Leyfum fjólunni að blómstra Vilhjálmur Árnason skrifar 18. mars 2021 14:31 Flestir landsmenn þekkja til Garðyrkjuskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi, þaðan birtast gjarnan myndir af forseta Íslands í heimsókn á sumardaginn fyrsta. Alltaf er gleði og spenna þann dag á Reykjum og ljóst að mikil gróska og kraftur býr í starfsfólki og nemendum sem vekur hjá manni von í brjósti um framtíð garðyrkju á Íslandi. Áhugasamir og metnaðarfullir nemendur sem eru þar við nám undir handleiðslu fagfólks sem leggur líf og sál í starf sitt. Einnig er áberandi hversu mikil samheldni er meðal fagfélaga og atvinnulífsins í garðyrkjunni, sem styður þétt við bakið á skólanum samhliða gífurlegum metnaði til að þróa og byggja upp atvinnulífið í þessum mikilvægu starfsgreinum. Allt frá heimaræktun upp í hátækni ylrækt þurfum við að gefa öllu því öfluga garðyrkjufólki sem hér starfar frelsi og tækifæri til að byggja upp grunnstoðir og rækta metnað sinn í faginu svo að garðyrkjan verði ein af undirstöðunum í atvinnuvegum þjóðarinnar. Menntamálaráðherra verður því að leysa hratt og vel úr þeim hnút sem málefni Garðyrkjuskólans eru nú komin í og tryggja velferð þessa náms með skýrum hætti. Það verður að mínu mati best gert með því að tryggja sjálfstæði skólans sem fagskóla í garðyrkjugreinum sem tekur á móti nemendum frá öllum landshlutum og tryggja áframhaldandi samstarf fagfélaga, atvinnulífs, starfsfólks og nemenda á Reykjum. Einnig þarf að tryggja að höfuðstöðvar verði áfram þar sem ræturnar liggja og hjarta garðyrkju á Íslandi hefur slegið síðustu 82 ár, í Garðyrkjuskólanum að Reykjum í Ölfusi. Fisktækniskóli Íslands í Grindavík hefur einmitt farið þessa leið, barist fyrir sjálfstæði sínu og þróað í samstarfi við atvinnulífið nám í sjávarútvegi á breiðum grundvelli. Það hefur gefið af sér óteljandi sprota og tækifæri til verðmætasköpunar í sjávarútvegi. Vægast sagt hefur það kostað stjórnendur mikla baráttu að koma Fisktækniskólanum úr þeim þrönga stakki sem iðn- eða fagnámi er sniðinn í menntamálaráðuneytinu. Sú barátta hefur blessunarlega skilað árangri. Það verður því að gefa Garðyrkjuskólanum frelsi og sjálfstæði. Þannig mun skólinn vaxa og dafna, fólk mun fylkja sér að baki honum þannig að hann verði uppspretta þekkingar og hugvits landi og þjóð til heilla. Höfundur er varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Skoðun: Kosningar 2021 Skóla - og menntamál Háskólar Ölfus Sjálfstæðisflokkurinn Suðurkjördæmi Garðyrkja Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Flestir landsmenn þekkja til Garðyrkjuskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi, þaðan birtast gjarnan myndir af forseta Íslands í heimsókn á sumardaginn fyrsta. Alltaf er gleði og spenna þann dag á Reykjum og ljóst að mikil gróska og kraftur býr í starfsfólki og nemendum sem vekur hjá manni von í brjósti um framtíð garðyrkju á Íslandi. Áhugasamir og metnaðarfullir nemendur sem eru þar við nám undir handleiðslu fagfólks sem leggur líf og sál í starf sitt. Einnig er áberandi hversu mikil samheldni er meðal fagfélaga og atvinnulífsins í garðyrkjunni, sem styður þétt við bakið á skólanum samhliða gífurlegum metnaði til að þróa og byggja upp atvinnulífið í þessum mikilvægu starfsgreinum. Allt frá heimaræktun upp í hátækni ylrækt þurfum við að gefa öllu því öfluga garðyrkjufólki sem hér starfar frelsi og tækifæri til að byggja upp grunnstoðir og rækta metnað sinn í faginu svo að garðyrkjan verði ein af undirstöðunum í atvinnuvegum þjóðarinnar. Menntamálaráðherra verður því að leysa hratt og vel úr þeim hnút sem málefni Garðyrkjuskólans eru nú komin í og tryggja velferð þessa náms með skýrum hætti. Það verður að mínu mati best gert með því að tryggja sjálfstæði skólans sem fagskóla í garðyrkjugreinum sem tekur á móti nemendum frá öllum landshlutum og tryggja áframhaldandi samstarf fagfélaga, atvinnulífs, starfsfólks og nemenda á Reykjum. Einnig þarf að tryggja að höfuðstöðvar verði áfram þar sem ræturnar liggja og hjarta garðyrkju á Íslandi hefur slegið síðustu 82 ár, í Garðyrkjuskólanum að Reykjum í Ölfusi. Fisktækniskóli Íslands í Grindavík hefur einmitt farið þessa leið, barist fyrir sjálfstæði sínu og þróað í samstarfi við atvinnulífið nám í sjávarútvegi á breiðum grundvelli. Það hefur gefið af sér óteljandi sprota og tækifæri til verðmætasköpunar í sjávarútvegi. Vægast sagt hefur það kostað stjórnendur mikla baráttu að koma Fisktækniskólanum úr þeim þrönga stakki sem iðn- eða fagnámi er sniðinn í menntamálaráðuneytinu. Sú barátta hefur blessunarlega skilað árangri. Það verður því að gefa Garðyrkjuskólanum frelsi og sjálfstæði. Þannig mun skólinn vaxa og dafna, fólk mun fylkja sér að baki honum þannig að hann verði uppspretta þekkingar og hugvits landi og þjóð til heilla. Höfundur er varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun