Óvæntur markaskorari Víkings aðeins á skýrslu vegna mikilla forfalla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. mars 2021 08:01 Einar Guðnason [fyrir miðju] fagnar hér bikarmeistaratitli Víkings sumarið 2019. Með honum á myndinni eru Óttar Magnús Karlsson, leikmaður Venezia á Ítalíu í dag, og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Einar Guðnason, aðstoðarþjálfari Pepsi Max-deildarliðs Víkings, var óvænt á skýrslu er liðið mætti Þór Akureyri í Lengjubikarnum í gærkvöld. Einar kom óvænt inn á undir lok leiks, gerði hann sér lítið fyrir og skoraði stórglæsilegt mark. Forfallnir knattspyrnuunnendur hér á landi vita mögulega af Einari Guðnasyni en fólki sem þekkir ef til vill ekki til hans er fyrirgefið enda hefur hann aðallega leikið með Berserkjum, venslaliði Víkings, á sínum ferli. Einar – sem er fæddur árið 1984 – lék síðast með Víkingum árið 2006 ef marka má vef KSÍ. Alls lék hann 13 leiki fyrir Víkinga á sínum tíma en aldrei þandi hann netmöskvana, það er að segja þangað til í gær. Einar kom inn af bekknum á 87. mínútu leiksins og skoraði fimmta mark Víkings þegar langt var komið inn í uppbótartíma. Ástæðan fyrir því að Einar var yfirhöfuð á varamannabekk liðsins er sú að mikið er um forföll í herbúðum Víkings þessa dagana. „Það eru mikil forföll hjá okkur. Nokkrir leikmenn eru meiddir, sumir eru mjög uppteknir í skólanum þannig ég var settur á skýrslu ef eitthvað kæmi upp á. Svo gerist það að Helgi Guðjónsson meiðist þegar það eru fimm mínútur eftir og ég var sá eini á bekknum sem Arnar [Gunnlaugsson, þjálfari liðsins] var tilbúinn að fórna í þetta,“ sagði Einar í stuttu spjalli við Vísi. Til að mynda var Sölvi Geir Ottesen ekki með Víkingum í gær og þá var Kári Árnason á skýrslu sem aðstoðarþjálfari liðsins. Leikurinn fór fram í Boganum á Akureyri og ákváðu Víkingarnir að nýta ferðina sem hálfgerða æfingaferð þar sem það er ljóst að lið hér á landi munu ekki fara út fyrir landsteinana í slíkar ferðir eins og hefur tíðkast í gegnum árin. „Við erum í æfingarferð á Akureyri. Fórum á fimmtudag og komum aftur heim á sunnudaginn. Þess vegna vorum við ekki að taka unga stráka úr 2. eða 3. flokki,“ sagði Einar að lokum. Mark Einars má finna í spilaranum hér að neðan en ÞórTV sýndi leikinn beint. Mark Einars má sjá á undir lok myndbandsins eða þegar 2:05:35 eru komnar á klukkuna. Víkingur mætir Keflavík í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins þann 19. mars. Stöð 2 Sport mun sýna beint frá úrslitakeppninni en enn er óvíst hvaða leikir verða sýndir í 8-liða úrslitum. Íslenski boltinn Fótbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Sjá meira
Forfallnir knattspyrnuunnendur hér á landi vita mögulega af Einari Guðnasyni en fólki sem þekkir ef til vill ekki til hans er fyrirgefið enda hefur hann aðallega leikið með Berserkjum, venslaliði Víkings, á sínum ferli. Einar – sem er fæddur árið 1984 – lék síðast með Víkingum árið 2006 ef marka má vef KSÍ. Alls lék hann 13 leiki fyrir Víkinga á sínum tíma en aldrei þandi hann netmöskvana, það er að segja þangað til í gær. Einar kom inn af bekknum á 87. mínútu leiksins og skoraði fimmta mark Víkings þegar langt var komið inn í uppbótartíma. Ástæðan fyrir því að Einar var yfirhöfuð á varamannabekk liðsins er sú að mikið er um forföll í herbúðum Víkings þessa dagana. „Það eru mikil forföll hjá okkur. Nokkrir leikmenn eru meiddir, sumir eru mjög uppteknir í skólanum þannig ég var settur á skýrslu ef eitthvað kæmi upp á. Svo gerist það að Helgi Guðjónsson meiðist þegar það eru fimm mínútur eftir og ég var sá eini á bekknum sem Arnar [Gunnlaugsson, þjálfari liðsins] var tilbúinn að fórna í þetta,“ sagði Einar í stuttu spjalli við Vísi. Til að mynda var Sölvi Geir Ottesen ekki með Víkingum í gær og þá var Kári Árnason á skýrslu sem aðstoðarþjálfari liðsins. Leikurinn fór fram í Boganum á Akureyri og ákváðu Víkingarnir að nýta ferðina sem hálfgerða æfingaferð þar sem það er ljóst að lið hér á landi munu ekki fara út fyrir landsteinana í slíkar ferðir eins og hefur tíðkast í gegnum árin. „Við erum í æfingarferð á Akureyri. Fórum á fimmtudag og komum aftur heim á sunnudaginn. Þess vegna vorum við ekki að taka unga stráka úr 2. eða 3. flokki,“ sagði Einar að lokum. Mark Einars má finna í spilaranum hér að neðan en ÞórTV sýndi leikinn beint. Mark Einars má sjá á undir lok myndbandsins eða þegar 2:05:35 eru komnar á klukkuna. Víkingur mætir Keflavík í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins þann 19. mars. Stöð 2 Sport mun sýna beint frá úrslitakeppninni en enn er óvíst hvaða leikir verða sýndir í 8-liða úrslitum.
Íslenski boltinn Fótbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Sjá meira