Of mikill þungi hafi lent á Seðlabankanum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. mars 2021 12:21 Kristrún Frostadóttir hagfræðingur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík í komandi alþingiskosningum. Of mikill þungi í efnahagsaðgerðum hins opinbera hefur lent á Seðlabankanum og fjármagn sem ríkið hefur dælt út í kerfið hefur ekki ratað á rétta staði. Þetta segir Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur og frambjóðandi Samfylkingar. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar, gagnrýnir sveitarfélög fyrir að ráðast ekki í meiri fjárfestingar. Kristrún og Haraldur tókust á um hagstjórn ríkistjórnarinnar í faraldrinum í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Kristrún segir að of mikill þungi efnahagsaðgerða hafi lent á Seðlabankanum. „Annað hvort er það ríkið sem skuldsetur sig eða það er einkageirinn sem skuldsetur sig og þú kemst ekkert hjá þessari skuldsetningu. Ef að ríkið stígur ekki nógu fast á bensínið þá safnast þessar skuldir upp í einkageiranum og það er það sem hefur gerst. Við sjáum bara að Seðlabankinn stígur inn. Seðlabankinn er ekki pólitískur en aðgerðir ríkisstjórnarinnar, þær eru mjög pólitískar, þær skapa ákveðið svigrúm sem að Seðlabankinn telur sig þurfa að stíga inn í og það er pólitísk afleiðing,“ sagði Kristrún. Haraldur svaraði því til að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi orðið til þess að samdráttur hafi reynst minni en óttast var. „Þær mótvægisaðgerðir sem við fórum út í þær hafa unnið á móti samdrættinum. Þannig að ég segi, aðgerðir ríkisstjórnarinnar þær hafa virkað þannig að kreppan er ekki eins djúp,“ sagði Haraldur. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm Hlutabótaleiðin hafi verið eyðilögð Kristrún segir að hlutabótaleiðin hafi verið langbesta úrræði ríkisstjórnarinnar en að það úrræði hafi verið eyðilagt með uppsagnastyrkjunum og hertum kröfum um hlutabótaleiðina. „Mín gagnrýni hefur alla tíð snúið að því að kaupa sér tíma til þess að finna út leiðir til þess að styðja við þetta fólk sem er að vinna í þessum atvinnugreinum,“ sagði Kristrún og vísaði þar til þeirra atvinnugreina sem hafa orðið fyrir hvað mestu höggi í faraldrinum. „Vegna þess að þegar þú ert búinn að rjúfa ráðningarsambandið þá stendur þú í stöðunni sem þú ert núna í. Þú ert með aðgerðir til þess að hvetja til ráðninga, þú ert með ráðningarstyrki, það er verið að borga fyrirtækjum til þess að taka fólk aftur í vinnu og það er ekki verið að nýta þetta úrræði,“ sagði Kristrún. Viðbrögð sveitarfélaga vonbrigði Þá gagnrýnir Kristrún einnig hversu illa ríkið hafi farið af stað í opinberar fjárfestingar. Haraldur svaraði þeirri gagnrýni með því að benda á að ríkið beri ekki eitt ábyrgð á opinberum fjárfestingum. „Ríkið ber ekki eitt og sér ábyrgð á opinberum fjárfestingum, þar koma líka sveitarfélög fyrir. Við höfum orðið fyrir vonbrigðum með viðbrögð sveitarfélaganna við því að ráðast í fjárfestingar,“ sagði Haraldur. Sprengisandur Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Kristrún og Haraldur tókust á um hagstjórn ríkistjórnarinnar í faraldrinum í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Kristrún segir að of mikill þungi efnahagsaðgerða hafi lent á Seðlabankanum. „Annað hvort er það ríkið sem skuldsetur sig eða það er einkageirinn sem skuldsetur sig og þú kemst ekkert hjá þessari skuldsetningu. Ef að ríkið stígur ekki nógu fast á bensínið þá safnast þessar skuldir upp í einkageiranum og það er það sem hefur gerst. Við sjáum bara að Seðlabankinn stígur inn. Seðlabankinn er ekki pólitískur en aðgerðir ríkisstjórnarinnar, þær eru mjög pólitískar, þær skapa ákveðið svigrúm sem að Seðlabankinn telur sig þurfa að stíga inn í og það er pólitísk afleiðing,“ sagði Kristrún. Haraldur svaraði því til að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi orðið til þess að samdráttur hafi reynst minni en óttast var. „Þær mótvægisaðgerðir sem við fórum út í þær hafa unnið á móti samdrættinum. Þannig að ég segi, aðgerðir ríkisstjórnarinnar þær hafa virkað þannig að kreppan er ekki eins djúp,“ sagði Haraldur. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm Hlutabótaleiðin hafi verið eyðilögð Kristrún segir að hlutabótaleiðin hafi verið langbesta úrræði ríkisstjórnarinnar en að það úrræði hafi verið eyðilagt með uppsagnastyrkjunum og hertum kröfum um hlutabótaleiðina. „Mín gagnrýni hefur alla tíð snúið að því að kaupa sér tíma til þess að finna út leiðir til þess að styðja við þetta fólk sem er að vinna í þessum atvinnugreinum,“ sagði Kristrún og vísaði þar til þeirra atvinnugreina sem hafa orðið fyrir hvað mestu höggi í faraldrinum. „Vegna þess að þegar þú ert búinn að rjúfa ráðningarsambandið þá stendur þú í stöðunni sem þú ert núna í. Þú ert með aðgerðir til þess að hvetja til ráðninga, þú ert með ráðningarstyrki, það er verið að borga fyrirtækjum til þess að taka fólk aftur í vinnu og það er ekki verið að nýta þetta úrræði,“ sagði Kristrún. Viðbrögð sveitarfélaga vonbrigði Þá gagnrýnir Kristrún einnig hversu illa ríkið hafi farið af stað í opinberar fjárfestingar. Haraldur svaraði þeirri gagnrýni með því að benda á að ríkið beri ekki eitt ábyrgð á opinberum fjárfestingum. „Ríkið ber ekki eitt og sér ábyrgð á opinberum fjárfestingum, þar koma líka sveitarfélög fyrir. Við höfum orðið fyrir vonbrigðum með viðbrögð sveitarfélaganna við því að ráðast í fjárfestingar,“ sagði Haraldur.
Sprengisandur Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira