Sýndarfrelsi Gunnar Dan Wiium skrifar 12. febrúar 2021 11:01 Þau sprauta okkur mörg í einu, fljót að því, metnaður í þessu. Og þarna sitjum við, hlýðin, ábyrg. Orðin svo samdauna að við kannski erum búin að gleyma afhverju við erum þar sem við erum. Við viljum bara hætta að óttast, við viljum það við köllum frelsi. Við viljum frelsi en samt ekki alveg, því, við megum ekki efast, eigum ekki að spyrja, við megum vera með eða eiga í hættu að verða dæmd og útskúfuð. Í Danmörku er talað um sérstakt bólusetningarvegabréf, hálfgerð viðbót við hitt vegabréfið sem við flest eigum. Vegabréfið sem segir að við tilheyrum, eigum heima. Án vegabréfs er ég réttindarlaus, hættulegur, skítugur. Ég talaði við einn að mínum besta vinum í gærkvöld sem er danskur ríkisborgari. Hann velur að taka ekki við bólusetningu gegn Covid. Það er val sem hann hefur, en sem komið er. En nýja “vegabréfið” sem hann svo ekki mun búa yfir fyrir vikið mun mögulega þrengja að honum í nánustu framtíð. Tónleikar, viðburðir, veitingastaðir, flugferðir osfr. Fyrirtæki að mér skilst munu hafa heimild til að nýta sér þessi takmörkunar vegabréfsúrræði. Svo, hann hefur eflaust val gagnvart bólusetningu en frelsi hans til að ferðast innan samfélags, hans eigin samfélags verður að öllum líkindum skert að talsverðu leiti. Konan mín er farin að setja upp aðstæður í okkar samræðum varðandi fjölskyldufrí. Hvað ef, hvað ef, mun ég, þessi “óábyrgi, sjálfselski, eiginhagsmunaseggur” ekki getað ferðast til útlanda svona til dæmis með fjölskyldunni nema taka við bólusetningu? Verð ég dæmdur og híddur kannski, frelsissviptur og nauðungabólusettur? Ég bý yfir skoðunum og viðhorfum sem ég deili mismikið útávið eftir því hver ásetningurinn er. Ég ætlaði mér ekki að fara útí þessa laug en ef ég myndi gera það yrði skoðun mín svohljóðandi. Mín viðhorf og mínar hugmyndir hvað þetta varðar er að Covid19 er lífstíls sjúkdómur, þá er ég ekki einu sinni að tala um veiruna sem slíka. Ég er að tala um upprunnan, ég er að tala um þessa skertu samkennd okkar manna í garð dýra og náttúru. Meðhöndlun okkar og ofbeldi gagnvart dýrum færir okkur Covid ásamt öllum mögulegum öðrum veirum. Og við meðhöndlum þessar veirur sem sjúkdóma í stað einkenna og afleiðingar sjúkdóms. Við viljum engu breyta, ég vill kjöt þegar ég vill, ég vill blóð og flesk þegar ég vill, ég vill, ég vill. Ég vill ferðast til útlanda 3svar ári þegar ég vill, ég vill, ég vill. Kannski viljum við bara of mikið og afleiðing þess er skerðing. Ég er tilbúin í þessa skerðingu. Ég er tilbúin að hækka tíðni mína með sjósundi og kuldaböðum, heimaræktuðum hráhamp, grænmetisfæðu miðuðum kost, hreyfingu, hreinu lofti, núvitund, samkennd - 360 gráður, þjónustu útávið, andlegum þroska, minimalisma og sjálfbærni. Ég er tilbúin að þiggja Covid ef það er raunin, ég er tilbúin að veikjast, deyja ef það er raunin, ég er tilbúin að taka því sem birtist svo lengi sem það er ekki í formi trúarbragða og blindri trú á fjöldaframleidd bóluefni við yfirborðseinkennum sjúkdóms við ekki þorum að horfast í augu við sem heild. Annars er ég alltaf til í góð og flott partý. Ég er með þessum viðhorfum mínum ekki að gagnrýna þá sem þyggja bólusetningar, hver gerir sitt útfrá sínum hugmyndum og sinni sannfæringu. En vá hvað ég vona að valið verði í alvörunni frjálst en ekki dulbúið sem eitthvað annað en það raunverulega er. Höfundur er smíðakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Þau sprauta okkur mörg í einu, fljót að því, metnaður í þessu. Og þarna sitjum við, hlýðin, ábyrg. Orðin svo samdauna að við kannski erum búin að gleyma afhverju við erum þar sem við erum. Við viljum bara hætta að óttast, við viljum það við köllum frelsi. Við viljum frelsi en samt ekki alveg, því, við megum ekki efast, eigum ekki að spyrja, við megum vera með eða eiga í hættu að verða dæmd og útskúfuð. Í Danmörku er talað um sérstakt bólusetningarvegabréf, hálfgerð viðbót við hitt vegabréfið sem við flest eigum. Vegabréfið sem segir að við tilheyrum, eigum heima. Án vegabréfs er ég réttindarlaus, hættulegur, skítugur. Ég talaði við einn að mínum besta vinum í gærkvöld sem er danskur ríkisborgari. Hann velur að taka ekki við bólusetningu gegn Covid. Það er val sem hann hefur, en sem komið er. En nýja “vegabréfið” sem hann svo ekki mun búa yfir fyrir vikið mun mögulega þrengja að honum í nánustu framtíð. Tónleikar, viðburðir, veitingastaðir, flugferðir osfr. Fyrirtæki að mér skilst munu hafa heimild til að nýta sér þessi takmörkunar vegabréfsúrræði. Svo, hann hefur eflaust val gagnvart bólusetningu en frelsi hans til að ferðast innan samfélags, hans eigin samfélags verður að öllum líkindum skert að talsverðu leiti. Konan mín er farin að setja upp aðstæður í okkar samræðum varðandi fjölskyldufrí. Hvað ef, hvað ef, mun ég, þessi “óábyrgi, sjálfselski, eiginhagsmunaseggur” ekki getað ferðast til útlanda svona til dæmis með fjölskyldunni nema taka við bólusetningu? Verð ég dæmdur og híddur kannski, frelsissviptur og nauðungabólusettur? Ég bý yfir skoðunum og viðhorfum sem ég deili mismikið útávið eftir því hver ásetningurinn er. Ég ætlaði mér ekki að fara útí þessa laug en ef ég myndi gera það yrði skoðun mín svohljóðandi. Mín viðhorf og mínar hugmyndir hvað þetta varðar er að Covid19 er lífstíls sjúkdómur, þá er ég ekki einu sinni að tala um veiruna sem slíka. Ég er að tala um upprunnan, ég er að tala um þessa skertu samkennd okkar manna í garð dýra og náttúru. Meðhöndlun okkar og ofbeldi gagnvart dýrum færir okkur Covid ásamt öllum mögulegum öðrum veirum. Og við meðhöndlum þessar veirur sem sjúkdóma í stað einkenna og afleiðingar sjúkdóms. Við viljum engu breyta, ég vill kjöt þegar ég vill, ég vill blóð og flesk þegar ég vill, ég vill, ég vill. Ég vill ferðast til útlanda 3svar ári þegar ég vill, ég vill, ég vill. Kannski viljum við bara of mikið og afleiðing þess er skerðing. Ég er tilbúin í þessa skerðingu. Ég er tilbúin að hækka tíðni mína með sjósundi og kuldaböðum, heimaræktuðum hráhamp, grænmetisfæðu miðuðum kost, hreyfingu, hreinu lofti, núvitund, samkennd - 360 gráður, þjónustu útávið, andlegum þroska, minimalisma og sjálfbærni. Ég er tilbúin að þiggja Covid ef það er raunin, ég er tilbúin að veikjast, deyja ef það er raunin, ég er tilbúin að taka því sem birtist svo lengi sem það er ekki í formi trúarbragða og blindri trú á fjöldaframleidd bóluefni við yfirborðseinkennum sjúkdóms við ekki þorum að horfast í augu við sem heild. Annars er ég alltaf til í góð og flott partý. Ég er með þessum viðhorfum mínum ekki að gagnrýna þá sem þyggja bólusetningar, hver gerir sitt útfrá sínum hugmyndum og sinni sannfæringu. En vá hvað ég vona að valið verði í alvörunni frjálst en ekki dulbúið sem eitthvað annað en það raunverulega er. Höfundur er smíðakennari.