Mourinho áhyggjufullur eftir hörmulegt tap Tottenham | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. mars 2021 21:46 Mourinho í leik kvöldsins. EPA-EFE/ANTONIO BAT José Mourinho var myrkur í máli er hann ræddi við blaðamenn að loknu 3-0 tapi Tottenham Hotspur gegn Dinamo Zagreb í kvöld. Með því er Tottenham dottið út úr Evrópudeildinni og möguleikar liðsins á að komast í Meistaradeild Evrópu á næsta ári orðnir litlir sem engir. „Fyrir leik sagði ég leikmönnunum að sækja til sigurs. Sagði þeim að það væri ekki í lagi að tapa 0-1 eða 1-2, ekki fara í þá átt. Meira að segja í stöðunni 0-0 sagði ég þeim að treysta því ekki. Svo það hefur ekkert átt að koma þeim á óvart,“ sagði Mourinho og þvertók fyrir það að frammistaða Zagreb hafi komið sínum mönnum á óvart. „Hugarfar Dinamo var auðmjúkt. Atvinnumennska byrjar í hugarfarinu.“ „Auðvitað hef ég áhyggjur. Við lögðum mikið á okkur, við reyndum að búa til sem bestar aðstæður svo leikmenn gætu staðið sig. Auðvitað hef ég áhyggjur af því,“ sagði þjálfarinn aðspurður hvort hefði áhyggjur af því að leikmenn Tottenham virðast ekki hlusta á hann né bregðast við því sem hann segir. „Staða mín sem aðalþjálfara er staðan sem gerir það óþægilegt fyrir mig að vera hér fyrir framan myndavélar og fara djúpt í taktíska leikgreiningu. Ég vona að þið skiljið það. Ég trúi að við þurfum allir að vera nægilega auðmjúkir til að taka þeirri gagnrýni sem við fáum fyrir okkar vinnu. Það er ekki mitt að halda áfram að tala um það,“ sagði Mourinho að lokum og lét það hljóma eins og staða hans sem þjálfari Tottenham væri í hættu. You to listen to his Jose Mourinho interview He wears his heart on his sleeve as he looks at a horrible night for the club... pic.twitter.com/Wwi2THhPBH— Football on BT Sport (@btsportfootball) March 18, 2021 Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Fleiri fréttir Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Sjá meira
„Fyrir leik sagði ég leikmönnunum að sækja til sigurs. Sagði þeim að það væri ekki í lagi að tapa 0-1 eða 1-2, ekki fara í þá átt. Meira að segja í stöðunni 0-0 sagði ég þeim að treysta því ekki. Svo það hefur ekkert átt að koma þeim á óvart,“ sagði Mourinho og þvertók fyrir það að frammistaða Zagreb hafi komið sínum mönnum á óvart. „Hugarfar Dinamo var auðmjúkt. Atvinnumennska byrjar í hugarfarinu.“ „Auðvitað hef ég áhyggjur. Við lögðum mikið á okkur, við reyndum að búa til sem bestar aðstæður svo leikmenn gætu staðið sig. Auðvitað hef ég áhyggjur af því,“ sagði þjálfarinn aðspurður hvort hefði áhyggjur af því að leikmenn Tottenham virðast ekki hlusta á hann né bregðast við því sem hann segir. „Staða mín sem aðalþjálfara er staðan sem gerir það óþægilegt fyrir mig að vera hér fyrir framan myndavélar og fara djúpt í taktíska leikgreiningu. Ég vona að þið skiljið það. Ég trúi að við þurfum allir að vera nægilega auðmjúkir til að taka þeirri gagnrýni sem við fáum fyrir okkar vinnu. Það er ekki mitt að halda áfram að tala um það,“ sagði Mourinho að lokum og lét það hljóma eins og staða hans sem þjálfari Tottenham væri í hættu. You to listen to his Jose Mourinho interview He wears his heart on his sleeve as he looks at a horrible night for the club... pic.twitter.com/Wwi2THhPBH— Football on BT Sport (@btsportfootball) March 18, 2021 Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Fleiri fréttir Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Sjá meira