Var nauðgað á unglingsárunum þegar hún vann hjá Disney Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2021 16:23 Söngkonan Demi Lovato Getty/Focus on Sport Söngkonan Demi Lovato segir að sér hafi verið nauðgað þegar hún var fimmtán ára gömul. Þá hafi hún verið að vinna hjá Disney og þekkti hún manninn. Þetta segir Lovato í heimildarmyndinni Dance With the Devil sem frumsýnd var vestanhafs í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta sinn sem hún tjáir sig opinberlega um nauðgunina. „Ég missti meydóminn í nauðgun. Ég reyndi að hringja í þá manneskju mánuði síðar og taka stjórnina en það eina sem gerðist var að mér leið bara verr,“ sagði Lovato, samkvæmt frétt Sky News. Hún segist hafa sannfært sjálfa sig um að nauðgunin hefði verið henni að kenna. Lovato opinberaði ekki hver viðkomandi væri en sagðist hafa átt í sambandi við hann á þessum tíma og að hún hafi ítrekað þurft að hitta hann í kjölfarið. Þá segir Lovato að aftur hafi verið brotið á henni mörgum árum seinna. Sjá einnig: Missti sjónina tímabundið eftir of stóran skammt 2018 Lovato hefur glímt við átröskun, tvíhverfu og fíknivandamál á undanförnum árum en þegar fyrsta stikla heimildarþáttanna var gefin út í síðasta mánuði kom fram að Lovato hefði verið nærri dauða en lífi þegar hún tók of stóran skammt af fíkniefnum árið 2018. Síðan þá hefur hún fengið þrjú heilablóðföll, hjartaáfall og heilaskaða. Í myndinni sjálfri segir hún að fíkniefnasali sinn hafi nauðgað sér og skilið sig eftir nær dauða en lífi, eftir að hún tók þennan of stóra skammt á heimili sínu í Los Angeles. Sjá einnig: Fíkniefnasali Demi Lovato tjáir sig - „Vissi alveg hvað hún var að taka inn“ Hún segir báðar árásirnar hafa reynst sér erfiðar og hún hafi kennt sjálfri sér um þær. Það og kristin trú hennar hafi gert henni erfitt að takast á við það að fyrri nauðgunin hefði í raun verið nauðgun. Eftir þá nauðgun byrjaði hún að þjást af átröskun. Sem barn lék Lovato í þáttunum Barney and Friends. Hún varð svo enn þekktari sem unglingur á Disney-sjónvarpsstöðinni þar sem hún lék meðal annars í Camp Rock-myndunum sem nutu gríðarlega vinsælda. Lovato sneri síðan meira að tónlistinni og hefur gefið út sex plötur. Hún hefur einnig verið dómari í X-Factor-þáttunum í Bandaríkjunum. Í frétt TMZ segir að fyrri nauðgunin sem Lovato sagði frá hafi átt sér stað um það leyti sem hún vann við tökur á Camp Rock myndunum og þáttunum Sonny With a Chance. Dance With the Devil verður birt á Youtube þann 23. mars. Disney Kynferðisofbeldi Hollywood Fíkn Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira
Þetta segir Lovato í heimildarmyndinni Dance With the Devil sem frumsýnd var vestanhafs í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta sinn sem hún tjáir sig opinberlega um nauðgunina. „Ég missti meydóminn í nauðgun. Ég reyndi að hringja í þá manneskju mánuði síðar og taka stjórnina en það eina sem gerðist var að mér leið bara verr,“ sagði Lovato, samkvæmt frétt Sky News. Hún segist hafa sannfært sjálfa sig um að nauðgunin hefði verið henni að kenna. Lovato opinberaði ekki hver viðkomandi væri en sagðist hafa átt í sambandi við hann á þessum tíma og að hún hafi ítrekað þurft að hitta hann í kjölfarið. Þá segir Lovato að aftur hafi verið brotið á henni mörgum árum seinna. Sjá einnig: Missti sjónina tímabundið eftir of stóran skammt 2018 Lovato hefur glímt við átröskun, tvíhverfu og fíknivandamál á undanförnum árum en þegar fyrsta stikla heimildarþáttanna var gefin út í síðasta mánuði kom fram að Lovato hefði verið nærri dauða en lífi þegar hún tók of stóran skammt af fíkniefnum árið 2018. Síðan þá hefur hún fengið þrjú heilablóðföll, hjartaáfall og heilaskaða. Í myndinni sjálfri segir hún að fíkniefnasali sinn hafi nauðgað sér og skilið sig eftir nær dauða en lífi, eftir að hún tók þennan of stóra skammt á heimili sínu í Los Angeles. Sjá einnig: Fíkniefnasali Demi Lovato tjáir sig - „Vissi alveg hvað hún var að taka inn“ Hún segir báðar árásirnar hafa reynst sér erfiðar og hún hafi kennt sjálfri sér um þær. Það og kristin trú hennar hafi gert henni erfitt að takast á við það að fyrri nauðgunin hefði í raun verið nauðgun. Eftir þá nauðgun byrjaði hún að þjást af átröskun. Sem barn lék Lovato í þáttunum Barney and Friends. Hún varð svo enn þekktari sem unglingur á Disney-sjónvarpsstöðinni þar sem hún lék meðal annars í Camp Rock-myndunum sem nutu gríðarlega vinsælda. Lovato sneri síðan meira að tónlistinni og hefur gefið út sex plötur. Hún hefur einnig verið dómari í X-Factor-þáttunum í Bandaríkjunum. Í frétt TMZ segir að fyrri nauðgunin sem Lovato sagði frá hafi átt sér stað um það leyti sem hún vann við tökur á Camp Rock myndunum og þáttunum Sonny With a Chance. Dance With the Devil verður birt á Youtube þann 23. mars.
Disney Kynferðisofbeldi Hollywood Fíkn Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira