Gunnar: Eiginlega orðlaus hvað þetta var dapurt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. febrúar 2021 20:55 Gunnar Magnússon var langt frá því að vera sáttur með frammistöðu Aftureldingar í kvöld. vísir/hulda margrét Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, sagði að sínir menn hefðu leikið sinn versta leik á tímabilinu gegn ÍBV í kvöld. Eyjamenn unnu fimm marka sigur, 29-34. Afturelding var yfir í hálfleik, 15-14, og komst svo þremur mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks. En þá seig á ógæfuhliðina hjá Mosfellingum. „Þá komu tæknifeilarnir í röðum og stundum vorum við ekki byrjaðir í sókninni þegar við köstuðum boltanum frá okkur og fengum á okkur hraðaupphlaup. Þessi þrjú mörk fóru á einni mínútu. Ég held við séum með skráða níu tapaða bolta í seinni hálfleik og þetta var algjörlega hauslaust,“ sagði Gunnar. „Þetta var hræðilegt og það langlangslakasta sem við höfum sýnt í vetur. Ekki það að ÍBV gerði þetta ótrúlega vel og voru betri en við á öllum sviðum og áttu þetta skilið. Við vorum hræðilegir og ég er eiginlega orðlaus hvað þetta var dapurt.“ Eins og áður sagði var Afturelding yfir eftir fyrri hálfleikinn. Gunnari fannst hann samt ekkert sérstakur hjá Mosfellingum. „Hann var ekkert alslæmur en varnarleikurinn var ekki góður og erfitt að standa í markinu fyrir aftan þegar þú færð endalaust af dauðafærum á þig. Við náðum ekki upp góðri vörn enda fengum við á okkur 34 mörk. Þetta voru líka mörg hraðaupphlaup. Þeir refsuðu okkur fyrir tæknifeilana,“ sagði Gunnar. „Fyrri hálfleikurinn var ekkert spes en síðustu tuttugu mínúturnar var þetta hræðilegt. Höndin var stundum komin upp og þeir áttu tvær til þrjár sendingar eftir og þá kom einbeitingarleysi og við fengum á okkur mark. Þeir héngu á boltanum og biðu eftir að við gerðum mistök. Svo komu þau og þeir refsuðu okkur. Við kláruðum þetta illa.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Umfjöllun: Afturelding - ÍBV 29-34 | Enn einn sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum ÍBV gerði góða ferð í Mosfellsbæinn og vann Aftureldingu, 29-34, í fyrsta leik 10. umferðar Olís-deildar karla. Eyjamenn hafa ekki tapað á Varmá síðan í lok september 2014. 18. febrúar 2021 20:23 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
Afturelding var yfir í hálfleik, 15-14, og komst svo þremur mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks. En þá seig á ógæfuhliðina hjá Mosfellingum. „Þá komu tæknifeilarnir í röðum og stundum vorum við ekki byrjaðir í sókninni þegar við köstuðum boltanum frá okkur og fengum á okkur hraðaupphlaup. Þessi þrjú mörk fóru á einni mínútu. Ég held við séum með skráða níu tapaða bolta í seinni hálfleik og þetta var algjörlega hauslaust,“ sagði Gunnar. „Þetta var hræðilegt og það langlangslakasta sem við höfum sýnt í vetur. Ekki það að ÍBV gerði þetta ótrúlega vel og voru betri en við á öllum sviðum og áttu þetta skilið. Við vorum hræðilegir og ég er eiginlega orðlaus hvað þetta var dapurt.“ Eins og áður sagði var Afturelding yfir eftir fyrri hálfleikinn. Gunnari fannst hann samt ekkert sérstakur hjá Mosfellingum. „Hann var ekkert alslæmur en varnarleikurinn var ekki góður og erfitt að standa í markinu fyrir aftan þegar þú færð endalaust af dauðafærum á þig. Við náðum ekki upp góðri vörn enda fengum við á okkur 34 mörk. Þetta voru líka mörg hraðaupphlaup. Þeir refsuðu okkur fyrir tæknifeilana,“ sagði Gunnar. „Fyrri hálfleikurinn var ekkert spes en síðustu tuttugu mínúturnar var þetta hræðilegt. Höndin var stundum komin upp og þeir áttu tvær til þrjár sendingar eftir og þá kom einbeitingarleysi og við fengum á okkur mark. Þeir héngu á boltanum og biðu eftir að við gerðum mistök. Svo komu þau og þeir refsuðu okkur. Við kláruðum þetta illa.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Umfjöllun: Afturelding - ÍBV 29-34 | Enn einn sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum ÍBV gerði góða ferð í Mosfellsbæinn og vann Aftureldingu, 29-34, í fyrsta leik 10. umferðar Olís-deildar karla. Eyjamenn hafa ekki tapað á Varmá síðan í lok september 2014. 18. febrúar 2021 20:23 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
Umfjöllun: Afturelding - ÍBV 29-34 | Enn einn sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum ÍBV gerði góða ferð í Mosfellsbæinn og vann Aftureldingu, 29-34, í fyrsta leik 10. umferðar Olís-deildar karla. Eyjamenn hafa ekki tapað á Varmá síðan í lok september 2014. 18. febrúar 2021 20:23