Týnda prinsessan fékk ekki að fara út né opna glugga Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2021 14:07 Prinsessan Sheikha Latifa árið 2018, skömmu áður en hún reyndi að flýja frá Dubai öðru sinni. Hún var þá 32 ára gömul. Prinsessan Latifa Al Maktoum, dóttir Mohammed bin Rashid Al Maktoum, varaforseta og forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, sem reyndi að flýja landið árið 2018, hefur sent frá sér skilaboð þar sem hún segir föður sinn halda sér í gíslingu og hún óttist um líf sitt. Skilaboðunum kom hún til vina sinna, sem hafa deilt þeim með BBC. Hún segir að þegar hún reyndi að flýja land árið 2018 hafi sérsveitarmenn sigið úr þyrlu um borð í bát hennar undan ströndum Indlands, gefið henni deyfilyf og flutt hana aftur í land. Sjá einnig: Týnda prinsessan af Dúbaí hafði skipulagt flótta í sjö ár Síðan þá hefur henni verið haldið í húsi í Dubai undir sólarhrings eftirliti. Vinir Latifu segja hana nú hætta að senda þeim skilaboð og óttast þeir um öryggi hennar. Því hafi þeir fært blaðamönnum BBC skilaboðin sem hún hafi sent. Í skilaboðunum segir Latifa að henni sé haldið í glæsihýsi. Hún fái hvorki að fara út né opna glugga og að lögregluþjónarnir sem haldi henni hafi gantast með að hún muni aldrei sjá til sólar aftur. Hér má sjá fréttaskýringaþátt BBC, Panorama, þar sem fjallað var um skilaboðin frá prinsessunni í síðasta mánuði. Sjeikinn Mohammed bin Rashid Al Maktoum er einn auðugasti ríkishöfðingi heimsins. Hann er auk þess að vera varaforseti og forsætisráðherra, leiðtogi Dubai. Sjötta og yngsta eiginkona hans, Haya Bint al-Hussein, var árið 2019 sögð hafa flúið land og halda til í London. Hún höfðaði mál gegn sjeiknum í Bretlandi og í fyrra komust dómstólar að þeirri niðurstöðu að hann hefði hótað henni og látið ræna dætrum sínum. Auk Latifu, mun sjeikinn einnig hafa látið ræna Shamsu Al Maktoum frá Englandi árið 2000. Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Skilaboðunum kom hún til vina sinna, sem hafa deilt þeim með BBC. Hún segir að þegar hún reyndi að flýja land árið 2018 hafi sérsveitarmenn sigið úr þyrlu um borð í bát hennar undan ströndum Indlands, gefið henni deyfilyf og flutt hana aftur í land. Sjá einnig: Týnda prinsessan af Dúbaí hafði skipulagt flótta í sjö ár Síðan þá hefur henni verið haldið í húsi í Dubai undir sólarhrings eftirliti. Vinir Latifu segja hana nú hætta að senda þeim skilaboð og óttast þeir um öryggi hennar. Því hafi þeir fært blaðamönnum BBC skilaboðin sem hún hafi sent. Í skilaboðunum segir Latifa að henni sé haldið í glæsihýsi. Hún fái hvorki að fara út né opna glugga og að lögregluþjónarnir sem haldi henni hafi gantast með að hún muni aldrei sjá til sólar aftur. Hér má sjá fréttaskýringaþátt BBC, Panorama, þar sem fjallað var um skilaboðin frá prinsessunni í síðasta mánuði. Sjeikinn Mohammed bin Rashid Al Maktoum er einn auðugasti ríkishöfðingi heimsins. Hann er auk þess að vera varaforseti og forsætisráðherra, leiðtogi Dubai. Sjötta og yngsta eiginkona hans, Haya Bint al-Hussein, var árið 2019 sögð hafa flúið land og halda til í London. Hún höfðaði mál gegn sjeiknum í Bretlandi og í fyrra komust dómstólar að þeirri niðurstöðu að hann hefði hótað henni og látið ræna dætrum sínum. Auk Latifu, mun sjeikinn einnig hafa látið ræna Shamsu Al Maktoum frá Englandi árið 2000.
Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira