Telur að PSG hafi bolmagn til að landa Messi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. mars 2021 19:00 Hver veit nema Lionel Messi verði leikmaður PSG þegar næsta leiktíðin 2021-2022 fer af stað. EPA-EFE/YOAN VALAT Forráðamenn Frakklandsmeistara Paris Saint-Germain eru bjartsýnir á að félagið geti samið við argentíska snillinginn Lionel Messi í sumar eftir að samningur hans við Barcelona rennur út. Eins og alþjóð veit þá óskaði Lionel Messi eftir því að fara frá Barcelona að loknu síðasta tímabili. Á endanum var ákveðið að hann myndi spila með félaginu út þetta tímabil eða þangað til samningur hans rennur út. Óvíst er hver staða hins 34 ára gamla Messi er núna. Þrátt fyrir að félagið hafi dottið út úr Meistaradeild Evrópu í 16-liða úrslitum – gegn PSG að sjálfsögðu – þá er Joan Laporta kominn aftur í forsetastólinn og almennt virðist bjartara yfir félaginu nú heldur en fyrir níu mánuðum er Messi óskaði eftir því að yfirgefa Börsunga. Þannig er þó mál með vexti að félagið er stórskuldugt, raunar svo að það ætti í raun að vera gjaldþrota en það er annað mál. Þar með er ljóst að Barcelona getur ekki boðið Messi nýjan samning neitt í líkingu við þann sem hann er með í dag. Þar kemur PSG inn í myndina en franska félagið – sem fór í úrslit Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð – telur sig vera í kjörstöðu til að semja við Messi. Félagið telur sig geta boðið honum launapakka sem hann yrði sáttur með. Þá yrði hann þjálfaður af landa sínum Mauricio Pochettino ásamt því að fyrrum samherji hans Neymar er að sjálfsögðu á launaskrá PSG. "Optimism is high" at PSG that they are in position to sign Leo Messi this summer, reports @marcelobechler pic.twitter.com/lxLfe7HWmd— B/R Football (@brfootball) March 12, 2021 Þetta staðfestir argentíski blaðamaðurinn Marcelo Bechler en sá er talinn einkar áreiðanlegur er kemur að málum Lionel Messi. Hann fullyrðir að forráðamenn PSG séu öruggir með að þeir geti fengið Messi til Parísar fyrir næstu leiktíð. Það fylgir þó ekki sögunni hvort PSG þurfi að selja hinn franska Kylian Mbappé til að hafa efni á Messi en Mbappé verður samningslaus sumarið 2022 og er talið að PSG vilji frekar selja hann í sumar en að missa hann þá. Sama hvað þá er ljóst að verður spennandi að sjá hvað gerist í sumar en ásamt Messi er fjöldinn allur af stórstjörnum knattspyrnunnar að renna út á samning. Þar má til að mynda nefna Sergio Ramos – sem hefur boðið Messi að búa hjá sér í Madríd – og David Alaba. Fótbolti Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira
Eins og alþjóð veit þá óskaði Lionel Messi eftir því að fara frá Barcelona að loknu síðasta tímabili. Á endanum var ákveðið að hann myndi spila með félaginu út þetta tímabil eða þangað til samningur hans rennur út. Óvíst er hver staða hins 34 ára gamla Messi er núna. Þrátt fyrir að félagið hafi dottið út úr Meistaradeild Evrópu í 16-liða úrslitum – gegn PSG að sjálfsögðu – þá er Joan Laporta kominn aftur í forsetastólinn og almennt virðist bjartara yfir félaginu nú heldur en fyrir níu mánuðum er Messi óskaði eftir því að yfirgefa Börsunga. Þannig er þó mál með vexti að félagið er stórskuldugt, raunar svo að það ætti í raun að vera gjaldþrota en það er annað mál. Þar með er ljóst að Barcelona getur ekki boðið Messi nýjan samning neitt í líkingu við þann sem hann er með í dag. Þar kemur PSG inn í myndina en franska félagið – sem fór í úrslit Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð – telur sig vera í kjörstöðu til að semja við Messi. Félagið telur sig geta boðið honum launapakka sem hann yrði sáttur með. Þá yrði hann þjálfaður af landa sínum Mauricio Pochettino ásamt því að fyrrum samherji hans Neymar er að sjálfsögðu á launaskrá PSG. "Optimism is high" at PSG that they are in position to sign Leo Messi this summer, reports @marcelobechler pic.twitter.com/lxLfe7HWmd— B/R Football (@brfootball) March 12, 2021 Þetta staðfestir argentíski blaðamaðurinn Marcelo Bechler en sá er talinn einkar áreiðanlegur er kemur að málum Lionel Messi. Hann fullyrðir að forráðamenn PSG séu öruggir með að þeir geti fengið Messi til Parísar fyrir næstu leiktíð. Það fylgir þó ekki sögunni hvort PSG þurfi að selja hinn franska Kylian Mbappé til að hafa efni á Messi en Mbappé verður samningslaus sumarið 2022 og er talið að PSG vilji frekar selja hann í sumar en að missa hann þá. Sama hvað þá er ljóst að verður spennandi að sjá hvað gerist í sumar en ásamt Messi er fjöldinn allur af stórstjörnum knattspyrnunnar að renna út á samning. Þar má til að mynda nefna Sergio Ramos – sem hefur boðið Messi að búa hjá sér í Madríd – og David Alaba.
Fótbolti Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira