Raddir unga fólksins og sjálfbærni í einkageiranum Pauline Langbehn skrifar 1. mars 2021 08:00 Með vaxandi vanda í loftslagsmálum verða fyrirtæki í einkageiranum að umbreyta viðskiptamódelum sínum. Þau þurfa að huga að fleiri aðgerðum sem eru gagnlegar fyrir umhverfi og samfélag eða eru að minnsta kosti ekki skaðleg. Öll fyrirtæki ættu að finna fyrir ábyrgð, sama hversu stór eða lítil þau eru, því án þátttöku einkafyrirtækja er nánast ómögulegt að berjast gegn loftlagsbreytingum. Í umræðunni um loftslagsbreytingar verða raddir unga fólksins sífellt háværari og markvissari. Það má til að mynda sjá á þátttöku þeirra í föstudags verkföllunum, Fridays for future movement, sem fram fara í hverri viku um allan heim og hafa staðið yfir í meira en ár. Ungt fólk vill láta raddir sínar heyrast. Verkefnið “Unga fólkið og sjálfbærni í einkageiranum”var unnið á vegum Festu - miðstöð um sjálfbærni og samfélagsábyrgð, en Festa vildi bjóða upp á vettvang þar sem ungt fólk gæti sagt skoðun sína varðandi umbreytingu einkageirans með tilliti til aukinnar sjálfbærni í rekstri. Undirrituð tók að sér að leita til 14 ungmenna og kanna hug þeirra gagnvart hlutverki einkageirans þegar kemur að því að byggja sjálfbært atvinnulíf. Lagt var upp með að velja þátttakendur á mismunandi aldri með mismunandi bakgrunn til að kalla fram fjölbreyttari útkomu. Sumir þátttakendanna töldu að íslensk fyrirtæki væru ekki að breytast nægilega hratt og fara þyrfti í róttækari aðgerðir. Aðrir voru varkárari varðandi róttækar breytingar og töldu að halda þyrfti í raunsærri sýn á sjálfbærni vegna þess að þeir óttuðust að hraðinn myndi gera það að verkum að hópar fólks myndu sitja eftir og ójöfnuður aukast. En allir þátttakendur voru sammála því að fyrirtæki þurfa að efla aðgerðir sínar varðandi sjálfbærni í rekstri þeirra. Þátttakendur nefndu flestir áhyggjur ungmenna af grænþvotti fyrirtækja, til að mynda þegar fyrirtæki skreyta sig með aðgerðum þar sem þau eru í raun eingöngu að uppfylla lagaskilyrði. Þá eigi fyrirtæki ekki að taka upp sjálfbærni áherslur líkt og um nýjasta “trendið” væri að ræða, slík hegðun mun á endanum valda skaða fyrir bæði samfélagið og umhverfið. Leiðtogar ættu frekar að reka fyrirtæki sín á grundvelli sjálfbærni og aðlaga sína kjarnastarfsemi að því markmiði að skila ábata til ekki bara hluthafa heldur einnig til umhverfis og samfélags. Þátttakendur lýstu því yfir að aukin sjálfbærni innan fyrirtækis þyrfti ekki að þýða fjárhagslegt tap. Þvert á móti getur aukin sjálfbærni í raun leitt til forskots á markaði og nýrra tækifæra sem geta aukið langtíma hagnað fyrirtækjanna. Fyrirtæki sem eru fyrst innan síns geira með langtímafjárfestingar í sjálfbærni skapa fyrirtækinu sérstöðu. Þá getur það einnig haft jákvæð áhrif á starfsmenn að starfa í meðvitaðra vinnuumhverfi. Með þessi verkefni er leitast eftir því að kalla fram hvernig unga kynslóðin sér fyrir sér hlutverk einkageirans þegar kemur að sjálfbærni, kynslóðin sem mun þurfa að takast á við afleiðingar aðgerðaleysis nútímans. Markmiðið er að auka vitund leiðtoga fyrirtækja á kröfum ungsfólks og hvetja fyrirtæki til að breyta viðskiptaháttum sínum til hins betra og að leita eftir samtali og samstarfi við ungt fólk í þeirri vegferð. Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar fulltrúum aðildarfélaga Festu á rafrænum viðburði þann 3.mars og verða að því loknu aðgengilegar á heimasíðu félagsins samfelagsabyrgd.is. Höfundur er starfsnemi hjá Festu miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni. Grein þýdd af Arnari Guðmundssyni og Valdísi Arnarsdóttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Með vaxandi vanda í loftslagsmálum verða fyrirtæki í einkageiranum að umbreyta viðskiptamódelum sínum. Þau þurfa að huga að fleiri aðgerðum sem eru gagnlegar fyrir umhverfi og samfélag eða eru að minnsta kosti ekki skaðleg. Öll fyrirtæki ættu að finna fyrir ábyrgð, sama hversu stór eða lítil þau eru, því án þátttöku einkafyrirtækja er nánast ómögulegt að berjast gegn loftlagsbreytingum. Í umræðunni um loftslagsbreytingar verða raddir unga fólksins sífellt háværari og markvissari. Það má til að mynda sjá á þátttöku þeirra í föstudags verkföllunum, Fridays for future movement, sem fram fara í hverri viku um allan heim og hafa staðið yfir í meira en ár. Ungt fólk vill láta raddir sínar heyrast. Verkefnið “Unga fólkið og sjálfbærni í einkageiranum”var unnið á vegum Festu - miðstöð um sjálfbærni og samfélagsábyrgð, en Festa vildi bjóða upp á vettvang þar sem ungt fólk gæti sagt skoðun sína varðandi umbreytingu einkageirans með tilliti til aukinnar sjálfbærni í rekstri. Undirrituð tók að sér að leita til 14 ungmenna og kanna hug þeirra gagnvart hlutverki einkageirans þegar kemur að því að byggja sjálfbært atvinnulíf. Lagt var upp með að velja þátttakendur á mismunandi aldri með mismunandi bakgrunn til að kalla fram fjölbreyttari útkomu. Sumir þátttakendanna töldu að íslensk fyrirtæki væru ekki að breytast nægilega hratt og fara þyrfti í róttækari aðgerðir. Aðrir voru varkárari varðandi róttækar breytingar og töldu að halda þyrfti í raunsærri sýn á sjálfbærni vegna þess að þeir óttuðust að hraðinn myndi gera það að verkum að hópar fólks myndu sitja eftir og ójöfnuður aukast. En allir þátttakendur voru sammála því að fyrirtæki þurfa að efla aðgerðir sínar varðandi sjálfbærni í rekstri þeirra. Þátttakendur nefndu flestir áhyggjur ungmenna af grænþvotti fyrirtækja, til að mynda þegar fyrirtæki skreyta sig með aðgerðum þar sem þau eru í raun eingöngu að uppfylla lagaskilyrði. Þá eigi fyrirtæki ekki að taka upp sjálfbærni áherslur líkt og um nýjasta “trendið” væri að ræða, slík hegðun mun á endanum valda skaða fyrir bæði samfélagið og umhverfið. Leiðtogar ættu frekar að reka fyrirtæki sín á grundvelli sjálfbærni og aðlaga sína kjarnastarfsemi að því markmiði að skila ábata til ekki bara hluthafa heldur einnig til umhverfis og samfélags. Þátttakendur lýstu því yfir að aukin sjálfbærni innan fyrirtækis þyrfti ekki að þýða fjárhagslegt tap. Þvert á móti getur aukin sjálfbærni í raun leitt til forskots á markaði og nýrra tækifæra sem geta aukið langtíma hagnað fyrirtækjanna. Fyrirtæki sem eru fyrst innan síns geira með langtímafjárfestingar í sjálfbærni skapa fyrirtækinu sérstöðu. Þá getur það einnig haft jákvæð áhrif á starfsmenn að starfa í meðvitaðra vinnuumhverfi. Með þessi verkefni er leitast eftir því að kalla fram hvernig unga kynslóðin sér fyrir sér hlutverk einkageirans þegar kemur að sjálfbærni, kynslóðin sem mun þurfa að takast á við afleiðingar aðgerðaleysis nútímans. Markmiðið er að auka vitund leiðtoga fyrirtækja á kröfum ungsfólks og hvetja fyrirtæki til að breyta viðskiptaháttum sínum til hins betra og að leita eftir samtali og samstarfi við ungt fólk í þeirri vegferð. Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar fulltrúum aðildarfélaga Festu á rafrænum viðburði þann 3.mars og verða að því loknu aðgengilegar á heimasíðu félagsins samfelagsabyrgd.is. Höfundur er starfsnemi hjá Festu miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni. Grein þýdd af Arnari Guðmundssyni og Valdísi Arnarsdóttur.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun