Fyrir hverja er skólakerfið? Gunnar Hnefill Örlygsson skrifar 14. febrúar 2021 13:00 Þegar ég var fyrsta árs nemandi í Menntaskólanum Hraðbraut upplifði ég undarlega atburði. Umræða hafði skapast á fréttavettvangi um fjárveitingar til skólans og rætt var um, að ríkið myndi stöðva þær fjárveitingar og að skólanum yrði alfarið lokað að vori. Þarna vorum við, fjöldi nema á fyrra ári af tveimur og okkur haldið í algjörri óvissu. Oft varð maður var við fréttamenn innan veggja skólans að taka viðtöl við stjórnanda skólans sem birtust svo í kvöldfréttum og í kjölfar þess andsvör frá stjórnvöldum. Mikil umræða var um þessi mál, en eitt gleymdist þó alveg. Enginn ræddi við okkur nemendur þessa skóla sem talað var um að leggja niður og loka. Í öllu þessu gleymdumst við alveg. Þetta misbauð mér og ákvað ég að grípa til minna ráða, skrifaði bréf til þáverandi menntamálaráðherra Katrínar Jakobsdóttur. Samnemendur mínir undirrituðu það og fórum við hópur nema skólans á fund ráðherra. Unnið var út frá nýjum forsendum, hag nemenda og skólinn fékk auka ár til að útskrifa þá sem þar voru í námi. Á dögunum birtist viðtal í kvöldfréttum RÚV við grunnskólanemendur í Víðistaðaskóla, þau bentu á að menntakerfið sé úrelt og vilja að unnið sé að breytingum á námskrám skólanna með hag nemenda að leiðarljósi! Við verðum jú að spyrja okkur að þessari spurningu: Fyrir hverja er skólakerfið? Er það fyrir starfsfólk skólanna, stjórnendur og kennara þess? Nei, það er fyrir nemendur. Það er til þess að miðla áfram þekkingu og undirbúa einstaklinga á sem bestan máta, til að takast á við þau verkefni sem samfélag hvers tíma krefst. Við lifum á tímum stöðugra breytinga. Í síbreytilegu samfélagi er aðlögunarhæfni einn helsti lykill framþróunar, að meðtaka breyttar aðstæður og laga sig að þeim. Andstæðan við framþróun og aðlögunarhæfni er stöðnun. Þó svo að eitthvað hafi einhvern tímann talist gagnlegt og gott, þá í breyttum veruleika kann það að þurfa að víkja fyrir einhverju öðru og gagnmeira í samtímanum. Samhliða því má það færast í aukana að fræða nemendur um það hvers vegna þeir læra ákveðin fög og hvar þau kunna að gagnast að námi loknu, en það er eitthvað sem gjarnan gleymist. Án þess að fara djúpt ofan í einstök atriði, þá ætla ég að varpa hér fram einni staðreynd: Það þurfa ekki allir að læra þýsku. Þetta kann að leggjast misvel í fólk, en engu að síður er það staðreynd. Ég hef leitt viðskiptasamninga við þýsk fyrirtæki og jafnvel þar hafði ég ekki verulegt gagn af þeim tíma sem fór í það að læra grunninn í því máli. Eitt er þó hvergi sjáanlegt sem fag í skyldunámskrám hér á landi, eitthvað sem við þurfum öll að fást við í daglegu lífi. Það er fjármál og fjármálalæsi. Ólíkt þýskunni sem mér var gert skylt að læra, þá bar mér engin skylda til þess að læra um fjármál. Sjálfur þurfti ég að velja það á framhalds- og háskólastigi. Án alls efa, þá væri það öllum nemendum til heilla að fá grunnfræðslu á þeim sviðum, geta skilið sínar eigin skattaskýrslur og geta tekið meðvitaðri og upplýstari ákvarðanir í viðskiptum. Þessu líkt má huga að fleiri fræðum sem gagnlegra væri að hafa haldbæra þekkingu á, eftir að hafa lokið því grunnnámi sem lögbundin skólaskylda kveður á um hér á landi. Í menntakerfinu mega hagsmunir nemenda ekki gleymast. Augljóst er að sá tími er runninn upp að endurskoða þarf forgangsröðun og uppbyggingu á skyldunámskrám grunn- og framhaldsskóla landsins. Við það verk þá þarf að horfa til framtíðar, samhliða því að byggja á traustum grunni sem að mörgu leyti gagnast ennþá vel, en sannarlega má þó bæta og aðlaga að samfélagi samtímans. Í þeirri stefnumótun verður ungt fólk sem horfir til framtíðar að hafa völd og fá að taka virkan þátt. Því skólakerfið er jú alltaf fyrir framtíðina. Höfundur er nemandi í fjármálaverkfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Gunnar Hnefill Örlygsson Framhaldsskólar Mest lesið Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Þegar ég var fyrsta árs nemandi í Menntaskólanum Hraðbraut upplifði ég undarlega atburði. Umræða hafði skapast á fréttavettvangi um fjárveitingar til skólans og rætt var um, að ríkið myndi stöðva þær fjárveitingar og að skólanum yrði alfarið lokað að vori. Þarna vorum við, fjöldi nema á fyrra ári af tveimur og okkur haldið í algjörri óvissu. Oft varð maður var við fréttamenn innan veggja skólans að taka viðtöl við stjórnanda skólans sem birtust svo í kvöldfréttum og í kjölfar þess andsvör frá stjórnvöldum. Mikil umræða var um þessi mál, en eitt gleymdist þó alveg. Enginn ræddi við okkur nemendur þessa skóla sem talað var um að leggja niður og loka. Í öllu þessu gleymdumst við alveg. Þetta misbauð mér og ákvað ég að grípa til minna ráða, skrifaði bréf til þáverandi menntamálaráðherra Katrínar Jakobsdóttur. Samnemendur mínir undirrituðu það og fórum við hópur nema skólans á fund ráðherra. Unnið var út frá nýjum forsendum, hag nemenda og skólinn fékk auka ár til að útskrifa þá sem þar voru í námi. Á dögunum birtist viðtal í kvöldfréttum RÚV við grunnskólanemendur í Víðistaðaskóla, þau bentu á að menntakerfið sé úrelt og vilja að unnið sé að breytingum á námskrám skólanna með hag nemenda að leiðarljósi! Við verðum jú að spyrja okkur að þessari spurningu: Fyrir hverja er skólakerfið? Er það fyrir starfsfólk skólanna, stjórnendur og kennara þess? Nei, það er fyrir nemendur. Það er til þess að miðla áfram þekkingu og undirbúa einstaklinga á sem bestan máta, til að takast á við þau verkefni sem samfélag hvers tíma krefst. Við lifum á tímum stöðugra breytinga. Í síbreytilegu samfélagi er aðlögunarhæfni einn helsti lykill framþróunar, að meðtaka breyttar aðstæður og laga sig að þeim. Andstæðan við framþróun og aðlögunarhæfni er stöðnun. Þó svo að eitthvað hafi einhvern tímann talist gagnlegt og gott, þá í breyttum veruleika kann það að þurfa að víkja fyrir einhverju öðru og gagnmeira í samtímanum. Samhliða því má það færast í aukana að fræða nemendur um það hvers vegna þeir læra ákveðin fög og hvar þau kunna að gagnast að námi loknu, en það er eitthvað sem gjarnan gleymist. Án þess að fara djúpt ofan í einstök atriði, þá ætla ég að varpa hér fram einni staðreynd: Það þurfa ekki allir að læra þýsku. Þetta kann að leggjast misvel í fólk, en engu að síður er það staðreynd. Ég hef leitt viðskiptasamninga við þýsk fyrirtæki og jafnvel þar hafði ég ekki verulegt gagn af þeim tíma sem fór í það að læra grunninn í því máli. Eitt er þó hvergi sjáanlegt sem fag í skyldunámskrám hér á landi, eitthvað sem við þurfum öll að fást við í daglegu lífi. Það er fjármál og fjármálalæsi. Ólíkt þýskunni sem mér var gert skylt að læra, þá bar mér engin skylda til þess að læra um fjármál. Sjálfur þurfti ég að velja það á framhalds- og háskólastigi. Án alls efa, þá væri það öllum nemendum til heilla að fá grunnfræðslu á þeim sviðum, geta skilið sínar eigin skattaskýrslur og geta tekið meðvitaðri og upplýstari ákvarðanir í viðskiptum. Þessu líkt má huga að fleiri fræðum sem gagnlegra væri að hafa haldbæra þekkingu á, eftir að hafa lokið því grunnnámi sem lögbundin skólaskylda kveður á um hér á landi. Í menntakerfinu mega hagsmunir nemenda ekki gleymast. Augljóst er að sá tími er runninn upp að endurskoða þarf forgangsröðun og uppbyggingu á skyldunámskrám grunn- og framhaldsskóla landsins. Við það verk þá þarf að horfa til framtíðar, samhliða því að byggja á traustum grunni sem að mörgu leyti gagnast ennþá vel, en sannarlega má þó bæta og aðlaga að samfélagi samtímans. Í þeirri stefnumótun verður ungt fólk sem horfir til framtíðar að hafa völd og fá að taka virkan þátt. Því skólakerfið er jú alltaf fyrir framtíðina. Höfundur er nemandi í fjármálaverkfræði.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun