Monaco lagði PSG í París Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. febrúar 2021 22:01 Leikmenn Monaco fagna öðru marki sínu í kvöld. Monaco Svo virðist sem leikmenn Paris Saint-Germain hafi fagnað sigrinum gegn Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í miðri viku full harkalega þar sem liðið tapaði 0-2 á heimavelli gegn Monaco í kvöld. PSG vann stórbrotinn 4-1 sigur á Barcelona á Nývangi í Katalóníu í miðri viku en var kippt harkalega niður á jörðina er liðið fékk Monaco í heimsókn í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Heimamenn stilltu upp svo gott sem sínu besta liði en Marco Veratti hóf leikinn á bekknum. Annars var um sama lið að ræða og lagði Börsunga á dögunum. Ferðalagið hefur setið svona rosalega í leikmönnum Parísar en þrátt fyrir að vera með boltann 73 prósent af leiknum þá átti liðið aðeins eitt skot á mark andstæðinganna. Alls voru skotin níu en átta þeirra rötuðu ekki einu sinni á markið. Sofiane Diop kom Monaco yfir strax á sjöttu mínútu og var staðan enn þannig í hálfleik. Þegar sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleik tvöfaldaði Guillermo Maripan forystu gestanna. Tuesday: Thrash Barca 4-1 at the Camp NouSunday: Lose 2-0 at home to MonacoPSG are third in Ligue 1 pic.twitter.com/1P75BMBI1x— B/R Football (@brfootball) February 21, 2021 Fleiri urðu mörkin ekki í kvöld og Monaco vann sannfærandi 2-0 sigur á Frakklandsmeisturunum. Monaco er nú aðeins tveimur stigum á eftir PSG en liðin eru í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. Lille tróna á toppnum með 58 stig og þar á eftir kemur Lyon með 55. PSG eru svo með 54 og Monaco 52 stig. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Sjá meira
PSG vann stórbrotinn 4-1 sigur á Barcelona á Nývangi í Katalóníu í miðri viku en var kippt harkalega niður á jörðina er liðið fékk Monaco í heimsókn í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Heimamenn stilltu upp svo gott sem sínu besta liði en Marco Veratti hóf leikinn á bekknum. Annars var um sama lið að ræða og lagði Börsunga á dögunum. Ferðalagið hefur setið svona rosalega í leikmönnum Parísar en þrátt fyrir að vera með boltann 73 prósent af leiknum þá átti liðið aðeins eitt skot á mark andstæðinganna. Alls voru skotin níu en átta þeirra rötuðu ekki einu sinni á markið. Sofiane Diop kom Monaco yfir strax á sjöttu mínútu og var staðan enn þannig í hálfleik. Þegar sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleik tvöfaldaði Guillermo Maripan forystu gestanna. Tuesday: Thrash Barca 4-1 at the Camp NouSunday: Lose 2-0 at home to MonacoPSG are third in Ligue 1 pic.twitter.com/1P75BMBI1x— B/R Football (@brfootball) February 21, 2021 Fleiri urðu mörkin ekki í kvöld og Monaco vann sannfærandi 2-0 sigur á Frakklandsmeisturunum. Monaco er nú aðeins tveimur stigum á eftir PSG en liðin eru í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. Lille tróna á toppnum með 58 stig og þar á eftir kemur Lyon með 55. PSG eru svo með 54 og Monaco 52 stig.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Sjá meira