Styttist í að Svava Rós snúi aftur eftir að hafa meiðst í fyrsta leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. mars 2021 20:45 Svava Rós í einum af sínum 24 leikjum fyrir íslenska landsliðið. Vísir/Vilhelm Íslenska landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir söðlaði um fyrr á þessu ári og skipti um félag. Fór hún frá Kristianstad í Svíþjóð til Bordeaux í Frakklandi. Strax í fyrsta leik fyrir franska félagið meiddist Svava Rós. Fótbolti.net ræddi við hina 25 ára gömlu Svövu Rós í dag um meiðslin og hvernig staðan á henni er. Hin 25 ára gamla Svava Rós hefur verið mikið meidd undanfarið og missti í raun af nær öllu tímabilinu í Svíþjóð áður en hún ákvað að halda til Bordeaux þar sem hún skrifaði undir 4. janúar á þessu ári. Dans les coulisses de l'arrivée de Svava Ros Gudmundsdottir https://t.co/d4V3In6ezM pic.twitter.com/u7wiIKR3jM— FCGB Féminines (@FCGBWomen) January 4, 2021 Er hún ein af fimm Íslendingum í frönsku úrvalsdeildinni. Sara Björk Gunnarsdóttir er að sjálfsögðu í liði Evrópumeistara Lyon. Þá eru þær Anna Björk Kristjánsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir allar í Le Havre. Þann 23. janúar lék Svava Rós sinn fyrsta leik fyrir Bordeaux í einkar þægilegum 7-1 sigri á Reims. Íslenska landsliðskonan kom inn af bekknum þegar hálftími lifði leiks en í uppbótartíma leiksins meiddist Svava á kálfa og hefur verið frá síðan. „Staðan á mér er sú að ég fæ aftur rifu á kálfann í lok janúar, á 94. mínútu í fyrsta leik mínum fyrir Bordeaux. Ég er búin að vera í endurhæfingu síðan, það er búið að ganga erfiðlega og taka lengri tíma en áætlað var. Þetta lítur samt aðeins betur út núna og vonandi get ég farið að æfa aftur með liðinu bráðlega.“ „Ég get hlaupið og er búin að vera að hlaupa núna í þrjár vikur en hef í kjölfarið stífnað mikið upp í kálfanum eftir á. Það er búið að vera skárra í þessari viku þannig vonandi allt að koma,“ sagði Svava að lokum. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjá meira
Fótbolti.net ræddi við hina 25 ára gömlu Svövu Rós í dag um meiðslin og hvernig staðan á henni er. Hin 25 ára gamla Svava Rós hefur verið mikið meidd undanfarið og missti í raun af nær öllu tímabilinu í Svíþjóð áður en hún ákvað að halda til Bordeaux þar sem hún skrifaði undir 4. janúar á þessu ári. Dans les coulisses de l'arrivée de Svava Ros Gudmundsdottir https://t.co/d4V3In6ezM pic.twitter.com/u7wiIKR3jM— FCGB Féminines (@FCGBWomen) January 4, 2021 Er hún ein af fimm Íslendingum í frönsku úrvalsdeildinni. Sara Björk Gunnarsdóttir er að sjálfsögðu í liði Evrópumeistara Lyon. Þá eru þær Anna Björk Kristjánsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir allar í Le Havre. Þann 23. janúar lék Svava Rós sinn fyrsta leik fyrir Bordeaux í einkar þægilegum 7-1 sigri á Reims. Íslenska landsliðskonan kom inn af bekknum þegar hálftími lifði leiks en í uppbótartíma leiksins meiddist Svava á kálfa og hefur verið frá síðan. „Staðan á mér er sú að ég fæ aftur rifu á kálfann í lok janúar, á 94. mínútu í fyrsta leik mínum fyrir Bordeaux. Ég er búin að vera í endurhæfingu síðan, það er búið að ganga erfiðlega og taka lengri tíma en áætlað var. Þetta lítur samt aðeins betur út núna og vonandi get ég farið að æfa aftur með liðinu bráðlega.“ „Ég get hlaupið og er búin að vera að hlaupa núna í þrjár vikur en hef í kjölfarið stífnað mikið upp í kálfanum eftir á. Það er búið að vera skárra í þessari viku þannig vonandi allt að koma,“ sagði Svava að lokum.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti