Ótrúlegar frammistöður hjá Isabellu Ósk og Ariel Hearn er Breiðablik og Fjölnir lönduðu góðum sigrum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. mars 2021 21:45 Isabella Ósk átti ótrúlegan leik í kvöld. Hún skoraði 21 stig og tók 28 fráköst. Vísir/Daniel Thor Breiðablik og Fjölnir unnu leiki sína í Dominos-deild kvenna í kvöld. Breiðablik vann Snæfell örugglega í Smáranum, 93-76. Fjölnir vann Skallagrím í hörkuleik í Grafarvoginum, lokatölur 98-90. Breiðablik vann nokkuð öruggan sigur á Snæfelli í kvöld. Heimastúlkur höfðu alltaf yfirhöndina en stungu að endingu af og unnu öruggan sigur í Smáranum í kvöld. Lokatölur 93-76 í annars skemmtilegum leik. Jessica Kay Loera var stigahæst í liði Blika með 22 stig. Þar á eftir kom Ísabella Ósk Sigurðardóttir með 21 stig og 28 fráköst hvorki meira né minna. Ótrúlegar tölur. Haiden Denise Palmer var stigahæst í liði Snæfells með 23 stig ásamt því að taka tíu fráköst og gefa sjö stoðsendingar. Breiðablik er nú með átta stig í sjötta sæti deildarinnar en Snæfell er með fjögur stig í því sjöunda. Fjölnir vann góðan sigur á bikarmeisturum Skallagríms í hörkuleik í Dalhúsum í kvöld. Leikurinn var mjög jafn framan af en gestirnir frá Borgarnesi voru fjórum stigum yfir í hálfleik, staðan þá 51-47 gestunum í vil. Fjölnisliðið mætti vel gírað inn í síðari hálfleik og náði fljótlega góðum tökum á leiknum. Sóknarleikur Fjölnis sprakk svo út í síðasta fjórðung þar sem liðið skoraði 31 stig, lokatölur 98-90 Fjölni í vil. Ariel Hearn átti sannkallaðan stórleik í liði Fjölnis. Hún skoraði 46 stig, tók 13 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Sara Carina Vaz Djassi kom þar á eftir með 19 stig. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var frábær í liði Skallagríms en það dugði ekki til í kvöld.Vísir/Andri Marinó Hjá Skallagrími var Keira Breeanne Robinson stigahæst með 39 stig ásamt því að taka tíu fráköst og gefa fimm stoðsendingar. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir kom þar á eftir með 25 stig. Fjölnir er nú með 16 stig í fjórða sæti deildarinnar á meðan Skallagrímur er sæti neðar með 12 stig. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Fjölnir Breiðablik Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira
Breiðablik vann nokkuð öruggan sigur á Snæfelli í kvöld. Heimastúlkur höfðu alltaf yfirhöndina en stungu að endingu af og unnu öruggan sigur í Smáranum í kvöld. Lokatölur 93-76 í annars skemmtilegum leik. Jessica Kay Loera var stigahæst í liði Blika með 22 stig. Þar á eftir kom Ísabella Ósk Sigurðardóttir með 21 stig og 28 fráköst hvorki meira né minna. Ótrúlegar tölur. Haiden Denise Palmer var stigahæst í liði Snæfells með 23 stig ásamt því að taka tíu fráköst og gefa sjö stoðsendingar. Breiðablik er nú með átta stig í sjötta sæti deildarinnar en Snæfell er með fjögur stig í því sjöunda. Fjölnir vann góðan sigur á bikarmeisturum Skallagríms í hörkuleik í Dalhúsum í kvöld. Leikurinn var mjög jafn framan af en gestirnir frá Borgarnesi voru fjórum stigum yfir í hálfleik, staðan þá 51-47 gestunum í vil. Fjölnisliðið mætti vel gírað inn í síðari hálfleik og náði fljótlega góðum tökum á leiknum. Sóknarleikur Fjölnis sprakk svo út í síðasta fjórðung þar sem liðið skoraði 31 stig, lokatölur 98-90 Fjölni í vil. Ariel Hearn átti sannkallaðan stórleik í liði Fjölnis. Hún skoraði 46 stig, tók 13 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Sara Carina Vaz Djassi kom þar á eftir með 19 stig. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var frábær í liði Skallagríms en það dugði ekki til í kvöld.Vísir/Andri Marinó Hjá Skallagrími var Keira Breeanne Robinson stigahæst með 39 stig ásamt því að taka tíu fráköst og gefa fimm stoðsendingar. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir kom þar á eftir með 25 stig. Fjölnir er nú með 16 stig í fjórða sæti deildarinnar á meðan Skallagrímur er sæti neðar með 12 stig. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Fjölnir Breiðablik Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira