Stefán Rafn: Þetta var bara heppni, ég verð vonandi betri Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 16. mars 2021 22:45 Stefán Rafn mættur á Ásvelli á ný Stefán Rafn Sigurmannsson var mættur á völlinn í sínum fyrsta leik fyrir Hauka síðan 2012. Hann skoraði 6 mörk í endurkomunni gegn Stjörnunni á Ásvöllum „Þetta var bara fínt, ég er bara þreyttur. Ég er náttúrulega búinn að spila svo lítið síðastliðna eitt og hálfa árið svo þetta situr smá í manni svona strax eftir leik“ sagði Stefán Rafn, sem hefur lítið sem ekkert spilað vegna meiðsla og var það ástæðan fyrir heimkomunni frá Pick Szeged undir lok seinasta árs. „Það var mjög gaman að koma hérna aftur, spila aðeins með strákunum. Mjög jákvætt að sækja þessi tvö stig eftir að við misstum þetta svolítið niður, við gerðum mikið af tæknifeilum, vorum ekki að vinna maður á mann og gerðum mikið af bara aulamistökum“ sagði Stefán Rafn um gang leiksins Haukar höfðu öll tök á leiknum í fyrri hálfleik með fimm marka forystu í hálfleik og í nokkuð þægilegri stöðu eftir góða spilamennsku í fyrri hálfleiknum. Stefán vill ekki meina að þeir hafi ekki búist við þessum viðsnúningi gestanna „þetta var kannski bara kæruleysi hjá okkur, við vorum bara að spila illa sóknarlega á köflum. Það varð bara erfitt að hlaupa á eftir þeim, en við hristum allavega upp í þessu og náðum í þessa tvo punkta“ Stefán byrjaði leikinn í horninu og spilaði nær allan leikinn sem er talsvert meira en hann sjálfur bjóst við fyrir leik „Ég ætlaði ekki að spila svona rosalega mikið, það sýndi sig líka undir lokin að ég var orðinn mjög þreyttur. Það er bara „recovery“ á morgun og reyna að vera klár í næsta leik“ Stefán talaði um það fyrir leik að hann væri ekki orðinn 100% heill af sínum meiðslum en hann spilaði mjög vel í dag og skoraði 6 mörk, hann vill þó ekki gera mikið úr sinni frammistöðu „Þetta var bara heppni, ég verð vonandi betri þegar ég verð orðinn 100%“ sagði Stebbi en fann hann fyrir mikilli pressu að mæta á völlinn eftir 8 ár í atvinnumennsku? „Nei nei, ég er svo kærulaus, ég pæli svo lítið í þessu. Ég elska bara Hauka og líður ótrúlega vel hérna“ sagði Stefán Rafn að lokum Olís-deild karla Haukar Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
„Þetta var bara fínt, ég er bara þreyttur. Ég er náttúrulega búinn að spila svo lítið síðastliðna eitt og hálfa árið svo þetta situr smá í manni svona strax eftir leik“ sagði Stefán Rafn, sem hefur lítið sem ekkert spilað vegna meiðsla og var það ástæðan fyrir heimkomunni frá Pick Szeged undir lok seinasta árs. „Það var mjög gaman að koma hérna aftur, spila aðeins með strákunum. Mjög jákvætt að sækja þessi tvö stig eftir að við misstum þetta svolítið niður, við gerðum mikið af tæknifeilum, vorum ekki að vinna maður á mann og gerðum mikið af bara aulamistökum“ sagði Stefán Rafn um gang leiksins Haukar höfðu öll tök á leiknum í fyrri hálfleik með fimm marka forystu í hálfleik og í nokkuð þægilegri stöðu eftir góða spilamennsku í fyrri hálfleiknum. Stefán vill ekki meina að þeir hafi ekki búist við þessum viðsnúningi gestanna „þetta var kannski bara kæruleysi hjá okkur, við vorum bara að spila illa sóknarlega á köflum. Það varð bara erfitt að hlaupa á eftir þeim, en við hristum allavega upp í þessu og náðum í þessa tvo punkta“ Stefán byrjaði leikinn í horninu og spilaði nær allan leikinn sem er talsvert meira en hann sjálfur bjóst við fyrir leik „Ég ætlaði ekki að spila svona rosalega mikið, það sýndi sig líka undir lokin að ég var orðinn mjög þreyttur. Það er bara „recovery“ á morgun og reyna að vera klár í næsta leik“ Stefán talaði um það fyrir leik að hann væri ekki orðinn 100% heill af sínum meiðslum en hann spilaði mjög vel í dag og skoraði 6 mörk, hann vill þó ekki gera mikið úr sinni frammistöðu „Þetta var bara heppni, ég verð vonandi betri þegar ég verð orðinn 100%“ sagði Stebbi en fann hann fyrir mikilli pressu að mæta á völlinn eftir 8 ár í atvinnumennsku? „Nei nei, ég er svo kærulaus, ég pæli svo lítið í þessu. Ég elska bara Hauka og líður ótrúlega vel hérna“ sagði Stefán Rafn að lokum
Olís-deild karla Haukar Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita