Lýðræði ofar ríki! Ágústa Ágústsdóttir skrifar 4. mars 2021 08:31 Árið 1944 var stofnað lýðveldið Ísland. En hvað er lýðveldi ? Norður-Kórea, Íran og Kína eru lýðveldi. Flest ríki heims eru lýðveldi en það er lýðræðið sjálft sem segir til um stjórnarhætti lands. Lýðræðið byggist á því að völd ríkisins komi frá fólkinu en ekki ríkinu sjálfu. Bandaríski heimspekingurinn John Dewey áleit að lýðræði væri fyrst og fremst trú á manneskjuna sem virka skynsemisveru, að hið lýðræðislega samfélag verði ekki að veruleika nema einstaklingarnir sem byggja það hafi ræktað með sér lýðræðislegt einstaklingseðli. Lýðræðið er mikilvægast öllu í lýðveldi, því grunnur þess byggist á að valdið í samfélagi okkar eigi frumuppsprettu sína hjá fólkinu. Innan þess þrífst tjáningarfrelsi sem leiðir af sér upplýstar ákvarðanir. Og við höfum réttinn til að kjósa valdhafa, sem við gefum umboð til að starfa á Alþingi fyrir okkar hönd. Þó er það svo að þótt Íslenska ríkið teljist réttarríki og stjórnarskráin gefi fögur fyrirheit þýðir það ekki að svo sé. Stjórnarskrá lýðveldisins er æðsta réttarheimild Íslands, sem öll önnur lög landsins verða að lúta. Það voru vonbrigði að lesa yfir stjórnarskrána og finna að orðið „lýðræði“ kemur hvergi fyrir. Eingöngu orðið „lýðveldi“. Hvergi kemur fram mikilvægi þess að vernda lýðræðið (uppsprettu valdsins). „Forræðishyggja er hugtak sem gjarnan er notað um stjórnmálastefnur sem vilja hafa ríkisvaldið sterkt, lagaboð mörg og athafnafrelsi einstaklinga takmarkað meðan ríkisvaldið tekur ákvarðanir fyrir fólkið og stendur í framkvæmdum. Meginhugsun forræðishyggju er sú að almennir borgarar séu almennt ekki færir um að hugsa skynsamlega eða rökrétt, og því þurfi að stjórna og stýra athöfnum þeirra með valdboði til að tryggja að þeir fari sér eða öðrum ekki að voða“. Forræðishyggja er orðið útbreitt mein í íslensku stjórnarfari. Þetta sjáum við orðið víða innan stjórnkerfisins og nýjasta æðið er náttúruverndin. Hvar er virðingin fyrir lýðræðislegri stjórnskipan Þjóðlendna íslendinga ? Hvers vegna finnst fólki það aðlaðandi mynd að gefa sitt eigið land til risastórrar ríkisstofnunar, með lagabákni sem ekkert lýðræði nær til, eingöngu vegna þess að orðin „þjóðgarður“, „komandi kynslóðir“, „náttúruvernd“ og „utanvegaakstur“ er notað ? Fallega skreytt áróðurs-stikkorð sem hamrað er nógu oft á til að menn taki trúnna. Erum við kannski orðin svo leiðitöm að nóg er að kalla „úlfur úlfur“ svo fjöldinn fylki sér í línu eins og sauðfé, með töfraflautuleikarann í broddi fylkingar á glimmerstráðum vegslóða á leið til Sælulands ? Náttúruvernd sem breytist í trúarbrögð er hættuleg trú. Innan þess rúmast engin rök. Í skrá Umhverfisstofnunar ríkisins á fjölda skráðra tilfella utanvegaaksturs 2019, sést að vandinn er mestur á Breiðamerkursandi. Síðast þegar ég vissi var Breiðamerkursandur innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Hann er alls ekki eini staðurinn innan þjóðgarðs í þessari skrá. Og að hlusta á forsætisráðherra í sjónvarpssal grípa til þeirra einu raka fyrir stofnun Miðhálendisþjóðgarðs að stöðva þurfi utanvegaakstur, er sorglegt dæmi um fáfræði og vanþekkingu á staðreyndum. Svo ég tali nú ekki um áróðurinn. Þjóðgarður stöðvar ekki utanvegaakstur. Að halda slíku fram er jafngáfulegt rökum UST að friðlýsa þurfi stór uppgróin landsvæði vegna ágangs lúpínu, erlendra trjátegunda og minks (því auðvitað gefur augaleið að þessar tegundir gufi af sjálfsdáðum bara upp af guðs náð, eftir að búið er að blessa landið formlega af yfirvöldum). Samvinna og lausnamiðun í þágu fjölbreytni og almannaréttar virðist ekki eiga sæti innan þessarar stefnu. Enda er einkennilegt, þegar til landsins koma hópar af erlendum sjálfboðaliðum til að vinna í þjóðgörðunum, er íslenskum sjálfboðaliðum í samtökum eins og 4x4 klúbbnum vísað á dyr. Þeir eru ötulir í ýmsum verkefnum í samstarfi við t.d. UST, Landgræðsluna o.fl. og hafa metnaðarfulla stefnu innan sinna raða þar sem unnið er að fræðslu um ábyrgan ferðamáta í sátt við náttúruna og leggjast hart gegn hvers konar utanvegaakstri. Þessi umræða er yfirleitt alltaf þögguð niður með uppmálaðri ímynd þar sem samasem merki er sett á milli náttúruníðings og eiganda jeppa á stórum dekkjum. „Komandi kynslóðir“ er vinsælt slagorð þar sem forræðishyggjan ríður um sem riddari á hvítum hesti tilbúinn að bjarga komandi kynslóðum frá sjálfum sér. Við höfum engan rétt á að binda hendur þeirra með óafturkræfum aðgerðum, vegna þess að það sem bíður þeirra í framtíðinni, er okkur hulið í dag. Það er sérkennilegt að skoða sögu þess vinstri sinnaða flokks sem nú breiðir út grænu skattavængi sína. Í fyrri stjórnartíð þeirra sá flokkurinn sérstaklega um að þrýsta stóriðjunni á Bakka og Helguvík í gegn á ógnarhraða rétt fyrir kosningar með upphefjandi og fegrandi orðum. Þá var lítið mál að umturna Þeistareykjum. Skyndilega stendur sama fólkið grenjandi af frekju í pontu Alþingis yfir því, að fá ekki óhindrað að stofnanavæða hið heilaga trúaraltari þeirra á hálendinu til að koma í veg fyrir alla orkuvinnslu. Það væri þá heiðarlegra að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um svo stórt mál sem varðar hagsmuni okkar allra. Ekki bara þjóðgarðssinna. Það væri lýðræði. Náttúruvernd með valdboðum og hótunum um fangelsisvist á ekkert skylt við slíkt. Höfundur er lýðræðissinni, sauðfjár- og ferðaþjónustubóndi á Norðausturlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Hálendisþjóðgarður Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Árið 1944 var stofnað lýðveldið Ísland. En hvað er lýðveldi ? Norður-Kórea, Íran og Kína eru lýðveldi. Flest ríki heims eru lýðveldi en það er lýðræðið sjálft sem segir til um stjórnarhætti lands. Lýðræðið byggist á því að völd ríkisins komi frá fólkinu en ekki ríkinu sjálfu. Bandaríski heimspekingurinn John Dewey áleit að lýðræði væri fyrst og fremst trú á manneskjuna sem virka skynsemisveru, að hið lýðræðislega samfélag verði ekki að veruleika nema einstaklingarnir sem byggja það hafi ræktað með sér lýðræðislegt einstaklingseðli. Lýðræðið er mikilvægast öllu í lýðveldi, því grunnur þess byggist á að valdið í samfélagi okkar eigi frumuppsprettu sína hjá fólkinu. Innan þess þrífst tjáningarfrelsi sem leiðir af sér upplýstar ákvarðanir. Og við höfum réttinn til að kjósa valdhafa, sem við gefum umboð til að starfa á Alþingi fyrir okkar hönd. Þó er það svo að þótt Íslenska ríkið teljist réttarríki og stjórnarskráin gefi fögur fyrirheit þýðir það ekki að svo sé. Stjórnarskrá lýðveldisins er æðsta réttarheimild Íslands, sem öll önnur lög landsins verða að lúta. Það voru vonbrigði að lesa yfir stjórnarskrána og finna að orðið „lýðræði“ kemur hvergi fyrir. Eingöngu orðið „lýðveldi“. Hvergi kemur fram mikilvægi þess að vernda lýðræðið (uppsprettu valdsins). „Forræðishyggja er hugtak sem gjarnan er notað um stjórnmálastefnur sem vilja hafa ríkisvaldið sterkt, lagaboð mörg og athafnafrelsi einstaklinga takmarkað meðan ríkisvaldið tekur ákvarðanir fyrir fólkið og stendur í framkvæmdum. Meginhugsun forræðishyggju er sú að almennir borgarar séu almennt ekki færir um að hugsa skynsamlega eða rökrétt, og því þurfi að stjórna og stýra athöfnum þeirra með valdboði til að tryggja að þeir fari sér eða öðrum ekki að voða“. Forræðishyggja er orðið útbreitt mein í íslensku stjórnarfari. Þetta sjáum við orðið víða innan stjórnkerfisins og nýjasta æðið er náttúruverndin. Hvar er virðingin fyrir lýðræðislegri stjórnskipan Þjóðlendna íslendinga ? Hvers vegna finnst fólki það aðlaðandi mynd að gefa sitt eigið land til risastórrar ríkisstofnunar, með lagabákni sem ekkert lýðræði nær til, eingöngu vegna þess að orðin „þjóðgarður“, „komandi kynslóðir“, „náttúruvernd“ og „utanvegaakstur“ er notað ? Fallega skreytt áróðurs-stikkorð sem hamrað er nógu oft á til að menn taki trúnna. Erum við kannski orðin svo leiðitöm að nóg er að kalla „úlfur úlfur“ svo fjöldinn fylki sér í línu eins og sauðfé, með töfraflautuleikarann í broddi fylkingar á glimmerstráðum vegslóða á leið til Sælulands ? Náttúruvernd sem breytist í trúarbrögð er hættuleg trú. Innan þess rúmast engin rök. Í skrá Umhverfisstofnunar ríkisins á fjölda skráðra tilfella utanvegaaksturs 2019, sést að vandinn er mestur á Breiðamerkursandi. Síðast þegar ég vissi var Breiðamerkursandur innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Hann er alls ekki eini staðurinn innan þjóðgarðs í þessari skrá. Og að hlusta á forsætisráðherra í sjónvarpssal grípa til þeirra einu raka fyrir stofnun Miðhálendisþjóðgarðs að stöðva þurfi utanvegaakstur, er sorglegt dæmi um fáfræði og vanþekkingu á staðreyndum. Svo ég tali nú ekki um áróðurinn. Þjóðgarður stöðvar ekki utanvegaakstur. Að halda slíku fram er jafngáfulegt rökum UST að friðlýsa þurfi stór uppgróin landsvæði vegna ágangs lúpínu, erlendra trjátegunda og minks (því auðvitað gefur augaleið að þessar tegundir gufi af sjálfsdáðum bara upp af guðs náð, eftir að búið er að blessa landið formlega af yfirvöldum). Samvinna og lausnamiðun í þágu fjölbreytni og almannaréttar virðist ekki eiga sæti innan þessarar stefnu. Enda er einkennilegt, þegar til landsins koma hópar af erlendum sjálfboðaliðum til að vinna í þjóðgörðunum, er íslenskum sjálfboðaliðum í samtökum eins og 4x4 klúbbnum vísað á dyr. Þeir eru ötulir í ýmsum verkefnum í samstarfi við t.d. UST, Landgræðsluna o.fl. og hafa metnaðarfulla stefnu innan sinna raða þar sem unnið er að fræðslu um ábyrgan ferðamáta í sátt við náttúruna og leggjast hart gegn hvers konar utanvegaakstri. Þessi umræða er yfirleitt alltaf þögguð niður með uppmálaðri ímynd þar sem samasem merki er sett á milli náttúruníðings og eiganda jeppa á stórum dekkjum. „Komandi kynslóðir“ er vinsælt slagorð þar sem forræðishyggjan ríður um sem riddari á hvítum hesti tilbúinn að bjarga komandi kynslóðum frá sjálfum sér. Við höfum engan rétt á að binda hendur þeirra með óafturkræfum aðgerðum, vegna þess að það sem bíður þeirra í framtíðinni, er okkur hulið í dag. Það er sérkennilegt að skoða sögu þess vinstri sinnaða flokks sem nú breiðir út grænu skattavængi sína. Í fyrri stjórnartíð þeirra sá flokkurinn sérstaklega um að þrýsta stóriðjunni á Bakka og Helguvík í gegn á ógnarhraða rétt fyrir kosningar með upphefjandi og fegrandi orðum. Þá var lítið mál að umturna Þeistareykjum. Skyndilega stendur sama fólkið grenjandi af frekju í pontu Alþingis yfir því, að fá ekki óhindrað að stofnanavæða hið heilaga trúaraltari þeirra á hálendinu til að koma í veg fyrir alla orkuvinnslu. Það væri þá heiðarlegra að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um svo stórt mál sem varðar hagsmuni okkar allra. Ekki bara þjóðgarðssinna. Það væri lýðræði. Náttúruvernd með valdboðum og hótunum um fangelsisvist á ekkert skylt við slíkt. Höfundur er lýðræðissinni, sauðfjár- og ferðaþjónustubóndi á Norðausturlandi.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun