Tíu hross drepist úr hestaherpesveiru eftir hópsmit á Spáni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. mars 2021 20:20 Talið er að um 1.500 hross sem tengdust mótinu í Valencia séu nú á leið til síns heima víðsvegar í Evrópu. Vísir/Getty Matvælastofnun áminnir þá sem hafa tengsl við hestamennsku erlendis eða taka á móti einstaklingum að utan í tengslum við hestamennsku innanlands að fara varlega, sinna sóttvörnum og fara að reglum um innflutning búnaðar. Ástæðan er smit af völdum hestaherpesveiru týpu-1 (EHV-1), sem kom upp á stóru móti í hindrunarstökki í Valencia á Spáni í febrúar síðastliðnum. Samkvæmt tilkynningu á vef MAST er um að ræða afar sjúkdómsvaldandi afbrigði umræddrar veiru, sem veldur heilabólgu og lömun. Veiran smitar ekki menn. Samkvæmt MAST yfirgaf fjöldi hrossa mótssvæðið á sama tíma og grunur vaknaði um sjúkdóminn en nú hafa sjúkdómstilfelli sem rekja má til Valencia verið staðfest í átta löndum, það er Belgíu, Frakklandi, Ítalíu, Katar, Sviss, Svíþjóð, á Spáni og Þýskalandi. Alls hafa tíu hross drepist, átta á Spáni og tvö í Þýskalandi, en óstaðfestar fregnir eru um fleiri dauðsföll auk þess sem fjöldi hrossa er sagður fárveikur. EHV-1 er sérhæfð hestaveira sem veldur ævilöngu smiti og getur legið í dvala árum saman áður en hún blossar upp, til dæmis þegar hross verða fyrir miklu álagi. Veiran getur borist fimm metra með útöndunarlofti en við mikið smitálag, til dæmis á stórmótum, virðist ekki vörn í bólusetningu og mikil hætta á að hrossin veikist. Fyrstu einkenni eru hiti og kvef en þegar veiran berst í miðtaugakerfið verða hrossin óstöðug, lamast og leggjast. „Þó svo veiran smitist helst með veikum hrossum getur hún einnig borist með sæði og fósturvísum, fólki, fatnaði og hvers kyns búnaði,“ segir á vef MAST. „Okkar ströngu reglur til varnar smitsjúkdómum eru settar meðal annars út frá hættunni á að þessi sjúkdómur berist til landsins. Nú ríður á sem aldrei fyrr að allir fari eftir reglunum. Íslendingar sem ferðast vegna starfa sinna eða annarra tengsla við hestamennsku erlendis þurfa að sýna gott fordæmi og breiða út boðskapinn. Sömuleiðis þurfa allir sem taka á móti „hestaferðamönnum“ hér á landi að fullvissa sig um að viðskiptavinir þeirra hafi farið eftir reglunum. Það á ekki síst við um fólk sem kemur erlendis frá til starfa hér á landi. Munum að innflutningur á hvers kyns búnaði sem notaður hefur verið í umhverfi hesta erlendis er bannaður. Sömuleiðis er bannað að taka notaða reiðhanska með sér til landsins. Notaður reiðfatnaður skal þveginn í þvottavél og þurrkaður fyrir komuna til landsins. Reiðskó, hjálma og annað sem ekki getur farið í þvottavél skal sápuþvo, þurrka og úða með sótthreinsiefni (Virkon eða sambærilegu) fyrir komuna til landsins.“ Dýraheilbrigði Spánn Hestar Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Ástæðan er smit af völdum hestaherpesveiru týpu-1 (EHV-1), sem kom upp á stóru móti í hindrunarstökki í Valencia á Spáni í febrúar síðastliðnum. Samkvæmt tilkynningu á vef MAST er um að ræða afar sjúkdómsvaldandi afbrigði umræddrar veiru, sem veldur heilabólgu og lömun. Veiran smitar ekki menn. Samkvæmt MAST yfirgaf fjöldi hrossa mótssvæðið á sama tíma og grunur vaknaði um sjúkdóminn en nú hafa sjúkdómstilfelli sem rekja má til Valencia verið staðfest í átta löndum, það er Belgíu, Frakklandi, Ítalíu, Katar, Sviss, Svíþjóð, á Spáni og Þýskalandi. Alls hafa tíu hross drepist, átta á Spáni og tvö í Þýskalandi, en óstaðfestar fregnir eru um fleiri dauðsföll auk þess sem fjöldi hrossa er sagður fárveikur. EHV-1 er sérhæfð hestaveira sem veldur ævilöngu smiti og getur legið í dvala árum saman áður en hún blossar upp, til dæmis þegar hross verða fyrir miklu álagi. Veiran getur borist fimm metra með útöndunarlofti en við mikið smitálag, til dæmis á stórmótum, virðist ekki vörn í bólusetningu og mikil hætta á að hrossin veikist. Fyrstu einkenni eru hiti og kvef en þegar veiran berst í miðtaugakerfið verða hrossin óstöðug, lamast og leggjast. „Þó svo veiran smitist helst með veikum hrossum getur hún einnig borist með sæði og fósturvísum, fólki, fatnaði og hvers kyns búnaði,“ segir á vef MAST. „Okkar ströngu reglur til varnar smitsjúkdómum eru settar meðal annars út frá hættunni á að þessi sjúkdómur berist til landsins. Nú ríður á sem aldrei fyrr að allir fari eftir reglunum. Íslendingar sem ferðast vegna starfa sinna eða annarra tengsla við hestamennsku erlendis þurfa að sýna gott fordæmi og breiða út boðskapinn. Sömuleiðis þurfa allir sem taka á móti „hestaferðamönnum“ hér á landi að fullvissa sig um að viðskiptavinir þeirra hafi farið eftir reglunum. Það á ekki síst við um fólk sem kemur erlendis frá til starfa hér á landi. Munum að innflutningur á hvers kyns búnaði sem notaður hefur verið í umhverfi hesta erlendis er bannaður. Sömuleiðis er bannað að taka notaða reiðhanska með sér til landsins. Notaður reiðfatnaður skal þveginn í þvottavél og þurrkaður fyrir komuna til landsins. Reiðskó, hjálma og annað sem ekki getur farið í þvottavél skal sápuþvo, þurrka og úða með sótthreinsiefni (Virkon eða sambærilegu) fyrir komuna til landsins.“
Dýraheilbrigði Spánn Hestar Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira