Sendiherra Mjanmar hjá SÞ rekinn fyrir að biðja um hjálp Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2021 17:28 Mótmælendur krefjast aðstoðar alþjóðasamfélagsins fyrir utan höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Mjanmar. EPA-EFE/NYEIN CHAN NAING Herforingjastjórn Mjanmar, sem rændi völdum í byrjun febrúarmánaðar, hefur rekið Kyaw Moe Tun, sendiherra landsins hjá Sameinuðu þjóðunum, eftir að hann óskaði eftir aðstoð SÞ til þess að hrekja herforingjastjórnina frá völdum. Moe Tun flutti tilfinningaþrungna ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á föstudag og sagði hann að enginn ætti að starfa með hernum fyrr en hann skilaði völdum aftur til lýðræðislega kjörinna fulltrúa landsins. Frá því að herinn framdi valdarán hafa hundruð þúsunda mótmælt valdaráninu, bæði innan landsins og utan þess. Mótmælendur hafa mætt mikilli mótstöðu hersins og hefur stjórnin gefið út tilskipun um að allir þekktir mótmælendur skuli handteknir tafarlaust. Þá gaf herforingjastjórnin út tilskipun þess efnis að herinn þyrfti ekki samþykki dómstóla, eins og áður, til þess að framkvæma leit á heimilum og öðrum einkaeignum fólks. Í gær fóru fram fjölmenn mótmæli í landinu sem herinn svaraði af fullu afli. Fjölmiðlar í Mjanmar segja að tugir mótmælenda hafi verið handteknir og að kona hafi orðið fyrir byssuskoti í borginni Monwya. Ekki hafa fengist nánari upplýsingar um ástand og líðan hennar. Í kjölfar valdaránsins 1. febrúar síðastliðinn voru allir meðlimir ríkisstjórnarinnar, og fleiri háttsettir einstaklingar innan opinbera kerfisins, handteknir. Þar á meðal er Aung San Suu Kyi, leiðtogi landsins. Moe Tun hvatti alþjóðasamfélagið í ræðu sinni í gær til þess að beita öllum mögulegum leiðum til þess að koma hernum frá valdastóli og koma lýðræðinu aftur á fót. Moe Tun sagðist einnig fulltrúi ríkisstjórnar Suu Kyi, sem hefur að öllum líkindum ekki fallið í kramið hjá herforingjastjórninni. Til þess að ítreka andstöðu sína við herforingjastjórnina lyfti Moe Tun upp þremur fingrum, merki sem andstæðingar herforingjastjórnarinnar hafa tileinkað sér og er merki um andstöðu gegn alræðisvaldi. Tilkynnt var um það að Moe Tun hafi verið rekinn frá störfum í ríkissjónvarpi Mjanmar í morgun. Þar kom fram að hann hafi „svikið landið og talað máli óopinberrar hreyfingar sem er ekki í forsvari fyrir landið“ og að hann hafi „misnotað vald sitt og skyldur sínar sem sendiherra.“ Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í skugga skothríðar Þúsundir mótmælenda gengu um götur borga Mjanmar í morgun, þrátt fyrir að hermenn hafi skotið minnst tvo mótmælendur til bana í gær og sært marga aðra. 21. febrúar 2021 10:54 Blóðugur dagur í Mjanmar Minnst tveir eru látnir eftir að hermenn hófu skothríð á mótmælendur sem voru að mótmæla valdaráni hers Mjanmar. Fregnir herma að tugir hafi særst í skothríðinni sem hófst nærri hafnarsvæði Mandalay, næst stærstu borg ríkisins. 20. febrúar 2021 15:25 Látin eftir að hafa verið skotin í höfuðið í mótmælum Tvítug kona sem særðist alvarlega þegar hún var skotin af lögreglu í Mjanmar á dögunum er látin af völdum áverkans. 19. febrúar 2021 07:24 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Moe Tun flutti tilfinningaþrungna ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á föstudag og sagði hann að enginn ætti að starfa með hernum fyrr en hann skilaði völdum aftur til lýðræðislega kjörinna fulltrúa landsins. Frá því að herinn framdi valdarán hafa hundruð þúsunda mótmælt valdaráninu, bæði innan landsins og utan þess. Mótmælendur hafa mætt mikilli mótstöðu hersins og hefur stjórnin gefið út tilskipun um að allir þekktir mótmælendur skuli handteknir tafarlaust. Þá gaf herforingjastjórnin út tilskipun þess efnis að herinn þyrfti ekki samþykki dómstóla, eins og áður, til þess að framkvæma leit á heimilum og öðrum einkaeignum fólks. Í gær fóru fram fjölmenn mótmæli í landinu sem herinn svaraði af fullu afli. Fjölmiðlar í Mjanmar segja að tugir mótmælenda hafi verið handteknir og að kona hafi orðið fyrir byssuskoti í borginni Monwya. Ekki hafa fengist nánari upplýsingar um ástand og líðan hennar. Í kjölfar valdaránsins 1. febrúar síðastliðinn voru allir meðlimir ríkisstjórnarinnar, og fleiri háttsettir einstaklingar innan opinbera kerfisins, handteknir. Þar á meðal er Aung San Suu Kyi, leiðtogi landsins. Moe Tun hvatti alþjóðasamfélagið í ræðu sinni í gær til þess að beita öllum mögulegum leiðum til þess að koma hernum frá valdastóli og koma lýðræðinu aftur á fót. Moe Tun sagðist einnig fulltrúi ríkisstjórnar Suu Kyi, sem hefur að öllum líkindum ekki fallið í kramið hjá herforingjastjórninni. Til þess að ítreka andstöðu sína við herforingjastjórnina lyfti Moe Tun upp þremur fingrum, merki sem andstæðingar herforingjastjórnarinnar hafa tileinkað sér og er merki um andstöðu gegn alræðisvaldi. Tilkynnt var um það að Moe Tun hafi verið rekinn frá störfum í ríkissjónvarpi Mjanmar í morgun. Þar kom fram að hann hafi „svikið landið og talað máli óopinberrar hreyfingar sem er ekki í forsvari fyrir landið“ og að hann hafi „misnotað vald sitt og skyldur sínar sem sendiherra.“
Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í skugga skothríðar Þúsundir mótmælenda gengu um götur borga Mjanmar í morgun, þrátt fyrir að hermenn hafi skotið minnst tvo mótmælendur til bana í gær og sært marga aðra. 21. febrúar 2021 10:54 Blóðugur dagur í Mjanmar Minnst tveir eru látnir eftir að hermenn hófu skothríð á mótmælendur sem voru að mótmæla valdaráni hers Mjanmar. Fregnir herma að tugir hafi særst í skothríðinni sem hófst nærri hafnarsvæði Mandalay, næst stærstu borg ríkisins. 20. febrúar 2021 15:25 Látin eftir að hafa verið skotin í höfuðið í mótmælum Tvítug kona sem særðist alvarlega þegar hún var skotin af lögreglu í Mjanmar á dögunum er látin af völdum áverkans. 19. febrúar 2021 07:24 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Fjölmenn mótmæli í skugga skothríðar Þúsundir mótmælenda gengu um götur borga Mjanmar í morgun, þrátt fyrir að hermenn hafi skotið minnst tvo mótmælendur til bana í gær og sært marga aðra. 21. febrúar 2021 10:54
Blóðugur dagur í Mjanmar Minnst tveir eru látnir eftir að hermenn hófu skothríð á mótmælendur sem voru að mótmæla valdaráni hers Mjanmar. Fregnir herma að tugir hafi særst í skothríðinni sem hófst nærri hafnarsvæði Mandalay, næst stærstu borg ríkisins. 20. febrúar 2021 15:25
Látin eftir að hafa verið skotin í höfuðið í mótmælum Tvítug kona sem særðist alvarlega þegar hún var skotin af lögreglu í Mjanmar á dögunum er látin af völdum áverkans. 19. febrúar 2021 07:24