Segja kjánalegt að foreldrar megi fara á barinn en ekki horfa á leiki barna sinna Sindri Sverrisson skrifar 9. febrúar 2021 17:30 Það bíða þess sjálfsagt margir spenntir að mega aftur fara á íþróttaleiki. vísir/hag „Þér er treystandi til að vera fullur á bar en ekki til að vera á íþróttakappleik,“ segir Henry Birgir Gunnarsson sem telur íþróttafélög landsins verðskulda tækifæri til að opna hús sín fyrir áhorfendum. „Það er búið að opna barina, fjölga í leikhúsunum, en ekki verið að hleypa áhorfendum í íþróttahús eða foreldrum á leiki hjá börnunum sínum,“ bendir Henry á í umræðum í Sportinu í dag, um nýjustu sóttvarnareglur heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknis. Reglurnar tóku gildi á mánudag en með þeim jókst leyfilegur hámarksfjöldi áhorfenda í leikhúsum og bíósölum úr 100 í 150 auk þess sem öldurhús máttu opna að nýju eftir langa bið. Áhorfendabann er hins vegar enn í gildi á íþróttaleikjum. Íþróttir virðist vera afgangsstærð Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur rökstutt tillögu sína, sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra samþykkti, með því að á íþróttaviðburðum á Íslandi séu ekki númeruð sæti. Ekki sé skrá yfir það hvar fólk sitji og erfiðara að koma í veg fyrir samgang. „Það sem að slær mig við þetta er að í þessu ferli virðast íþróttir enn og aftur vera afgangsstærð þegar það er verið að ákveða sóttvarnareglur og breytingar á þeim. Við höfum séð að íþróttir eru mjög aftarlega á merinni þegar kemur að ákvarðanatökunni og stundum hef ég á tilfinningunni að Þórólfur og Svandís viti ekki hvað íþróttir eru. Þær bara eru ekki til umræðu. Algjör afgangsstærð,“ segir Henry Birgir sem ræddi málið við Kjartan Atla og Rikka G í Sportinu í dag. Umræðuna má heyra hér að neðan en hún hefst eftir 27 og hálfa mínútu. Henry segir félögin verðskulda að prófað sé að leyfa þó ekki væri nema fimmtíu áhorfendur á leik: „Ég hefði bara viljað sjá fyrsta skrefið. Fimmtíu eða hundrað manns. Gefðu félögunum tækifæri á að sýna að þau geti skipulagt þetta, verið með númeruð sæti, skipulagt gæslu. Sýna að þeim sé treystandi. Réttu út höndina. Ef það er hægt að fjölga í leikhúsi og hleypa inn á bari, taktu þá alla vega lítið skref [fyrir íþróttirnar]. Fimmtíu manns sem hægt er að dreifa um salinn. Það munar um þetta. Og að foreldrar geti ekki farið á leiki í yngri flokkum hjá börnunum sínum, en farið á barinn á kvöldin og hellt sig fulla, það er bara kjánalegt. Og enn heyrist ekki múkk, hvorki hósti né stuna, frá ÍSÍ. Ég er orðinn svo þreyttur á þessu, að íþróttir mæti alltaf afgangi og félögin fái ekki tækifæri til að sýna að þau séu traustsins verð,“ segir Henry. Kjartan Atli tekur sérstaklega undir það að skoða ætti hvort foreldrar mættu ekki horfa á leiki hjá börnunum sínum. Það hafi til að mynda skotið skökku við að foreldrar þyrftu að bíða saman í Hyrnunni eða sundi í stað þess að sitja á áhorfendapöllum, á meðan að börnin þeirra spiluðu körfubolta við Skallagrím í Borgarnesi um daginn. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að ofan eða með því að smella hér. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Seinni bylgjan Íþróttir barna Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira
„Það er búið að opna barina, fjölga í leikhúsunum, en ekki verið að hleypa áhorfendum í íþróttahús eða foreldrum á leiki hjá börnunum sínum,“ bendir Henry á í umræðum í Sportinu í dag, um nýjustu sóttvarnareglur heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknis. Reglurnar tóku gildi á mánudag en með þeim jókst leyfilegur hámarksfjöldi áhorfenda í leikhúsum og bíósölum úr 100 í 150 auk þess sem öldurhús máttu opna að nýju eftir langa bið. Áhorfendabann er hins vegar enn í gildi á íþróttaleikjum. Íþróttir virðist vera afgangsstærð Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur rökstutt tillögu sína, sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra samþykkti, með því að á íþróttaviðburðum á Íslandi séu ekki númeruð sæti. Ekki sé skrá yfir það hvar fólk sitji og erfiðara að koma í veg fyrir samgang. „Það sem að slær mig við þetta er að í þessu ferli virðast íþróttir enn og aftur vera afgangsstærð þegar það er verið að ákveða sóttvarnareglur og breytingar á þeim. Við höfum séð að íþróttir eru mjög aftarlega á merinni þegar kemur að ákvarðanatökunni og stundum hef ég á tilfinningunni að Þórólfur og Svandís viti ekki hvað íþróttir eru. Þær bara eru ekki til umræðu. Algjör afgangsstærð,“ segir Henry Birgir sem ræddi málið við Kjartan Atla og Rikka G í Sportinu í dag. Umræðuna má heyra hér að neðan en hún hefst eftir 27 og hálfa mínútu. Henry segir félögin verðskulda að prófað sé að leyfa þó ekki væri nema fimmtíu áhorfendur á leik: „Ég hefði bara viljað sjá fyrsta skrefið. Fimmtíu eða hundrað manns. Gefðu félögunum tækifæri á að sýna að þau geti skipulagt þetta, verið með númeruð sæti, skipulagt gæslu. Sýna að þeim sé treystandi. Réttu út höndina. Ef það er hægt að fjölga í leikhúsi og hleypa inn á bari, taktu þá alla vega lítið skref [fyrir íþróttirnar]. Fimmtíu manns sem hægt er að dreifa um salinn. Það munar um þetta. Og að foreldrar geti ekki farið á leiki í yngri flokkum hjá börnunum sínum, en farið á barinn á kvöldin og hellt sig fulla, það er bara kjánalegt. Og enn heyrist ekki múkk, hvorki hósti né stuna, frá ÍSÍ. Ég er orðinn svo þreyttur á þessu, að íþróttir mæti alltaf afgangi og félögin fái ekki tækifæri til að sýna að þau séu traustsins verð,“ segir Henry. Kjartan Atli tekur sérstaklega undir það að skoða ætti hvort foreldrar mættu ekki horfa á leiki hjá börnunum sínum. Það hafi til að mynda skotið skökku við að foreldrar þyrftu að bíða saman í Hyrnunni eða sundi í stað þess að sitja á áhorfendapöllum, á meðan að börnin þeirra spiluðu körfubolta við Skallagrím í Borgarnesi um daginn. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að ofan eða með því að smella hér. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Seinni bylgjan Íþróttir barna Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira