Segir að ef hann verði ekki kosinn forseti fari Messi frá Barcelona Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. mars 2021 16:00 Joan Laporta vill verða forseti Barcelona á nýjan leik. getty/Albert Llop Joan Laporta segir að ef einhver annar en hann verði kosinn forseti Barcelona fari Lionel Messi frá félaginu í sumar. Forsetakosningarnar hjá Barcelona fara fram á sunnudaginn. Laporta þykir líklegastur til að verða kosinn en auk hans eru Victor Font og Toni Freixa í framboði. Laporta var áður forseti Barcelona á árunum 2003-10. Samningur Messis við Barcelona rennur út í sumar og þá getur hann farið frítt frá félaginu sem hann hefur verið hjá frá aldamótum. Messi vildi fara frá Barcelona síðasta sumar en hann var verulega ósáttur við Josep Maria Bartomeu, þáverandi forseta félagsins. Ekkert varð úr því en líklegt þykir að Messi yfirgefi herbúðir Barcelona eftir þetta tímabil. Argentínski snillingurinn hefur meðal annars verið orðaður við Manchester City og Paris Saint-Germain. Laporta segir að hann einn geti komið í veg fyrir að Messi fari frá Barcelona. „Ég er viss um að ef einhver annar en ég vinnur kosningarnar verður Messi ekki lengur hjá félaginu. Samband okkar er gott og það ríkir gagnkvæm virðing milli okkar,“ sagði Laporta. „Við munum gera honum tilboð í takt við stöðu félagsins. Kannski getum við ekki keppt fjárhagslega um hann en Messi stjórnast ekki af peningum. Hann vill ljúka ferlinum á eins háu getustigi og hægt er.“ Messi steig sín fyrstu skref í aðalliði Barcelona á valdatíma Laportas. Hann réði einnig Pep Guardiola til félagsins. Fjárhagsstaða Barcelona er erfið en skuldir félagsins ku nálgast milljarð evra, þrátt fyrir að allir leikmenn liðsins hafi tekið á sig launalækkun vegna kórónuveirufaraldursins. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski boltinn Tengdar fréttir Pep tjáði sig um Bartomeu: Saklaus þar til dómstólarnir sanna annað Pep Guardiola, fyrrverandi knattspyrnustjóri Barcelona og núverandi stjóri Manchester City, segist fylgjast með því sem er að gerast hjá Barcelona. 3. mars 2021 13:30 Fyrrum forseti Barcelona handtekinn og húsleit á Nývangi Það gekk mikið á hjá Barcelona í morgun aðeins nokkrum dögum áður en félagið kýs sér nýjan forseta. 1. mars 2021 11:23 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Leik lokið: FH-Stjarnan 2-1 | Frábært mark Birnu kveikti í FH-liðinu Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Sjá meira
Forsetakosningarnar hjá Barcelona fara fram á sunnudaginn. Laporta þykir líklegastur til að verða kosinn en auk hans eru Victor Font og Toni Freixa í framboði. Laporta var áður forseti Barcelona á árunum 2003-10. Samningur Messis við Barcelona rennur út í sumar og þá getur hann farið frítt frá félaginu sem hann hefur verið hjá frá aldamótum. Messi vildi fara frá Barcelona síðasta sumar en hann var verulega ósáttur við Josep Maria Bartomeu, þáverandi forseta félagsins. Ekkert varð úr því en líklegt þykir að Messi yfirgefi herbúðir Barcelona eftir þetta tímabil. Argentínski snillingurinn hefur meðal annars verið orðaður við Manchester City og Paris Saint-Germain. Laporta segir að hann einn geti komið í veg fyrir að Messi fari frá Barcelona. „Ég er viss um að ef einhver annar en ég vinnur kosningarnar verður Messi ekki lengur hjá félaginu. Samband okkar er gott og það ríkir gagnkvæm virðing milli okkar,“ sagði Laporta. „Við munum gera honum tilboð í takt við stöðu félagsins. Kannski getum við ekki keppt fjárhagslega um hann en Messi stjórnast ekki af peningum. Hann vill ljúka ferlinum á eins háu getustigi og hægt er.“ Messi steig sín fyrstu skref í aðalliði Barcelona á valdatíma Laportas. Hann réði einnig Pep Guardiola til félagsins. Fjárhagsstaða Barcelona er erfið en skuldir félagsins ku nálgast milljarð evra, þrátt fyrir að allir leikmenn liðsins hafi tekið á sig launalækkun vegna kórónuveirufaraldursins. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Pep tjáði sig um Bartomeu: Saklaus þar til dómstólarnir sanna annað Pep Guardiola, fyrrverandi knattspyrnustjóri Barcelona og núverandi stjóri Manchester City, segist fylgjast með því sem er að gerast hjá Barcelona. 3. mars 2021 13:30 Fyrrum forseti Barcelona handtekinn og húsleit á Nývangi Það gekk mikið á hjá Barcelona í morgun aðeins nokkrum dögum áður en félagið kýs sér nýjan forseta. 1. mars 2021 11:23 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Leik lokið: FH-Stjarnan 2-1 | Frábært mark Birnu kveikti í FH-liðinu Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Sjá meira
Pep tjáði sig um Bartomeu: Saklaus þar til dómstólarnir sanna annað Pep Guardiola, fyrrverandi knattspyrnustjóri Barcelona og núverandi stjóri Manchester City, segist fylgjast með því sem er að gerast hjá Barcelona. 3. mars 2021 13:30
Fyrrum forseti Barcelona handtekinn og húsleit á Nývangi Það gekk mikið á hjá Barcelona í morgun aðeins nokkrum dögum áður en félagið kýs sér nýjan forseta. 1. mars 2021 11:23