NBA dagsins: Skotsýning hjá Steph sem ætlar að láta verkin tala Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2021 15:01 Stephen Curry er að spila frábærlega þessa dagana. AP/Jeff Chiu Stephen Curry er ekki aðeins kominn aftur inn á völlinn eftir langtímameiðsli því hann er líka kominn aftur inn umræðuna um mikilvægasta leikmann NBA deildarinnar í körfubolta. Golden State Warriors vann 115-105 sigur á Orlando Magic í nótt og Stephen Curry var með 40 stig og tíu þrista í leiknum. Þetta þýðir að í síðustu átta leikjum er Stephen Curry með 35,3 stig að meðaltali og búinn að hitta úr 53 af 101 þriggja stiga skoti sínu sem er nýting upp á rúm 52 prósent. Golden State Warriors byrjaði illa en er að rétta út kútnum ekki síst vegna frammistöðu Curry. Steph hefur tvisvar sinnum verið kosinn bestur í deildinni en það voru tímabilin 2014-15 og 2015-16. „Leikur minn mun tala sínu máli. Ég ætla ekki að láta slíka umræðu trufla mig. Ég ætla að reyna að skila minni vinnu vel og svo sér allt hitt um sitt í lok tímabilsins,“ sagði Stephen Curry eftir leikinn. Þetta var sautjándi tíu þrista leikur Steph Curry á ferlinum og hann heldur áfram að bæta það met sitt. Klay Thompson er næstu með fimm leiki. Klippa: NBA dagsins (frá 11. febrúar 2021) Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, var spurður út í það hvort Curry ætti að vera í umræðunni um mikilvægasta leikmann deildarinnar. „Ég tel svo vera. Hvernig er hann það ekki? Hann er út úr þessum heimi,“ sagði Kerr. Stephen Curry viðurkennir að þetta sé einn besti kaflinn á tólf ára ferli hans í NBA-deildinni. Hundrað prósent. Ég er samt ekki mikið að velta mér upp úr fortíðinni. Mér líður vel og í góðum takti. Því fylgir góð tilfinning og ég vil verða betri. Það er markmiðið,“ sagði Stephen Curry. Hér fyrir ofan má sjá myndband með svipmyndum frá stórleik Stephen Curry sem og myndir frá sigurleikjum Miami Heat og Boston Celtics. Í lokin eru síðan flottustu tilþrif næturinnar. NBA Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Golden State Warriors vann 115-105 sigur á Orlando Magic í nótt og Stephen Curry var með 40 stig og tíu þrista í leiknum. Þetta þýðir að í síðustu átta leikjum er Stephen Curry með 35,3 stig að meðaltali og búinn að hitta úr 53 af 101 þriggja stiga skoti sínu sem er nýting upp á rúm 52 prósent. Golden State Warriors byrjaði illa en er að rétta út kútnum ekki síst vegna frammistöðu Curry. Steph hefur tvisvar sinnum verið kosinn bestur í deildinni en það voru tímabilin 2014-15 og 2015-16. „Leikur minn mun tala sínu máli. Ég ætla ekki að láta slíka umræðu trufla mig. Ég ætla að reyna að skila minni vinnu vel og svo sér allt hitt um sitt í lok tímabilsins,“ sagði Stephen Curry eftir leikinn. Þetta var sautjándi tíu þrista leikur Steph Curry á ferlinum og hann heldur áfram að bæta það met sitt. Klay Thompson er næstu með fimm leiki. Klippa: NBA dagsins (frá 11. febrúar 2021) Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, var spurður út í það hvort Curry ætti að vera í umræðunni um mikilvægasta leikmann deildarinnar. „Ég tel svo vera. Hvernig er hann það ekki? Hann er út úr þessum heimi,“ sagði Kerr. Stephen Curry viðurkennir að þetta sé einn besti kaflinn á tólf ára ferli hans í NBA-deildinni. Hundrað prósent. Ég er samt ekki mikið að velta mér upp úr fortíðinni. Mér líður vel og í góðum takti. Því fylgir góð tilfinning og ég vil verða betri. Það er markmiðið,“ sagði Stephen Curry. Hér fyrir ofan má sjá myndband með svipmyndum frá stórleik Stephen Curry sem og myndir frá sigurleikjum Miami Heat og Boston Celtics. Í lokin eru síðan flottustu tilþrif næturinnar.
NBA Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira