Gleymdist að geta Hauks í skýrslu þjóðaröryggisráðs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. mars 2021 22:54 Haukur Hilmarsson. Mynd/Úr safni Nurhaks Stjórnvöld hafa beðist afsökunar vegna villu í skýrslu þjóðaröryggisráðs þar sem fjallað er um hryðjuverkaógn. Í skýrslunni var ranglega tekið fram ekki sé vitað um neina Íslendinga sem hafi tekið beinan þátt í aðgerðum bandamanna gegn ISIS-hryðjuverkasamtökunum í Írak og Sýrlandi. Þessa fullyrðingu stendur til að leiðrétta í skýrslunni en líkt og kunnugt er er vitað um að minnsta kosti einn Íslending, Hauk Hilmarsson, sem barðist með hersveitum Kúrda gegn ISIS. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjórnarráðinu nú í kvöld en í skýrslu þjóðaröryggisráðs sem vísað er til segir: „Auk þess hafa Íslendingar, einir Norðurlandaþjóða, ekki tekið beinan þátt í aðgerðum bandamanna gegn ISIS-hryðjuverkasamtökunum í Írak og Sýrlandi. Ekki er vitað til þess að einstaklingar búsettir hér á landi hafi haldið til Mið-Austurlanda í því skyni.“ Þessi fullyrðing er leiðrétt í tilkynningu stjórnarráðsins. „Þarna hafa augljóslega orðið mistök við vinnslu skýrslunnar þar sem vitað er að minnsta kosti um einn Íslending, Hauk Hilmarsson, sem barðist með hersveitum Kúrda gegn ISIS, og verða þau leiðrétt. Skýrslan verður þannig leiðrétt prentuð upp að nýju. Þessi leiðu mistök eru hörmuð og beðist er afsökunar á þeim sárindum sem þau hafa valdið,“ segir í tilkynningunni. Talið er að Haukur hafi fallið í átökum í Sýrlandi þar sem hann barðist við hlið Kúrda gegn vígasveitum íslamska ríkisins. Eva Hauksdóttir, móðir Hauks, vekur athygli á frétt Fréttablaðsins í dag þar sem fjallað er um umrædda skýrslu þar sem Hauks er hvergi getið. „Ég vissi alveg að þeir sem ekki þekktu Hauk persónulega myndu fljótt gleyma honum. En ég er pínulítið hissa á því að forsætisráðherra skuli ekkert ráma í hann. Hún hefur líklega aldrei lesið bréfin sem við sendum henni en ég hélt að hún myndi kannski eftir því þegar Beggi bróðir minn mætti á kontorinn hjá henni óboðinn. Hún hefur sjálfsagt haft áhugaverðari verkefnum að sinna,“ skrifar Eva á Facebook. Mál Hauks Hilmarssonar Utanríkismál Sýrland Varnarmál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Þessa fullyrðingu stendur til að leiðrétta í skýrslunni en líkt og kunnugt er er vitað um að minnsta kosti einn Íslending, Hauk Hilmarsson, sem barðist með hersveitum Kúrda gegn ISIS. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjórnarráðinu nú í kvöld en í skýrslu þjóðaröryggisráðs sem vísað er til segir: „Auk þess hafa Íslendingar, einir Norðurlandaþjóða, ekki tekið beinan þátt í aðgerðum bandamanna gegn ISIS-hryðjuverkasamtökunum í Írak og Sýrlandi. Ekki er vitað til þess að einstaklingar búsettir hér á landi hafi haldið til Mið-Austurlanda í því skyni.“ Þessi fullyrðing er leiðrétt í tilkynningu stjórnarráðsins. „Þarna hafa augljóslega orðið mistök við vinnslu skýrslunnar þar sem vitað er að minnsta kosti um einn Íslending, Hauk Hilmarsson, sem barðist með hersveitum Kúrda gegn ISIS, og verða þau leiðrétt. Skýrslan verður þannig leiðrétt prentuð upp að nýju. Þessi leiðu mistök eru hörmuð og beðist er afsökunar á þeim sárindum sem þau hafa valdið,“ segir í tilkynningunni. Talið er að Haukur hafi fallið í átökum í Sýrlandi þar sem hann barðist við hlið Kúrda gegn vígasveitum íslamska ríkisins. Eva Hauksdóttir, móðir Hauks, vekur athygli á frétt Fréttablaðsins í dag þar sem fjallað er um umrædda skýrslu þar sem Hauks er hvergi getið. „Ég vissi alveg að þeir sem ekki þekktu Hauk persónulega myndu fljótt gleyma honum. En ég er pínulítið hissa á því að forsætisráðherra skuli ekkert ráma í hann. Hún hefur líklega aldrei lesið bréfin sem við sendum henni en ég hélt að hún myndi kannski eftir því þegar Beggi bróðir minn mætti á kontorinn hjá henni óboðinn. Hún hefur sjálfsagt haft áhugaverðari verkefnum að sinna,“ skrifar Eva á Facebook.
Mál Hauks Hilmarssonar Utanríkismál Sýrland Varnarmál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira