Solskjær varði ákvörðun sína að hvíla Bruno í gær: Hann er manneskja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2021 09:31 Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United ræðir hér við Bruno Fernandes. Getty/Matthew Peters Manchester United datt út úr enska bikarnum í gærkvöldi en margir gagnrýndi knattspyrnustjórann Ole Gunnar Solskjær fyrir það að nota ekki sinn besta mann á móti Leicester. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, horfði upp á sína menn detta úr enska bikarnum í gær og missa af undanúrslitaleik á móti Southampton. Athygli vakti að besti leikamaður United á tímabilinu var ekki í byrjunarliðinu í þessum úrslitaleik. Bruno Fernandes hefur verið frábær á þessu tímabili og oft gert útslagið í jöfnum leikjum. Stuðningsmenn Manchester United söknuðu þess að sjá hann ekki byrja þegar liðið var komið svona langt í enska bikarnum. Kelechi Iheanacho skoraði tvö mörk fyrir Leicester City og Youri Tielemans skoraði þriðja markið í 3-1 sigri á Manchester United í átta liða úrslitum enska bikarsins. Leicester er því komið í undanúrslitin í fyrsta sinn 1982 eða í 39 ár. Ole Gunnar Solskjaer defends substituting Donny van de Beek and Paul Pogba, and benching Bruno Fernandes after seventh knockout defeat in two years #mufc https://t.co/hGdQHJz3wz— Man United News (@ManUtdMEN) March 21, 2021 Solskjær sagði eftir leikinn að Bruno Fernandes hafi þurft á hvíld að halda og þess vegna hafi hann byrjað á bekknum. Bruno kom inn á sem varamaður á 64. mínútu en þá var staðan 2-1 fyrir Leicester. Bruno Fernandes er með 23 mörk og 13 stoðsendingar í 45 leikjum með Manchester United í öllum keppnum á leiktíðinni. Að mati Solskjær var hinn 26 ára gamli Bruno búinn að spila of mikið af fótbolta þegar kom að leiknum í gær. "It has reasons behind it and Bruno has played a lot of football, the boy is not inhuman."Manchester United manager Ole Gunnar Solskjaer defends his team selection in their 3-1 FA Cup quarter-final defeat at Leicester. pic.twitter.com/5RyGQkod9E— Football Daily (@footballdaily) March 21, 2021 „Hann er manneskja og hann er búinn að spila leik á þriggja eða fjögurra daga fresti allt tímabilið,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Ég veit að Bruno vill alltaf spila en stundum þar maður að taka erfiða ákvörðun sem er sú besta fyrir bæði hann og liðið,“ sagði Solskjær. Bruno Fernandes kom inn á fyrir Hollendinginn Donny van de Beek á 64. mínútu en tókst ekki að breyta gangi leiksins á síðustu 26 mínútunum. Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, horfði upp á sína menn detta úr enska bikarnum í gær og missa af undanúrslitaleik á móti Southampton. Athygli vakti að besti leikamaður United á tímabilinu var ekki í byrjunarliðinu í þessum úrslitaleik. Bruno Fernandes hefur verið frábær á þessu tímabili og oft gert útslagið í jöfnum leikjum. Stuðningsmenn Manchester United söknuðu þess að sjá hann ekki byrja þegar liðið var komið svona langt í enska bikarnum. Kelechi Iheanacho skoraði tvö mörk fyrir Leicester City og Youri Tielemans skoraði þriðja markið í 3-1 sigri á Manchester United í átta liða úrslitum enska bikarsins. Leicester er því komið í undanúrslitin í fyrsta sinn 1982 eða í 39 ár. Ole Gunnar Solskjaer defends substituting Donny van de Beek and Paul Pogba, and benching Bruno Fernandes after seventh knockout defeat in two years #mufc https://t.co/hGdQHJz3wz— Man United News (@ManUtdMEN) March 21, 2021 Solskjær sagði eftir leikinn að Bruno Fernandes hafi þurft á hvíld að halda og þess vegna hafi hann byrjað á bekknum. Bruno kom inn á sem varamaður á 64. mínútu en þá var staðan 2-1 fyrir Leicester. Bruno Fernandes er með 23 mörk og 13 stoðsendingar í 45 leikjum með Manchester United í öllum keppnum á leiktíðinni. Að mati Solskjær var hinn 26 ára gamli Bruno búinn að spila of mikið af fótbolta þegar kom að leiknum í gær. "It has reasons behind it and Bruno has played a lot of football, the boy is not inhuman."Manchester United manager Ole Gunnar Solskjaer defends his team selection in their 3-1 FA Cup quarter-final defeat at Leicester. pic.twitter.com/5RyGQkod9E— Football Daily (@footballdaily) March 21, 2021 „Hann er manneskja og hann er búinn að spila leik á þriggja eða fjögurra daga fresti allt tímabilið,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Ég veit að Bruno vill alltaf spila en stundum þar maður að taka erfiða ákvörðun sem er sú besta fyrir bæði hann og liðið,“ sagði Solskjær. Bruno Fernandes kom inn á fyrir Hollendinginn Donny van de Beek á 64. mínútu en tókst ekki að breyta gangi leiksins á síðustu 26 mínútunum.
Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira