Spánn fjórða Evrópuríkið til að lögleiða dánaraðstoð Atli Ísleifsson skrifar 18. mars 2021 14:04 Ekki voru allir á eitt sáttir með frumvarpið sem nú er orðið að lögum. Andstaðan var mikil hjá þingmönnum hægriflokka og sömuleiðis kaþólsku kirkjunni. AP Spænska þingið samþykkti í dag að heimila dánaraðstoð og líknardráp hjá sjúklingum sem glímt hafa við ólæknandi sjúkdóma til að gefa þeim möguleika á að binda enda á þjáningar sínar. Spánn verður þar með sjöunda ríki heims til að lögleiða dánaraðstoð og það fjórða í Evrópu. 202 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en 141 greiddi atkvæði gegn. „Í dag er þetta orðið mannúðlegra, réttlátara og frjálsara land. Dánaraðstoðarlögin, sem nýtur mikils stuðnings meðal þjóðarinnar, er loks orðið að veruleika,“ sagði forsætisráðherrann Pedro Sanchez að lokinni atkvæðagreiðslunni á spænska þinginu. Hoy somos un país más humano, más justo y más libre. La ley de eutanasia, ampliamente demandada por la sociedad, se convierte por fin en una realidad. Gracias a todas las personas que han peleado incansablemente para que el derecho a morir dignamente fuera reconocido en España. pic.twitter.com/Ge4CZWuvIe— Pedro Sánchez (@sanchezcastejon) March 18, 2021 Með lögunum verður sjúklingum, sem eru með alvarlega og ólæknandi sjúkdóma eða meiðsli, heimilt að fá aðstoð lækna með að binda á líf sitt til að koma í veg fyrir frekari þjáningar. Sjúklingurinn verður að vera talinn með fulla meðvitund þegar beiðni um dánaraðstoð er lögð fram og þá þarf að senda skriflega beiðni í tvígang, með fimmtán daga millibili, eigi læknar að taka beiðni sjúklingsins til meðferðar. Auk stjórnarflokkanna – Jafnaðarmannaflokksins PSOE og vinstriflokksins Podemos – greiddu þingmenn hins frjálslynda Ciudadanos atkvæði með frumvarpinu, en lögin munu taka gildi í júní. Þingmenn íhaldsflokksins PP og hægri öfgaflokksins Vox, sem og kaþólska kirkjan mótmæltu frumvarpinu hins vegar harðlega. Önnur ríki í Evrópu sem hafa lögleitt dánaraðstoð eru Belgía, Holland og Lúxemborg. Spánn Dánaraðstoð Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Sjá meira
202 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en 141 greiddi atkvæði gegn. „Í dag er þetta orðið mannúðlegra, réttlátara og frjálsara land. Dánaraðstoðarlögin, sem nýtur mikils stuðnings meðal þjóðarinnar, er loks orðið að veruleika,“ sagði forsætisráðherrann Pedro Sanchez að lokinni atkvæðagreiðslunni á spænska þinginu. Hoy somos un país más humano, más justo y más libre. La ley de eutanasia, ampliamente demandada por la sociedad, se convierte por fin en una realidad. Gracias a todas las personas que han peleado incansablemente para que el derecho a morir dignamente fuera reconocido en España. pic.twitter.com/Ge4CZWuvIe— Pedro Sánchez (@sanchezcastejon) March 18, 2021 Með lögunum verður sjúklingum, sem eru með alvarlega og ólæknandi sjúkdóma eða meiðsli, heimilt að fá aðstoð lækna með að binda á líf sitt til að koma í veg fyrir frekari þjáningar. Sjúklingurinn verður að vera talinn með fulla meðvitund þegar beiðni um dánaraðstoð er lögð fram og þá þarf að senda skriflega beiðni í tvígang, með fimmtán daga millibili, eigi læknar að taka beiðni sjúklingsins til meðferðar. Auk stjórnarflokkanna – Jafnaðarmannaflokksins PSOE og vinstriflokksins Podemos – greiddu þingmenn hins frjálslynda Ciudadanos atkvæði með frumvarpinu, en lögin munu taka gildi í júní. Þingmenn íhaldsflokksins PP og hægri öfgaflokksins Vox, sem og kaþólska kirkjan mótmæltu frumvarpinu hins vegar harðlega. Önnur ríki í Evrópu sem hafa lögleitt dánaraðstoð eru Belgía, Holland og Lúxemborg.
Spánn Dánaraðstoð Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna