Samkvæmt fjölmiðlinum The Namibian er talið að sumir ákærðu í Samherjamálinu svokallaða hafi tekið milljónir namibíudala af bankareikningum áður en þeir voru handteknir í nóvember 2019 og komið þeim í hendur samverkamanna. Miðillinn greinir frá því að samverkamennirnir noti nú peningana til að standa straum af ýmsum útgjöldum fyrir ákærðu, sem eru sagðir búa við nokkurn munað í fangelsunum þar sem þeim er haldið. Þetta er meðal þess sem kemur fram í frétt The Namibian þar sem greint er frá því að verkamenn á landareign David nokkurs Moller hafi komist í feitt þegar þeir fundu stafla af reiðufé niðurgrafna á jörðinni. Moller þessi er sagður viðskiptafélagi James Hatuikulipi, sem er meðal annars fyrrverandi stjórnarformaður ríkisútgerðarinnar Fishcor. Sagan segir að í nóvember síðastliðnum hafi verkamennirnir tekið eftir því hvernig tveir reipisendar stóðu upp úr jörðinni. Þegar betur var að gáð og togað í reipin reyndust þau bundin við skjalatösku fulla af peningum. Samkvæmt The Namibian virðast verkamennirnir hafa stungið einhverju af fénu í vasann og þá er lögreglumaður einnig sakaður um að hafa haft peninga með sér á brott eftir að málið var tilkynnt til yfirvalda. Íbúar tilkynntu grunsamlega eyðslu Landareign Moller liggur að rándýrri jörð sem er sögð í eigu Hatuikulipi og Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem einnig kemur við sögu í Samherjamálinu. Þess ber að geta að það hefur verið kallað „Fishrot-hneykslið“ í namibískum miðlum. Moller er framkvæmdastjóri D&M Construction, sem hann á með Hatuikulipi og athafnamanni að nafni John Walenga, meðal annarra. Lögregluyfirvöld staðfestu í síðustu viku að peningar hefðu fundist á landareign Moller og að málið væri í rannsókn. Þá hefði það verið tilkynnt til þeirra löggæsluaðila sem hafa Samherjamálið til rannsóknar. Lögreglustjórinn Andres Guim sagði að eftir að þeir hefðu fundið fjármunina hefðu nokkrir verkamannanna tekið hluta þeirra og farið að nota féð. „Áður en við mættum á vettvang og fundum það sem var eftir höfðu þeir falið sinn hlut í runnum og fóru svo um nágrennið og eyddu peningunum í sjálfa sig. Þeir létu yfirmann sinn fá hluta þeirra,“ segir Guim. Hann sagði grun uppi um að verkamennirnir hefðu fundið peninga í tveimur holum en önnur hefði verið tóm þegar lögregla mætti á vettvang. Moller ákærður fyrir peningaþvætti Samkvæmt Guim gáfu verkamennirnir fjölskyldu og vinum hluta af fénu en íbúar tilkynntu málið til lögreglu þegar þess varð vart að verkamennirnir voru að eyða stórum fjárhæðum, meðal annars í áfengi. Moller hefur sagt fjármunina sína og meðal annars verið ákærður fyrir peningaþvætti og fyrir að vera með óútskýrðar fjárhæðir í fórum sínum. Þá var yfirmaður verkamannanna handtekinn þegar hann neitaði að gefa upplýsingar um málið. Lögregluyfirvöld hafa vísað þeim sögusögnum á bug að lögreglumaður eða lögreglumenn hafi mætt á vettvang án leitarheimilda og haft fé með sér á brott án þess að geta þess í lögregluskýrslum. Heimildarmenn The Namibian segja „hákarlana“ svokallaða í Fishrot-málinu hafa getað komið peningum undan þar sem þeir hafi verið varaðir við því að þeir væru til rannsóknar vegna spillingar árið 2019. Fjármununum sé nú varið af ættingjum og samverkamönnum til að standa straum af ýmsum útgjöldum þeirra á meðan þeir dvelja í fangelsum. Frétt The Namibian. Samherjaskjölin Namibía Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira
Miðillinn greinir frá því að samverkamennirnir noti nú peningana til að standa straum af ýmsum útgjöldum fyrir ákærðu, sem eru sagðir búa við nokkurn munað í fangelsunum þar sem þeim er haldið. Þetta er meðal þess sem kemur fram í frétt The Namibian þar sem greint er frá því að verkamenn á landareign David nokkurs Moller hafi komist í feitt þegar þeir fundu stafla af reiðufé niðurgrafna á jörðinni. Moller þessi er sagður viðskiptafélagi James Hatuikulipi, sem er meðal annars fyrrverandi stjórnarformaður ríkisútgerðarinnar Fishcor. Sagan segir að í nóvember síðastliðnum hafi verkamennirnir tekið eftir því hvernig tveir reipisendar stóðu upp úr jörðinni. Þegar betur var að gáð og togað í reipin reyndust þau bundin við skjalatösku fulla af peningum. Samkvæmt The Namibian virðast verkamennirnir hafa stungið einhverju af fénu í vasann og þá er lögreglumaður einnig sakaður um að hafa haft peninga með sér á brott eftir að málið var tilkynnt til yfirvalda. Íbúar tilkynntu grunsamlega eyðslu Landareign Moller liggur að rándýrri jörð sem er sögð í eigu Hatuikulipi og Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem einnig kemur við sögu í Samherjamálinu. Þess ber að geta að það hefur verið kallað „Fishrot-hneykslið“ í namibískum miðlum. Moller er framkvæmdastjóri D&M Construction, sem hann á með Hatuikulipi og athafnamanni að nafni John Walenga, meðal annarra. Lögregluyfirvöld staðfestu í síðustu viku að peningar hefðu fundist á landareign Moller og að málið væri í rannsókn. Þá hefði það verið tilkynnt til þeirra löggæsluaðila sem hafa Samherjamálið til rannsóknar. Lögreglustjórinn Andres Guim sagði að eftir að þeir hefðu fundið fjármunina hefðu nokkrir verkamannanna tekið hluta þeirra og farið að nota féð. „Áður en við mættum á vettvang og fundum það sem var eftir höfðu þeir falið sinn hlut í runnum og fóru svo um nágrennið og eyddu peningunum í sjálfa sig. Þeir létu yfirmann sinn fá hluta þeirra,“ segir Guim. Hann sagði grun uppi um að verkamennirnir hefðu fundið peninga í tveimur holum en önnur hefði verið tóm þegar lögregla mætti á vettvang. Moller ákærður fyrir peningaþvætti Samkvæmt Guim gáfu verkamennirnir fjölskyldu og vinum hluta af fénu en íbúar tilkynntu málið til lögreglu þegar þess varð vart að verkamennirnir voru að eyða stórum fjárhæðum, meðal annars í áfengi. Moller hefur sagt fjármunina sína og meðal annars verið ákærður fyrir peningaþvætti og fyrir að vera með óútskýrðar fjárhæðir í fórum sínum. Þá var yfirmaður verkamannanna handtekinn þegar hann neitaði að gefa upplýsingar um málið. Lögregluyfirvöld hafa vísað þeim sögusögnum á bug að lögreglumaður eða lögreglumenn hafi mætt á vettvang án leitarheimilda og haft fé með sér á brott án þess að geta þess í lögregluskýrslum. Heimildarmenn The Namibian segja „hákarlana“ svokallaða í Fishrot-málinu hafa getað komið peningum undan þar sem þeir hafi verið varaðir við því að þeir væru til rannsóknar vegna spillingar árið 2019. Fjármununum sé nú varið af ættingjum og samverkamönnum til að standa straum af ýmsum útgjöldum þeirra á meðan þeir dvelja í fangelsum. Frétt The Namibian.
Samherjaskjölin Namibía Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira