Átt þú von á barni? Hefur þú þörf fyrir geðheilbrigðisþjónustu? Býrðu á landsbyggðinni? Katrín Sif Sigurgeirsdóttir skrifar 18. mars 2021 15:00 Aðgangur að heilbrigðisþjónustu Það er mikilvægt í lýðræðisþjóðfélagi að fólk hafi raunverulegt val um búsetu. Val um búsetu byggir á fjölmörgum áhrifaþáttum og þá fyrst og fremst framfærslumöguleikum og öryggi. Í því felst til að mynda öruggt húsnæði og öruggir atvinnumöguleikar. Öruggt vaxandi samfélag sem býður upp á trausta innviði svo sem raforku, hitaveitu, samgöngur og öruggt aðgengi að menntun og heilbrigðis- og félagsþjónustu. Á undanförnum árum höfum við á miklum hraða færst nær menntun og störfum án staðsetningar. Þannig hefur til að mynda yfirstandandi heimsfaraldur fært okkur hratt fram í þeirri þróun og gert það að verkum að val fólks til búsetu þarf ekki að einskorðast við störf og menntun á staðnum að jafn miklu leyti og áður. En það byggir þá meðal annars á því að traust fjarskipti séu aðgengileg á staðnum. Það er sem betur fer víðast hvar en ekki á öllum stöðum og því þarft að róa að því öllum árum að tryggja að svo sé. Þarfir og áherslur sveitafélaga á Íslandi eru eins ólíkar og þau eru mörg og sveitafélögin eru best í stakk búin til að stýra þeim og anna sjálf. Það eru þó fjölmargar sameiginlegar áherslur sem flestum er miðstýrt. Mig langar þar helst að nefna jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þar á landsbyggðin verulega undir högg að sækja. Mikið hefur verið skorið niður og þrengt að heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni á undanförnum tveimur áratugum og erfitt að sjá að það hafi verið til hagsbóta fyrir neinn, ekki einu sinni ríkiskassann. Þegar heildarmyndin er skoðuð þá hlýtur það að vera bæði farsælla og hagsælla að bjóða upp á víðtækari heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni en nú er gert. Má í því skyni nefna barneignarþjónustu og geðheilbrigðisþjónustu. Átt þú von á barni? Það hafa því miður ekki allar konur á Íslandi jafn gott aðgengi að meðgönguvernd og þjónustu ljósmóður á meðgöngu. Aðgengið fer algjörlega eftir búsetu. Þar af leiðandi búa ekki allar konur við sama öryggi á barneignatímanum – sem er óásættanlegt. Þegar kemur svo að fæðingu þurfa mjög margar konur búsettar á landsbyggðinni að vera fjarri heimili sínu og jafnvel fjölskyldu svo vikum skiptir þar sem þær bíða eftir komu barnsins nærri fæðingastað. Þetta fyrirkomulag hefur gjarnan í för með sér langar fjarvistir. Þetta útheimtir mikinn kostnað fyrir verðandi foreldra sem og ríkiskassann, svo sem ferðakostnað, dvalarkostnað og vinnutap. Þetta fyrirkomulag hefur alla jafna mikil áhrif á fjölskylduna alla og þá sérstaklega hina þunguðu konu, andlega, líkamlega og félagslega. Við sem störfum með konum í barneign vitum að andleg og líkamleg líðan konu hefur gríðarlega mikið að segja um framgang fæðingar og heilbrigða tengslamyndun móður og barns. Slæm líðan konunnar og aðskilnaður foreldra í lok meðgöngu getur einnig haft neikvæð áhrif á tengslamyndun hins foreldris barnsins við barnið. Þarna eru miklir og augljósir hagsmunir í húfi. Það skiptir miklu máli að vel sé hlúð að verðandi- og nýbökuðum foreldrum. Þetta væri hægt að bæta að stórum hluta með því að bjóða upp á meiri þjónustu í eða nærri heimabyggð. Það mætti til dæmis gera með tilkomu umdæmisljósmæðra og þannig veita þeim konum sem eru heilbrigðar og í eðlilegri meðgöngu val um að fæða í eða nærri heimabyggð með möguleika á flutningi á sjúkrahús með hærra þjónustustig ef og þegar þörf er á. Og þannig væri einnig hægt að auka jafnara aðgengi að ljósmæðraþjónustu, það er meðgönguvernd og svo stuðningi og eftirliti eftir fæðingu fyrir konur á landsbyggðinni. Hefur þú þörf fyrir geðheilbrigðisþjónustu? Varðandi geðheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni þá þarf sárlega að bæta og efla aðgengið að slíkri þjónustu í eða sem næst heimabyggð. Það er mikilvægt að byggja upp og styrkja geðheilsuúrræði á landsbyggðinni og má í því skyni meðal annars nýta svokallaða fjarheilbrigðisþjónustu. Einnig væri ráð að búa svo um að, líkt og með umdæmisljósmæður, væru starfandi umdæmissálfræðingar og -geðlæknar sem héldu utan um geðheilbrigðisteymi á staðnum, helst þverfaglegt. Það skiptir miklu máli að fólk með geðrænan vanda geti sótt faglega grunnþjónustu og stuðningsmeðferð í nærumhverfi sínu. Í betri aðgangi að þessum þjónustuliðum í eða nærri heimabyggð er fólgið aukið öryggi skjólstæðinga sem, jafnrétti og langtímasparnaður. Höfundur er hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og fyrrum formaður kjaranefndar- og stjórnarmaður í Ljósmæðrafélags Íslands og nú í framboði í Norðvesturkjördæmi fyrir Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Sif Sigurgeirsdóttir Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Heilbrigðismál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Aðgangur að heilbrigðisþjónustu Það er mikilvægt í lýðræðisþjóðfélagi að fólk hafi raunverulegt val um búsetu. Val um búsetu byggir á fjölmörgum áhrifaþáttum og þá fyrst og fremst framfærslumöguleikum og öryggi. Í því felst til að mynda öruggt húsnæði og öruggir atvinnumöguleikar. Öruggt vaxandi samfélag sem býður upp á trausta innviði svo sem raforku, hitaveitu, samgöngur og öruggt aðgengi að menntun og heilbrigðis- og félagsþjónustu. Á undanförnum árum höfum við á miklum hraða færst nær menntun og störfum án staðsetningar. Þannig hefur til að mynda yfirstandandi heimsfaraldur fært okkur hratt fram í þeirri þróun og gert það að verkum að val fólks til búsetu þarf ekki að einskorðast við störf og menntun á staðnum að jafn miklu leyti og áður. En það byggir þá meðal annars á því að traust fjarskipti séu aðgengileg á staðnum. Það er sem betur fer víðast hvar en ekki á öllum stöðum og því þarft að róa að því öllum árum að tryggja að svo sé. Þarfir og áherslur sveitafélaga á Íslandi eru eins ólíkar og þau eru mörg og sveitafélögin eru best í stakk búin til að stýra þeim og anna sjálf. Það eru þó fjölmargar sameiginlegar áherslur sem flestum er miðstýrt. Mig langar þar helst að nefna jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þar á landsbyggðin verulega undir högg að sækja. Mikið hefur verið skorið niður og þrengt að heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni á undanförnum tveimur áratugum og erfitt að sjá að það hafi verið til hagsbóta fyrir neinn, ekki einu sinni ríkiskassann. Þegar heildarmyndin er skoðuð þá hlýtur það að vera bæði farsælla og hagsælla að bjóða upp á víðtækari heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni en nú er gert. Má í því skyni nefna barneignarþjónustu og geðheilbrigðisþjónustu. Átt þú von á barni? Það hafa því miður ekki allar konur á Íslandi jafn gott aðgengi að meðgönguvernd og þjónustu ljósmóður á meðgöngu. Aðgengið fer algjörlega eftir búsetu. Þar af leiðandi búa ekki allar konur við sama öryggi á barneignatímanum – sem er óásættanlegt. Þegar kemur svo að fæðingu þurfa mjög margar konur búsettar á landsbyggðinni að vera fjarri heimili sínu og jafnvel fjölskyldu svo vikum skiptir þar sem þær bíða eftir komu barnsins nærri fæðingastað. Þetta fyrirkomulag hefur gjarnan í för með sér langar fjarvistir. Þetta útheimtir mikinn kostnað fyrir verðandi foreldra sem og ríkiskassann, svo sem ferðakostnað, dvalarkostnað og vinnutap. Þetta fyrirkomulag hefur alla jafna mikil áhrif á fjölskylduna alla og þá sérstaklega hina þunguðu konu, andlega, líkamlega og félagslega. Við sem störfum með konum í barneign vitum að andleg og líkamleg líðan konu hefur gríðarlega mikið að segja um framgang fæðingar og heilbrigða tengslamyndun móður og barns. Slæm líðan konunnar og aðskilnaður foreldra í lok meðgöngu getur einnig haft neikvæð áhrif á tengslamyndun hins foreldris barnsins við barnið. Þarna eru miklir og augljósir hagsmunir í húfi. Það skiptir miklu máli að vel sé hlúð að verðandi- og nýbökuðum foreldrum. Þetta væri hægt að bæta að stórum hluta með því að bjóða upp á meiri þjónustu í eða nærri heimabyggð. Það mætti til dæmis gera með tilkomu umdæmisljósmæðra og þannig veita þeim konum sem eru heilbrigðar og í eðlilegri meðgöngu val um að fæða í eða nærri heimabyggð með möguleika á flutningi á sjúkrahús með hærra þjónustustig ef og þegar þörf er á. Og þannig væri einnig hægt að auka jafnara aðgengi að ljósmæðraþjónustu, það er meðgönguvernd og svo stuðningi og eftirliti eftir fæðingu fyrir konur á landsbyggðinni. Hefur þú þörf fyrir geðheilbrigðisþjónustu? Varðandi geðheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni þá þarf sárlega að bæta og efla aðgengið að slíkri þjónustu í eða sem næst heimabyggð. Það er mikilvægt að byggja upp og styrkja geðheilsuúrræði á landsbyggðinni og má í því skyni meðal annars nýta svokallaða fjarheilbrigðisþjónustu. Einnig væri ráð að búa svo um að, líkt og með umdæmisljósmæður, væru starfandi umdæmissálfræðingar og -geðlæknar sem héldu utan um geðheilbrigðisteymi á staðnum, helst þverfaglegt. Það skiptir miklu máli að fólk með geðrænan vanda geti sótt faglega grunnþjónustu og stuðningsmeðferð í nærumhverfi sínu. Í betri aðgangi að þessum þjónustuliðum í eða nærri heimabyggð er fólgið aukið öryggi skjólstæðinga sem, jafnrétti og langtímasparnaður. Höfundur er hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og fyrrum formaður kjaranefndar- og stjórnarmaður í Ljósmæðrafélags Íslands og nú í framboði í Norðvesturkjördæmi fyrir Pírata.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun