Dætur tveggja forseta Bandaríkjanna fjárfesta í sama kvennafótboltaliði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2021 10:01 Chelsea Clinton og Jenna Bush Hager hafa báðar sett pening í kvennafótboltann í Bandaríkjunum. Samsett/Getty Bandaríska kvennaknattspyrnan hefur fengið góðan meðbyr að undanförnu og það er að færast í aukana að fræga og ríka fólkið fjárfesti í kvennafótboltaliðum í Bandaríkjunum. Nýjasta dæmið um það er í nýjum eigandahópi NWSL liðsins Washington Spirit en NWSL deildin en efsta deild kvenna í Bandaríkjunum. Forráðamenn Washington Spirit tilkynntu í gær um nýjan hóp fjárfesta í félaginu. Meðal þeirra eru dætur tveggja forseta Bandaríkjanna eða þær Chelsea Clinton og Jenna Bush Hager. More women investing in women s sports. https://t.co/SEPJslSU88— Billie Jean King (@BillieJeanKing) February 17, 2021 Chelsea er auðvitað dóttir Bill og Hillary Clinton en Jenna er dóttir George W. Bush. Bill Clinton var forseti Bandaríkjanna frá 1992 til 2000 en George W. Bush tók við af honum og var forseti til 2008. Forsetadæturnar eru í hópi þrjátíu fjárfesta í þessum hópi og þar er fólk að koma úr mörgum áttum. Meðal þeirra eru Ólympíugullverðlaunahafinn Dominique Dawes og aðstoðarþjálfarinn Briana Scurry. Dawes vann gull í fimleikum á ÓL í Atlanta 1996 en Scurry hjálpaði bandaríska landsliðinu að vinna tvenn Ólympíugullverðlaun og einn heimsmeistaratitil. Scurry er núna aðstoðarþjálfari Washington Spirit. A place for us all to come together for the sport we love Thank you for the star-studded welcome to our new home! pic.twitter.com/LDcgSuScw9— Angel City FC (@weareangelcity) November 19, 2020 Meðal annarra sem hafa fjárfest í liðum í bandarísku kvennadeildinni að undanförnu er tenniskonan Naomi Osaka sem varð á dögunum eignandi North Carolina Courage, meistaranna frá 2018 og 2019. NWSL deildin tilkynnti það líka síðasta sumar að Los Angeles fengi nýtt kvennalið en meðal eiganda þess liðs eru tennisgoðsögnin Serena Williams og Óskarsverðlaunahafinn Natalie Portman. Liðið hefur verið kallað "Angel City" og er ellefta félagið í deildinni. Gamla tennisstjarnan Billie Jean King og Ólympíumeistarinn Lindsey Vonn eru líka í hóp fjárfestanna á bak við liðið. The NWSL's Washington Spirit has added some big name investors to the team.The group includes Chelsea Clinton and Jenna Bush Hager, in addition to former Olympic gymnast Dominique Dawes and U.S. World Cup goalkeeper Briana Scurry, per @washingtonpost. pic.twitter.com/1v2iVcuXRW— Front Office Sports (@FOS) February 17, 2021 Fótbolti Bill Clinton George W. Bush Bandaríkin Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Nýjasta dæmið um það er í nýjum eigandahópi NWSL liðsins Washington Spirit en NWSL deildin en efsta deild kvenna í Bandaríkjunum. Forráðamenn Washington Spirit tilkynntu í gær um nýjan hóp fjárfesta í félaginu. Meðal þeirra eru dætur tveggja forseta Bandaríkjanna eða þær Chelsea Clinton og Jenna Bush Hager. More women investing in women s sports. https://t.co/SEPJslSU88— Billie Jean King (@BillieJeanKing) February 17, 2021 Chelsea er auðvitað dóttir Bill og Hillary Clinton en Jenna er dóttir George W. Bush. Bill Clinton var forseti Bandaríkjanna frá 1992 til 2000 en George W. Bush tók við af honum og var forseti til 2008. Forsetadæturnar eru í hópi þrjátíu fjárfesta í þessum hópi og þar er fólk að koma úr mörgum áttum. Meðal þeirra eru Ólympíugullverðlaunahafinn Dominique Dawes og aðstoðarþjálfarinn Briana Scurry. Dawes vann gull í fimleikum á ÓL í Atlanta 1996 en Scurry hjálpaði bandaríska landsliðinu að vinna tvenn Ólympíugullverðlaun og einn heimsmeistaratitil. Scurry er núna aðstoðarþjálfari Washington Spirit. A place for us all to come together for the sport we love Thank you for the star-studded welcome to our new home! pic.twitter.com/LDcgSuScw9— Angel City FC (@weareangelcity) November 19, 2020 Meðal annarra sem hafa fjárfest í liðum í bandarísku kvennadeildinni að undanförnu er tenniskonan Naomi Osaka sem varð á dögunum eignandi North Carolina Courage, meistaranna frá 2018 og 2019. NWSL deildin tilkynnti það líka síðasta sumar að Los Angeles fengi nýtt kvennalið en meðal eiganda þess liðs eru tennisgoðsögnin Serena Williams og Óskarsverðlaunahafinn Natalie Portman. Liðið hefur verið kallað "Angel City" og er ellefta félagið í deildinni. Gamla tennisstjarnan Billie Jean King og Ólympíumeistarinn Lindsey Vonn eru líka í hóp fjárfestanna á bak við liðið. The NWSL's Washington Spirit has added some big name investors to the team.The group includes Chelsea Clinton and Jenna Bush Hager, in addition to former Olympic gymnast Dominique Dawes and U.S. World Cup goalkeeper Briana Scurry, per @washingtonpost. pic.twitter.com/1v2iVcuXRW— Front Office Sports (@FOS) February 17, 2021
Fótbolti Bill Clinton George W. Bush Bandaríkin Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira