Yfir og allt um kring Hólmfríður Árnadóttir skrifar 19. mars 2021 09:30 Menntun er lýðheilsumál, umhverfismál og atvinnumál. Menntun er í raun ótal margt fleira því hún er yfir og allt um kring í öllu sem við gerum. Lífið er í raun eitt lærdómssamfélag, samfélag sem við lifum og hrærumst í um leið og við menntumst, formlega og óformlega. Að læra meir í dag en í gær er ósjaldan söngur sem sunginn er. Ef við viljum að íbúar landsins hljóti menntun og verði stöðugt færari um að takast á við áskoranir í þjóðfélagi í örum vexti verðum við að hlúa vel að umhverfi og aðbúnaði nemenda. Við verðum að skapa fjölmörg tækifæri, gefa svigrúm fyrir nýsköpun og stöðugt rýna í, breyta og bæta þau menntunartækifæri sem í boði eru. Þó að oft hafi kreppt að okkur Suðurnesjamönnum í atvinnu, höfum við undafarin ár blómstrað þegar kemur að fjölbreytni, nýsköpun og metnaði er varðar menntun. Það sýna leikskólar líkt og leikskólinn Tjarnarsel í Reykjanesbæ með Orðaspjallinu góða og Heilsuleikskólinn Krókur í Grindavík sem hlúir nú að börnum og starfsfólki á einstakan hátt í umbrotinu öllu að öðrum frábærum leikskólum ólöstuðum. Grunnskólastarf í kjördæminu er afar metnaðarfullt og stöðugt hugað að tækninýjungum líkt og í Vallaskóla á Selfossi og þörfum og þroska nemenda líkt og í Sandgerðisskóla í Suðurnesjabæ svo dæmi séu tekin. Þá eru Selfyssingar stórhuga og reisa nýjan skóla í anda stefnu Norðurlanda þar sem skólinn rís fyrst og svo kemur byggðin, þá er skólinn nefnilega tilbúinn þegar flutt er í hverfið. Framhaldsskólarnir á svæðinu eru ólíkir en einstakir og verður gaman að fylgjast með enn frekari þróun og hugmyndum Framhaldsskólans í Austur Skaftafellssýslu, þar er mikil frjósemi í hönnun brauta og mati á námi nemenda og þá eru FSu og FS stöðugt að hanna námsleiðir út frá þörfum sinna nemendahópa. Fisktækniskóli Íslands í Grindavík er einstakur, þar er haldið einstaklega vel utan um nemendur og ófáir sem þaðan hafa útskrifast með aukið sjálfstraust og metnað til frekari hluta. Keilir, miðstöð fræða, vísinda og atvinnulífs er svo enn einn demanturinn í höfuðdjásni kjördæmisins. Þar er óþrjótandi stórhugur og stöðugt verið að sækja á ný mið líkt og með nýja flugklasanum og framhaldsnámi til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð og enginn hissa þó listadeild bættist við þá flóru enda Suðurnesin vagga menningar og lista með fjölmarga metnaðarfulla tónlistarskóla sem alið hafa af sér hvert tónlistarséníið á fætur öðru líkt og OMAM og Valdimar okkar svo rétt sé tæpt á. Ekki er allt upp talið, símenntunarmiðstöðvar líkt og MSS í Reykjanesbæ eru afar öflugar og eru nú í kófinu að grípa hundruði atvinnuleitendur sem vilja ná sér í uppfærslu og auka möguleika sína í atvinnuleit. Þetta allt eru perlur þjóðar, þarna er framlínufólkið okkar sem leitt hefur skólastarf síðasta ár af metnaði og eljusemi með lausnaleit og nýsköpun að leiðarljósi. Húrra fyrir skólafólki Suðurkjördæmis! Húrra fyrir stórhuga sveitarfélögum sem sáu hag sinn í að halda úti skólastarfi og draga ekki úr í kófinu. Ríkið má þó aðeins bæta í og setja meira í sarpinn hjá framhaldsskólum og fullorðinsfræðslum, meira að segja miklu, miklu meira. Höfundur er menntunarfræðingur, frambjóðandi í 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi, formaður Svæðisfélags VG á Suðurnesjum og situr í flokksráði VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Skóla - og menntamál Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Menntun er lýðheilsumál, umhverfismál og atvinnumál. Menntun er í raun ótal margt fleira því hún er yfir og allt um kring í öllu sem við gerum. Lífið er í raun eitt lærdómssamfélag, samfélag sem við lifum og hrærumst í um leið og við menntumst, formlega og óformlega. Að læra meir í dag en í gær er ósjaldan söngur sem sunginn er. Ef við viljum að íbúar landsins hljóti menntun og verði stöðugt færari um að takast á við áskoranir í þjóðfélagi í örum vexti verðum við að hlúa vel að umhverfi og aðbúnaði nemenda. Við verðum að skapa fjölmörg tækifæri, gefa svigrúm fyrir nýsköpun og stöðugt rýna í, breyta og bæta þau menntunartækifæri sem í boði eru. Þó að oft hafi kreppt að okkur Suðurnesjamönnum í atvinnu, höfum við undafarin ár blómstrað þegar kemur að fjölbreytni, nýsköpun og metnaði er varðar menntun. Það sýna leikskólar líkt og leikskólinn Tjarnarsel í Reykjanesbæ með Orðaspjallinu góða og Heilsuleikskólinn Krókur í Grindavík sem hlúir nú að börnum og starfsfólki á einstakan hátt í umbrotinu öllu að öðrum frábærum leikskólum ólöstuðum. Grunnskólastarf í kjördæminu er afar metnaðarfullt og stöðugt hugað að tækninýjungum líkt og í Vallaskóla á Selfossi og þörfum og þroska nemenda líkt og í Sandgerðisskóla í Suðurnesjabæ svo dæmi séu tekin. Þá eru Selfyssingar stórhuga og reisa nýjan skóla í anda stefnu Norðurlanda þar sem skólinn rís fyrst og svo kemur byggðin, þá er skólinn nefnilega tilbúinn þegar flutt er í hverfið. Framhaldsskólarnir á svæðinu eru ólíkir en einstakir og verður gaman að fylgjast með enn frekari þróun og hugmyndum Framhaldsskólans í Austur Skaftafellssýslu, þar er mikil frjósemi í hönnun brauta og mati á námi nemenda og þá eru FSu og FS stöðugt að hanna námsleiðir út frá þörfum sinna nemendahópa. Fisktækniskóli Íslands í Grindavík er einstakur, þar er haldið einstaklega vel utan um nemendur og ófáir sem þaðan hafa útskrifast með aukið sjálfstraust og metnað til frekari hluta. Keilir, miðstöð fræða, vísinda og atvinnulífs er svo enn einn demanturinn í höfuðdjásni kjördæmisins. Þar er óþrjótandi stórhugur og stöðugt verið að sækja á ný mið líkt og með nýja flugklasanum og framhaldsnámi til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð og enginn hissa þó listadeild bættist við þá flóru enda Suðurnesin vagga menningar og lista með fjölmarga metnaðarfulla tónlistarskóla sem alið hafa af sér hvert tónlistarséníið á fætur öðru líkt og OMAM og Valdimar okkar svo rétt sé tæpt á. Ekki er allt upp talið, símenntunarmiðstöðvar líkt og MSS í Reykjanesbæ eru afar öflugar og eru nú í kófinu að grípa hundruði atvinnuleitendur sem vilja ná sér í uppfærslu og auka möguleika sína í atvinnuleit. Þetta allt eru perlur þjóðar, þarna er framlínufólkið okkar sem leitt hefur skólastarf síðasta ár af metnaði og eljusemi með lausnaleit og nýsköpun að leiðarljósi. Húrra fyrir skólafólki Suðurkjördæmis! Húrra fyrir stórhuga sveitarfélögum sem sáu hag sinn í að halda úti skólastarfi og draga ekki úr í kófinu. Ríkið má þó aðeins bæta í og setja meira í sarpinn hjá framhaldsskólum og fullorðinsfræðslum, meira að segja miklu, miklu meira. Höfundur er menntunarfræðingur, frambjóðandi í 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi, formaður Svæðisfélags VG á Suðurnesjum og situr í flokksráði VG.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar