FIFA segir nei við Cloé Eyju og Ísland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2021 09:30 Cloé Eyja Lacasse er mikill markaskorari og gæti svo sannarlega hjálpað íslenska landsliðinu. Instagram/@cloe_lacasse Íslenska-kanadíska knattspyrnukonan Cloé Eyja Lacasse fær ekki leikheimild með íslenska kvennalandsliðinu því Alþjóða knattspyrnusambandið segir að hún hafi ekki verið nógu lengi á Íslandi. Cloé Eyja Lacasse hefur verið íslenskur ríkisborgari í að verða tvö ár en hefur ekki fengið að spila með íslenska A-landsliðinu. Ástæðan er stífni FIFA sem segir nei. Vandamálið tengist dvalartíma Cloé Eyju á Íslandi og litlar líkur eru taldar á því að hún fá einhvern tímann leyfi til að spila með íslenska landsliðinu. Cloé Eyja Lacasse er kanadísk en fékk íslenskan ríkisborgararétt um mitt ár 2019. Hún spilað í fjögur tímabil með ÍBV í Pepsi Max deildinni en samdi við portúgalska félagið Benfica síðla sumars 2019. Fréttablaðið fjallar um mál Lacasse og fékk þar staðfestingu á stöðu mála frá Hauki Hinrikssyni sem er yfirlögfræðingur KSÍ og sér um leyfismálin. View this post on Instagram A post shared by Sport Lisboa e Benfica (@slbenficafeminino) Samkvæmt reglum Alþjóða knattspyrnusambandsins þá þurfa einstaklingar að búa í fimm ár samfleytt í ríkinu til þess að fá heimild til að fá að leika fyrir landsliðið en Cloé náði því ekki fyrir félagsskipti sín til Benfica í Portúgal. KSÍ sendi fyrirspurn inn til FIFA hvort að félagsskipti hennar milli landa yrðu til þess að samfleytt dvöl teldist rofin og staðfesti FIFA að svo væri. Samkvæmt því þyrfi Cloé því að dvelja í fimm ár á Íslandi á ný til að öðlast keppnisrétt fyrir hönd íslenska landsliðsins. Cloé Eyja Lacasse varð bikarmeistari með ÍBV og skoraði alls 54 mörk í 79 deildarleikjum með Eyjaliðinu frá 2015 til 2019. Hún hefur raðað inn mörkum með Benfica liðinu eða 34 mörk í 26 deildarleikjum á einu og hálfu tímabili. View this post on Instagram A post shared by Sport Lisboa e Benfica (@slbenficafeminino) EM 2021 í Englandi Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sjá meira
Cloé Eyja Lacasse hefur verið íslenskur ríkisborgari í að verða tvö ár en hefur ekki fengið að spila með íslenska A-landsliðinu. Ástæðan er stífni FIFA sem segir nei. Vandamálið tengist dvalartíma Cloé Eyju á Íslandi og litlar líkur eru taldar á því að hún fá einhvern tímann leyfi til að spila með íslenska landsliðinu. Cloé Eyja Lacasse er kanadísk en fékk íslenskan ríkisborgararétt um mitt ár 2019. Hún spilað í fjögur tímabil með ÍBV í Pepsi Max deildinni en samdi við portúgalska félagið Benfica síðla sumars 2019. Fréttablaðið fjallar um mál Lacasse og fékk þar staðfestingu á stöðu mála frá Hauki Hinrikssyni sem er yfirlögfræðingur KSÍ og sér um leyfismálin. View this post on Instagram A post shared by Sport Lisboa e Benfica (@slbenficafeminino) Samkvæmt reglum Alþjóða knattspyrnusambandsins þá þurfa einstaklingar að búa í fimm ár samfleytt í ríkinu til þess að fá heimild til að fá að leika fyrir landsliðið en Cloé náði því ekki fyrir félagsskipti sín til Benfica í Portúgal. KSÍ sendi fyrirspurn inn til FIFA hvort að félagsskipti hennar milli landa yrðu til þess að samfleytt dvöl teldist rofin og staðfesti FIFA að svo væri. Samkvæmt því þyrfi Cloé því að dvelja í fimm ár á Íslandi á ný til að öðlast keppnisrétt fyrir hönd íslenska landsliðsins. Cloé Eyja Lacasse varð bikarmeistari með ÍBV og skoraði alls 54 mörk í 79 deildarleikjum með Eyjaliðinu frá 2015 til 2019. Hún hefur raðað inn mörkum með Benfica liðinu eða 34 mörk í 26 deildarleikjum á einu og hálfu tímabili. View this post on Instagram A post shared by Sport Lisboa e Benfica (@slbenficafeminino)
EM 2021 í Englandi Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sjá meira