Konur á landsbyggðunum Ásrún Ýr Gestsdóttir og Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifa 1. mars 2021 09:31 Það er oft sagt að konur ráði för þegar fjölskyldur ákveða búsetu. Þá er horft til þess hvar er fjölskylduvænt umhverfi, gott skólakerfi, heilbrigðisþjónusta og íþrótta-, félags- og menningarstarf. Allt þetta í bland við nálægðina við náttúruna hvetur fólk til búsetu en þá þurfa atvinnumöguleikar fyrir bæði kynin að vera til staðar þegar endanleg ákvörðun er tekin um búsetu. Það hefur marg sannað sig síðastliðið ár að hægt er að vinna ýmis störf í fjarvinnu og það getur hentað konum mjög vel sem búa vítt og breitt um landið. Störf án staðsetningar hafa aldrei verið jafn raunhæfur valkostur eins og í dag. Það þýðir að nú sé minna því til fyrirstöðu að flytja aftur út á landsbyggðirnar og geta sinnt vinnu hjá fyrirtækjum og stofnunum sem hafa höfuðstöðvar í þéttbýlinu. Á vef Byggðastofnunar má finna kort sem sýnir hentug og laus húsnæði fyrir þá sem vilja skrifstofur um land allt. Konur hafa í mjög auknum mæli styrkt stöðu sína á vinnumarkaði. Þær gegna ábyrgðarstörfum í hinum ýmsu greinum, halda víða uppi störfum í skólum, heilbrigðisstofnunum og umönnunarstörfum ásamt þjónustustörfum í framleiðslugreinum og ferðaþjónustunni. Konur eru orðnar stærri hluti þeirra sem sækja sér háskólamenntun og þeim fjölgar líka ört í ýmsum iðngreinum sem áður voru talin hefðbundin karlastörf. Það er því nauðsynlegt að þróun fjölbreyttra atvinnutækifæra á landsbyggðunum séu í takt við þennan veruleika og að atvinnulífið bjóði þær konur velkomnar sem vilja setjast að út um land þar sem gott er að búa í nálægð við náttúruna og fjölbreytta afþreyingu. Á meðan við fögnum auknum atvinnutækifærum um land allt getum við ekki litið fram hjá kynbundnum launamun sem er áberandi úti á landsbyggðunum. Það er áhyggjuefni að kona með meistaragráðu sé með 33% lægri laun á mánuði heldur en karlmaður með sömu menntun. Þegar ung kona, nýútskrifuð, leitar sér að framtíðar atvinnu er starf án staðsetningar ekki mjög heillandi þegar hún veit að karlmaðurinn við hliðina á henni fær töluvert hærri laun fyrir sömu eða svipaða vinnu. Ung kona sem hugsar sér að stofna fjölskyldu í dreifðari byggð sér því fram á mikinn kynbundinn launamun, fjarlægð frá heimilinu þegar kominn er tími til þess að fæða börnin sín sem og að lifa við ótryggar samgöngur yfir vetrartímann. Það er því ánægjuefni að það í nýsamþykktum lögum um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði sé staða kvenna sem búa fjarri fæðingarstað styrkt. Það er gert með því að greiða sérstakan styrk í allt að 14 daga þegar konan er fjarri heimili sínu fyrir fæðingu barns. Þetta er mikið réttindamál fyrir konur sem þurfa að ferðast um lengri veg á fæðingarstað og styður við búsetu í dreifðum byggðum. Það er ekki nóg að flagga störfum án staðsetninga á hátíðisdögum. Það þurfa allir aðilar, opinberir sem og einkageirinn að horfa út fyrir boxið og bjóða varanleg störf til framtíðar hvar sem er á landinu. Með aukinni fjarskiptatækni þar sem heimurinn er allur undir er ekkert því til fyrirstöðu. Það hafa undanfarnir Covid-mánuðir sýnt okkur. Fólk, og þá sérstaklega konur, þurfa að geta séð fyrir sér sanngjarna og örugga framtíð fyrir sig og fjölskyldu sína. Það er frábært að búa úti á landi. Nálægð við náttúruna, samheldni lítilla samfélaga og öflugt menningarlíf er einn af mörgum kostum landsbyggðanna. Það er því óásættanlegt að hlutir eins og kynbundinn launamunur fæli konur frá því að íhuga búsetu utan stærstu þéttbýliskjarnanna. Þann launamun þarf að leiðrétta strax. Jöfn tækifæri og sömu laun fyrir sömu vinnu er krafa sem ætti að vera svo sjálfsögð í dag að annað kæmi ekki til greina. Atvinnurekendur eiga að kippa þessu í lag og vera stoltir af því að geta flaggað jafnlaunavottun hjá sínum fyrirtækjum og stofnunum. Við teljum að sterk staða kvenna um land allt í atvinnu-, félags- og stjórnmálum hafi mikið um það að segja hvernig samfélögin eigi eftir að þróast til framtíðar. Landsbyggðirnar þurfa á konum að halda svo blómleg byggð dafni um land allt. Lilja Rafney Magnúsdóttir er formaður atvinnuveganefndar og þingmaður VG Ásrún Ýr Gestsdóttir situr í stjórn Ungra vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það er oft sagt að konur ráði för þegar fjölskyldur ákveða búsetu. Þá er horft til þess hvar er fjölskylduvænt umhverfi, gott skólakerfi, heilbrigðisþjónusta og íþrótta-, félags- og menningarstarf. Allt þetta í bland við nálægðina við náttúruna hvetur fólk til búsetu en þá þurfa atvinnumöguleikar fyrir bæði kynin að vera til staðar þegar endanleg ákvörðun er tekin um búsetu. Það hefur marg sannað sig síðastliðið ár að hægt er að vinna ýmis störf í fjarvinnu og það getur hentað konum mjög vel sem búa vítt og breitt um landið. Störf án staðsetningar hafa aldrei verið jafn raunhæfur valkostur eins og í dag. Það þýðir að nú sé minna því til fyrirstöðu að flytja aftur út á landsbyggðirnar og geta sinnt vinnu hjá fyrirtækjum og stofnunum sem hafa höfuðstöðvar í þéttbýlinu. Á vef Byggðastofnunar má finna kort sem sýnir hentug og laus húsnæði fyrir þá sem vilja skrifstofur um land allt. Konur hafa í mjög auknum mæli styrkt stöðu sína á vinnumarkaði. Þær gegna ábyrgðarstörfum í hinum ýmsu greinum, halda víða uppi störfum í skólum, heilbrigðisstofnunum og umönnunarstörfum ásamt þjónustustörfum í framleiðslugreinum og ferðaþjónustunni. Konur eru orðnar stærri hluti þeirra sem sækja sér háskólamenntun og þeim fjölgar líka ört í ýmsum iðngreinum sem áður voru talin hefðbundin karlastörf. Það er því nauðsynlegt að þróun fjölbreyttra atvinnutækifæra á landsbyggðunum séu í takt við þennan veruleika og að atvinnulífið bjóði þær konur velkomnar sem vilja setjast að út um land þar sem gott er að búa í nálægð við náttúruna og fjölbreytta afþreyingu. Á meðan við fögnum auknum atvinnutækifærum um land allt getum við ekki litið fram hjá kynbundnum launamun sem er áberandi úti á landsbyggðunum. Það er áhyggjuefni að kona með meistaragráðu sé með 33% lægri laun á mánuði heldur en karlmaður með sömu menntun. Þegar ung kona, nýútskrifuð, leitar sér að framtíðar atvinnu er starf án staðsetningar ekki mjög heillandi þegar hún veit að karlmaðurinn við hliðina á henni fær töluvert hærri laun fyrir sömu eða svipaða vinnu. Ung kona sem hugsar sér að stofna fjölskyldu í dreifðari byggð sér því fram á mikinn kynbundinn launamun, fjarlægð frá heimilinu þegar kominn er tími til þess að fæða börnin sín sem og að lifa við ótryggar samgöngur yfir vetrartímann. Það er því ánægjuefni að það í nýsamþykktum lögum um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði sé staða kvenna sem búa fjarri fæðingarstað styrkt. Það er gert með því að greiða sérstakan styrk í allt að 14 daga þegar konan er fjarri heimili sínu fyrir fæðingu barns. Þetta er mikið réttindamál fyrir konur sem þurfa að ferðast um lengri veg á fæðingarstað og styður við búsetu í dreifðum byggðum. Það er ekki nóg að flagga störfum án staðsetninga á hátíðisdögum. Það þurfa allir aðilar, opinberir sem og einkageirinn að horfa út fyrir boxið og bjóða varanleg störf til framtíðar hvar sem er á landinu. Með aukinni fjarskiptatækni þar sem heimurinn er allur undir er ekkert því til fyrirstöðu. Það hafa undanfarnir Covid-mánuðir sýnt okkur. Fólk, og þá sérstaklega konur, þurfa að geta séð fyrir sér sanngjarna og örugga framtíð fyrir sig og fjölskyldu sína. Það er frábært að búa úti á landi. Nálægð við náttúruna, samheldni lítilla samfélaga og öflugt menningarlíf er einn af mörgum kostum landsbyggðanna. Það er því óásættanlegt að hlutir eins og kynbundinn launamunur fæli konur frá því að íhuga búsetu utan stærstu þéttbýliskjarnanna. Þann launamun þarf að leiðrétta strax. Jöfn tækifæri og sömu laun fyrir sömu vinnu er krafa sem ætti að vera svo sjálfsögð í dag að annað kæmi ekki til greina. Atvinnurekendur eiga að kippa þessu í lag og vera stoltir af því að geta flaggað jafnlaunavottun hjá sínum fyrirtækjum og stofnunum. Við teljum að sterk staða kvenna um land allt í atvinnu-, félags- og stjórnmálum hafi mikið um það að segja hvernig samfélögin eigi eftir að þróast til framtíðar. Landsbyggðirnar þurfa á konum að halda svo blómleg byggð dafni um land allt. Lilja Rafney Magnúsdóttir er formaður atvinnuveganefndar og þingmaður VG Ásrún Ýr Gestsdóttir situr í stjórn Ungra vinstri grænna
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun