„Gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. febrúar 2021 12:10 Fiskistofa hefur staðið fleiri að ólöglegu brottkasti það sem af er ári en allt árið í fyrra að sögn sviðsstjóra þar. Vísir/Vilhelm Fiskistofa hefur staðið mun fleiri að ólöglegu brottkasti það sem af er ári en á sama tímabili undanfarin ár. Sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn. Nokkur mál eru talin alvarleg og gætu leitt til áminninga eða sviptingar á veiðileyfum. Fiskistofa hóf formlegt veiðieftirlit með drónum í byrjun janúar. Eftirlitsmenn Fiskistofu hafa hingað til fylgst með veiðum um borð en drónarnir nýtast nú þar sem erfitt er að komast að samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni. Á vefsíðu Fiskistofu kemur fram að Ríkisendurskoðun hafi árið 2019 gagnrýnt eftirlit stofnunarinnar og kveðið á um að það þyrfti að vera skilvirkara til að hafa að hafa tilætluð áhrif. Elín Björg Ragnarsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir að með notkun drónanna sé eftirlitið þegar orðið skilvirkara. Elín Björg Ragnarsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu.Vísir „Sem betur fer eru alls ekki allir að brjóta af sér en því miður of margir. Það sem af er ári eru ellefu brot í rannsókn og ég á von á einu til tveimur brotum til viðbótar bara frá gærdeginum. Við höfum séð að þar sem kannski fimm til sex bátar eru að veiðum hefur að meðaltalið einn orðið uppvís að brottkasti eftir að við byrjuðum markvisst að nota drónanna,“ segir Elín. Hún segir að þarna sé ekki bara verið að kasta tindabykkju eða verðlausum fiski. Ýsa og þorskur í sjóinn „Við erum að sjá brottkast á ýsu, þorski, stórum þorski þannig að brotin eru miklu meiri en við hefðum viljað sjá. Við höfum séð menn henda talsverðu magni,“ segir Elín. Hún segir að núna sé drónaeftirlitið fyrst og fremst bundið við smærri báta en stefnt sé á að nota einnig dróna við eftirlit með veiðiskipum. „Það sem við erum að sjá núna eru mest línubátar og netabátar,“ segir hún. Hún segir málin misalvarleg, flestir fái leiðbeiningar frá Fiskistofu um hvernig meðhöndla á afla sem ekki sé nýttur en einhverjir geti átt von á áminningu eða jafnvel sviptingu á veiðileyfi. Drónarnir sanna gildi sitt „Ég myndi trúa að það væru svona 4 brot sem séu mjög alvarleg,“ segir hún. Hún segir að eftirlit með drónum hafi þegar sannað gildi sitt og útgerðirnar séu vel upplýstar um að þeir séu notaðir. Drónarnir fari ekki á upptöku fyrr en bátar eða skip verða uppvís að brotum. „Menn eru í raun búnir að brjóta af sér áður en við byrjum á að taka myndir. Við getum sagt að það sem komið er í brottkast það sem af er ári sé næstum jafn mikið og það hefur verið árlega undanfarin ár. Það er gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn,“ segir Elín. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Aukið brottkast en engir auka fjármunir til Fiskistofu Fiskistofa hefur enn ekki fengið aukið fjármagn til að sinna eftirliti með brottkasti þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hafi fyrir einu og hálfu ári bent á að eftirlitið væri veikburða og nauðsynlegt væri að styrkja það 23. maí 2020 12:30 Ónæg gögn frá Íslandi um brottkast að mati Sameinuðu þjóðanna Matvæla-og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir að nánast engin gögn liggi fyrir um hversu miklum afla sé hent hér á landi og í Noregi. 23. nóvember 2019 19:00 Slæmt að alþjóðlegar stofnanir geti ekki notað íslensk gögn um brottkast Sviðsstjóri veiðieftirlitssviðs Fiskistofu segir að ef Íslendingar ætli að ná árangri í eftirliti með brottkasti þurfi mikið að breytast en eftirlitið hafi verið það sama í áraraðir og nái aðeins yfir eitt prósent af flotanum. 24. nóvember 2019 13:30 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira
Fiskistofa hóf formlegt veiðieftirlit með drónum í byrjun janúar. Eftirlitsmenn Fiskistofu hafa hingað til fylgst með veiðum um borð en drónarnir nýtast nú þar sem erfitt er að komast að samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni. Á vefsíðu Fiskistofu kemur fram að Ríkisendurskoðun hafi árið 2019 gagnrýnt eftirlit stofnunarinnar og kveðið á um að það þyrfti að vera skilvirkara til að hafa að hafa tilætluð áhrif. Elín Björg Ragnarsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir að með notkun drónanna sé eftirlitið þegar orðið skilvirkara. Elín Björg Ragnarsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu.Vísir „Sem betur fer eru alls ekki allir að brjóta af sér en því miður of margir. Það sem af er ári eru ellefu brot í rannsókn og ég á von á einu til tveimur brotum til viðbótar bara frá gærdeginum. Við höfum séð að þar sem kannski fimm til sex bátar eru að veiðum hefur að meðaltalið einn orðið uppvís að brottkasti eftir að við byrjuðum markvisst að nota drónanna,“ segir Elín. Hún segir að þarna sé ekki bara verið að kasta tindabykkju eða verðlausum fiski. Ýsa og þorskur í sjóinn „Við erum að sjá brottkast á ýsu, þorski, stórum þorski þannig að brotin eru miklu meiri en við hefðum viljað sjá. Við höfum séð menn henda talsverðu magni,“ segir Elín. Hún segir að núna sé drónaeftirlitið fyrst og fremst bundið við smærri báta en stefnt sé á að nota einnig dróna við eftirlit með veiðiskipum. „Það sem við erum að sjá núna eru mest línubátar og netabátar,“ segir hún. Hún segir málin misalvarleg, flestir fái leiðbeiningar frá Fiskistofu um hvernig meðhöndla á afla sem ekki sé nýttur en einhverjir geti átt von á áminningu eða jafnvel sviptingu á veiðileyfi. Drónarnir sanna gildi sitt „Ég myndi trúa að það væru svona 4 brot sem séu mjög alvarleg,“ segir hún. Hún segir að eftirlit með drónum hafi þegar sannað gildi sitt og útgerðirnar séu vel upplýstar um að þeir séu notaðir. Drónarnir fari ekki á upptöku fyrr en bátar eða skip verða uppvís að brotum. „Menn eru í raun búnir að brjóta af sér áður en við byrjum á að taka myndir. Við getum sagt að það sem komið er í brottkast það sem af er ári sé næstum jafn mikið og það hefur verið árlega undanfarin ár. Það er gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn,“ segir Elín.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Aukið brottkast en engir auka fjármunir til Fiskistofu Fiskistofa hefur enn ekki fengið aukið fjármagn til að sinna eftirliti með brottkasti þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hafi fyrir einu og hálfu ári bent á að eftirlitið væri veikburða og nauðsynlegt væri að styrkja það 23. maí 2020 12:30 Ónæg gögn frá Íslandi um brottkast að mati Sameinuðu þjóðanna Matvæla-og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir að nánast engin gögn liggi fyrir um hversu miklum afla sé hent hér á landi og í Noregi. 23. nóvember 2019 19:00 Slæmt að alþjóðlegar stofnanir geti ekki notað íslensk gögn um brottkast Sviðsstjóri veiðieftirlitssviðs Fiskistofu segir að ef Íslendingar ætli að ná árangri í eftirliti með brottkasti þurfi mikið að breytast en eftirlitið hafi verið það sama í áraraðir og nái aðeins yfir eitt prósent af flotanum. 24. nóvember 2019 13:30 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira
Aukið brottkast en engir auka fjármunir til Fiskistofu Fiskistofa hefur enn ekki fengið aukið fjármagn til að sinna eftirliti með brottkasti þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hafi fyrir einu og hálfu ári bent á að eftirlitið væri veikburða og nauðsynlegt væri að styrkja það 23. maí 2020 12:30
Ónæg gögn frá Íslandi um brottkast að mati Sameinuðu þjóðanna Matvæla-og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir að nánast engin gögn liggi fyrir um hversu miklum afla sé hent hér á landi og í Noregi. 23. nóvember 2019 19:00
Slæmt að alþjóðlegar stofnanir geti ekki notað íslensk gögn um brottkast Sviðsstjóri veiðieftirlitssviðs Fiskistofu segir að ef Íslendingar ætli að ná árangri í eftirliti með brottkasti þurfi mikið að breytast en eftirlitið hafi verið það sama í áraraðir og nái aðeins yfir eitt prósent af flotanum. 24. nóvember 2019 13:30