Þetta er það sem stuðningsmenn Everton voru að vonast eftir frá Gylfa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2021 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið að spila vel með Everton undanfarin mánuði. AP/Martin Rickett Stoðsendingaþrenna Gylfa Þórs Sigurðssonar á móti Tottenham var sú fyrsta hjá Everton í næstum því níu ár. Leon Osman, fyrrum leikmaður Everton, er einn af þeim sem hrósar Gylfa Þór Sigurðssyni fyrir frammistöðu sína með Everton liðinu að undanförnu. Gylfi hefur verið að skora reglulega að undanförnu og kom með beinum hætti að fjórum af fimm mörkum Everton í 5-4 bikarsigri á Tottenham. Leon Osman makes Everton fan admission over Gylfi Sigurdsson - https://t.co/NOK0xkF0gk #EvertonFC #EFC pic.twitter.com/AOg29aTMRG— Toffee News (@TOFnews) February 11, 2021 Gylfi náði þar stoðsendingaþrennu og allar sendingarnar komu í opnum leik en Gylfi hefur meira verið að gefa stoðsendingar sínar úr hornum eða aukaspyrnum. Gylfi varð þarna fyrsti leikmaður Everton til að gefa stoðsendingaþrennu í leik síðan að Steven Pienaar náði því í apríl 2012. Gylfi Sigurdsson provided 3 assists against Tottenham - the first #EFC player to provide a hat-trick of assists in a game since Steven Pienaar against Fulham in April 2012.— EFC Statto (@EFC_Statto) February 11, 2021 „Hann gaf þrjár stoðsendingar, skoraði mark og átti þátt í öðru góðu sem gerðist og mér fannst hann vera frábær,“ sagði Leon Osman í bikarþætti breska ríkisútvarpsins. Osmon þekkir vel til hjá Everton enda lék hann með félaginu í sextán ár. „Hann hefur verið að vinna sig upp til meiri áhrifa innan Everton liðsins. Þetta byrjaði ekki vel hjá honum í leiknum því hann var átti að vera að gæta Davinson Sanchez í fyrsta marki Tottenham í leiknum,“ sagði Osman. Gylfi var fljótur að bæta fyrir þau mistök með laglegri stoðsendingu á Dominic Calvert-Lewin og var síðan búinn að skora sjálfur fyrir hálfleik. „Frá þeirri stundu tók hann hins vegar þátt í öllu því jákvæða sem gerðist hjá Everton í leiknum,“ sagði Osman. Gylfi Sigurdsson scored 1 goal and assisted 3 yesterday in #EVETOT. He only had 4 goals and 4 assists all season before the match. Armband. pic.twitter.com/BjevKOOIh0— (@thehomeofstats) February 11, 2021 Gylfi byrjaði tímabilið rólega en hefur nú komið að átta mörkum í síðustu fjórtán leikjum í öllum keppnum. Hann kom að fjórum mörkum í fyrstu þrettán leikjunum þar af tveimur í sigri á D-deildarliði Salford. „Hann er fullur sjálfstrausts. Það voru svolitlir galdrar í gangi hjá honum í sigurmarkinu. Þetta er það sem stuðningsmenn Everton voru að vonast eftir frá Gylfa í hverri viku þegar hann kom til félagsins,“ sagði Leon Osman á BBC Enski boltinn Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Fleiri fréttir Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Sjá meira
Leon Osman, fyrrum leikmaður Everton, er einn af þeim sem hrósar Gylfa Þór Sigurðssyni fyrir frammistöðu sína með Everton liðinu að undanförnu. Gylfi hefur verið að skora reglulega að undanförnu og kom með beinum hætti að fjórum af fimm mörkum Everton í 5-4 bikarsigri á Tottenham. Leon Osman makes Everton fan admission over Gylfi Sigurdsson - https://t.co/NOK0xkF0gk #EvertonFC #EFC pic.twitter.com/AOg29aTMRG— Toffee News (@TOFnews) February 11, 2021 Gylfi náði þar stoðsendingaþrennu og allar sendingarnar komu í opnum leik en Gylfi hefur meira verið að gefa stoðsendingar sínar úr hornum eða aukaspyrnum. Gylfi varð þarna fyrsti leikmaður Everton til að gefa stoðsendingaþrennu í leik síðan að Steven Pienaar náði því í apríl 2012. Gylfi Sigurdsson provided 3 assists against Tottenham - the first #EFC player to provide a hat-trick of assists in a game since Steven Pienaar against Fulham in April 2012.— EFC Statto (@EFC_Statto) February 11, 2021 „Hann gaf þrjár stoðsendingar, skoraði mark og átti þátt í öðru góðu sem gerðist og mér fannst hann vera frábær,“ sagði Leon Osman í bikarþætti breska ríkisútvarpsins. Osmon þekkir vel til hjá Everton enda lék hann með félaginu í sextán ár. „Hann hefur verið að vinna sig upp til meiri áhrifa innan Everton liðsins. Þetta byrjaði ekki vel hjá honum í leiknum því hann var átti að vera að gæta Davinson Sanchez í fyrsta marki Tottenham í leiknum,“ sagði Osman. Gylfi var fljótur að bæta fyrir þau mistök með laglegri stoðsendingu á Dominic Calvert-Lewin og var síðan búinn að skora sjálfur fyrir hálfleik. „Frá þeirri stundu tók hann hins vegar þátt í öllu því jákvæða sem gerðist hjá Everton í leiknum,“ sagði Osman. Gylfi Sigurdsson scored 1 goal and assisted 3 yesterday in #EVETOT. He only had 4 goals and 4 assists all season before the match. Armband. pic.twitter.com/BjevKOOIh0— (@thehomeofstats) February 11, 2021 Gylfi byrjaði tímabilið rólega en hefur nú komið að átta mörkum í síðustu fjórtán leikjum í öllum keppnum. Hann kom að fjórum mörkum í fyrstu þrettán leikjunum þar af tveimur í sigri á D-deildarliði Salford. „Hann er fullur sjálfstrausts. Það voru svolitlir galdrar í gangi hjá honum í sigurmarkinu. Þetta er það sem stuðningsmenn Everton voru að vonast eftir frá Gylfa í hverri viku þegar hann kom til félagsins,“ sagði Leon Osman á BBC
Enski boltinn Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Fleiri fréttir Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Sjá meira