Einu sigrar Selfyssinga á Haukum í þrjú ár hafa verið í lokaúrslitunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2021 12:31 Atli Ævar Ingólfsson skorar fyrir Selfossliðið en Adam Haukur Baumruk er til varnar. Vísir/Vilhelm Haukarnir hafa getað treyst á það að fá tvö stig út úr leikjum sínum á móti Selfyssingum undanfarnar tvær leiktíðir í karlahandboltanum. Í gærkvöldi voru liðin þrjú ár síðan að Selfoss vann síðast deildarleik á móti Haukum í Olís deild karla. Liðin mætast í kvöld á Ásvöllum í lokaleik tíundu umferðar. Leikur Hauka og Selfoss á Ásvöllum hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax á eftir leiknum gerir Seinni bylgjan svo upp umferðina. Deildarleikir liðanna undanfarin ár hafa allir fallið Haukamegin en mikilvægustu leikirnir enduðu flestir allt öðruvísi. Selfyssingar unnu sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil eftir 3-1 sigur á Haukum í lokaúrslitunum vorið 2019. Þessir þrír sigrar í úrslitakeppninni í maí 2019 eru einu sigrar Selfyssinga á Haukum undanfarna 36 mánuði. Það er óhætt að segja að þeir hafi unnið réttu leikina. Síðan hafa liðin mæst tvisvar sinnum í deildinni og Haukarnir unnu þá tvo leiki með samtals sautján marka mun, fyrst sjö marka sigur á Ásvöllum og svo tíu marka sigur á Selfossi. Sama tímabil og Selfoss tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn þá höfðu Haukarnir unnið báða deildarleiki liðanna, fyrst fjögurra marka sigur á Ásvöllum og svo tveggja marka sigur á Selfossi. Síðasti deildarsigur Selfossliðins á Haukum var 18. febrúar 2018. Selfyssingar unnu þá eins marks heimasigur, 26-25. Elvar Örn Jónsson skoraði sigurmarkið úr nær ómögulegu færi. Haukarnir voru þremur mörkum yfir, 25-22, þegar þrjár mínútur voru eftir en Selfyssingar skoruðu fjögur síðustu mörk leiksins. Haukur Þrastarson skoraði fyrstu þrjú og svo var Elvar með sigurmarkið. Fyrri leikur liðanna þetta tímabil endaði einnig með eins marks sigri Selfyssinga en hann fór fram á Ásvöllum eins og leikurinn í kvöld. Þá var Alexander Már Egan hetja Selfossliðsins en hann skoraði sigurmarkið. Haukar fengu síðustu sóknina en skutu í stöng og Selfoss vann leikinn 24-23. Þetta var líka endurkomusigur því Haukar voru með sex marka forystu, 16-10, í upphafi seinni hálfleiksins. Haukar unnu alla þrjá deildarleiki liðanna tímabilið 2016-17 sem var fyrsta tímabil Selfyssingar í efstu deild eftir að þeir komu aftur upp í Olís deildina. Frá endurkomu Selfyssinga í deild þeirra bestu hafa Haukarnir unnið sjö af níu deildarleikjum liðanna en Selfoss hefur unnið þrjá af fjórum leikjum liðanna í úrslitakeppni. Deildarleikir Hauka og Selfoss undanfarin tímabil: 2019-20 Á Selfossi: Haukar unnu 10 marka sigur (35-25) Á Ásvöllum: Haukar unnu 7 marka sigur (36-29) 2018-19 Á Selfossi: Haukar unnu 2 marka sigur (29-27) Á Ásvöllum: Haukar unnu 4 marka sigur (30-26) 2017-18 Á Selfossi: Selfoss vann 1 marks sigur (26-25) Á Ásvöllum: Selfoss vann 1 marks sigur (24-23) 2016-17 Á Ásvöllum: Haukar unnu 10 marka sigur (35-25) Á Ásvöllum: Haukar unnu 10 marka sigur (40-30) Á Selfossi: Haukar unnu 3 marka sigur (34-31) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Haukar UMF Selfoss Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Í gærkvöldi voru liðin þrjú ár síðan að Selfoss vann síðast deildarleik á móti Haukum í Olís deild karla. Liðin mætast í kvöld á Ásvöllum í lokaleik tíundu umferðar. Leikur Hauka og Selfoss á Ásvöllum hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax á eftir leiknum gerir Seinni bylgjan svo upp umferðina. Deildarleikir liðanna undanfarin ár hafa allir fallið Haukamegin en mikilvægustu leikirnir enduðu flestir allt öðruvísi. Selfyssingar unnu sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil eftir 3-1 sigur á Haukum í lokaúrslitunum vorið 2019. Þessir þrír sigrar í úrslitakeppninni í maí 2019 eru einu sigrar Selfyssinga á Haukum undanfarna 36 mánuði. Það er óhætt að segja að þeir hafi unnið réttu leikina. Síðan hafa liðin mæst tvisvar sinnum í deildinni og Haukarnir unnu þá tvo leiki með samtals sautján marka mun, fyrst sjö marka sigur á Ásvöllum og svo tíu marka sigur á Selfossi. Sama tímabil og Selfoss tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn þá höfðu Haukarnir unnið báða deildarleiki liðanna, fyrst fjögurra marka sigur á Ásvöllum og svo tveggja marka sigur á Selfossi. Síðasti deildarsigur Selfossliðins á Haukum var 18. febrúar 2018. Selfyssingar unnu þá eins marks heimasigur, 26-25. Elvar Örn Jónsson skoraði sigurmarkið úr nær ómögulegu færi. Haukarnir voru þremur mörkum yfir, 25-22, þegar þrjár mínútur voru eftir en Selfyssingar skoruðu fjögur síðustu mörk leiksins. Haukur Þrastarson skoraði fyrstu þrjú og svo var Elvar með sigurmarkið. Fyrri leikur liðanna þetta tímabil endaði einnig með eins marks sigri Selfyssinga en hann fór fram á Ásvöllum eins og leikurinn í kvöld. Þá var Alexander Már Egan hetja Selfossliðsins en hann skoraði sigurmarkið. Haukar fengu síðustu sóknina en skutu í stöng og Selfoss vann leikinn 24-23. Þetta var líka endurkomusigur því Haukar voru með sex marka forystu, 16-10, í upphafi seinni hálfleiksins. Haukar unnu alla þrjá deildarleiki liðanna tímabilið 2016-17 sem var fyrsta tímabil Selfyssingar í efstu deild eftir að þeir komu aftur upp í Olís deildina. Frá endurkomu Selfyssinga í deild þeirra bestu hafa Haukarnir unnið sjö af níu deildarleikjum liðanna en Selfoss hefur unnið þrjá af fjórum leikjum liðanna í úrslitakeppni. Deildarleikir Hauka og Selfoss undanfarin tímabil: 2019-20 Á Selfossi: Haukar unnu 10 marka sigur (35-25) Á Ásvöllum: Haukar unnu 7 marka sigur (36-29) 2018-19 Á Selfossi: Haukar unnu 2 marka sigur (29-27) Á Ásvöllum: Haukar unnu 4 marka sigur (30-26) 2017-18 Á Selfossi: Selfoss vann 1 marks sigur (26-25) Á Ásvöllum: Selfoss vann 1 marks sigur (24-23) 2016-17 Á Ásvöllum: Haukar unnu 10 marka sigur (35-25) Á Ásvöllum: Haukar unnu 10 marka sigur (40-30) Á Selfossi: Haukar unnu 3 marka sigur (34-31) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Deildarleikir Hauka og Selfoss undanfarin tímabil: 2019-20 Á Selfossi: Haukar unnu 10 marka sigur (35-25) Á Ásvöllum: Haukar unnu 7 marka sigur (36-29) 2018-19 Á Selfossi: Haukar unnu 2 marka sigur (29-27) Á Ásvöllum: Haukar unnu 4 marka sigur (30-26) 2017-18 Á Selfossi: Selfoss vann 1 marks sigur (26-25) Á Ásvöllum: Selfoss vann 1 marks sigur (24-23) 2016-17 Á Ásvöllum: Haukar unnu 10 marka sigur (35-25) Á Ásvöllum: Haukar unnu 10 marka sigur (40-30) Á Selfossi: Haukar unnu 3 marka sigur (34-31)
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Haukar UMF Selfoss Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita