„Ég kom rétt áður en hann dó“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. mars 2021 13:30 Auri hefur aðstoðað Sigrúnu Ósk oft í leit hennar að foreldrum ættleiddra Íslendinga. Áhorfendur fengu að kynnast Auri Hinriksson strax í fyrstu þáttaröð af Leitinni að upprunanum og var fjallað ítarlega um þessa mögnuðu konu í þætti gærkvöldsins á Stöð 2. Strax í annarri þáttaröð sáu áhorfendur meira af henni en þá tókst henni það sem þaulreyndu þriggja manna rannsóknarteymi hafði mistekist þegar fann hún líffræðilega fjölskyldu Þorvarðar Andra Haukssonar. Það er margt í fari Auriar sem vakti athygli áhorfenda enda blasir það ekki við í fyrstu hvað fær konu sem verður sjötug á næsta ári til að eyða tíma sínum og orku í að leita að ættingjum barna sem voru ættleidd frá Sri Lanka fyrir margt löngu. Auri er lífsglöð og skemmtileg kona sem endaði fyrir tilviljun á Ísafirði. Auri hefur farið út ellefu sinnum og reynt að finna fjölskyldur fólks í leit. „Mér hefur mistekist oftar en ég mér hefur tekist að finna fólk. Ástæðan er sú að ég fæ rangar upplýsingar. Ættleiðingarskjölin eru gölluð. Það var svo margt óheiðarlegt í gangi,“ segir Auri í samtali við Sigrúnu. Hún segist aldrei hafa tekið greiðslu fyrir leit sína. Hún heitir raunar Aurangasri, en stytti það í Árny eða Auri fyrir okkur Íslendinga. Tekur ekki við neinni greiðslu Hún er komin af nokkuð efnuðu fólki í Sri Lanka, faðir hennar var virtur læknir og sjálf er hún með doktorsgráðu í ensku. Hún hefur verið búsett á Íslandi í tæpa fjóra áratugi eða frá því hún fluttist hingað með eiginmanni sínum heitnum, Þóri Hinrikssyni, en þau hjónin kynntust þegar þau störfuðu bæði fyrir Sameinuðu þjóðirnar en Auri hefur aldrei getað hugsað sér að taka við greiðslum fyrir að aðstoða fólk í upprunaleit. „Ég tók aldrei við greiðslu, þetta er fólkið mitt. Þessi börn eru fólkið mitt.“ En öll þessi ferðalög Auriar hafa ekki alltaf verið hættulaus og fyrir þremur árum munaði minnstu að Auri missti af tækifærinu til að kveðja eiginmann sinn áður en hann lést heima á Ísafirði. „Ég leitaði uppi fjölskyldu og þau hringdu um miðja nótt og hótuðu mér og ég slökkti á símanum. Sonur minn reyndi að hringja í mig því maðurinn minn var orðinn mjög veikur. Ég svaraði ekki í símann því ég var áreitt af fjölskyldunni því ég hafði grafið upp leyndarmál hennar.“ Hættan leið hjá, Auri ákvað að óhætt væri að kveikja á símanum og einkasonur hennar náði loksins sambandi við hana. „Hann sagði mér að taka næstu flugvél heim, maðurinn þinn er mjög veikur. Ég kom rétt áður en hann dó. Ef ég hafði ekki svarað í símann hefði ég ekki verið hjá honum þegar hann dó.“ Hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu við Auri sem var sýnt á Stöð 2 í gærkvöldi. Klippa: Ég kom rétt áður en hann dó Leitin að upprunanum Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Strax í annarri þáttaröð sáu áhorfendur meira af henni en þá tókst henni það sem þaulreyndu þriggja manna rannsóknarteymi hafði mistekist þegar fann hún líffræðilega fjölskyldu Þorvarðar Andra Haukssonar. Það er margt í fari Auriar sem vakti athygli áhorfenda enda blasir það ekki við í fyrstu hvað fær konu sem verður sjötug á næsta ári til að eyða tíma sínum og orku í að leita að ættingjum barna sem voru ættleidd frá Sri Lanka fyrir margt löngu. Auri er lífsglöð og skemmtileg kona sem endaði fyrir tilviljun á Ísafirði. Auri hefur farið út ellefu sinnum og reynt að finna fjölskyldur fólks í leit. „Mér hefur mistekist oftar en ég mér hefur tekist að finna fólk. Ástæðan er sú að ég fæ rangar upplýsingar. Ættleiðingarskjölin eru gölluð. Það var svo margt óheiðarlegt í gangi,“ segir Auri í samtali við Sigrúnu. Hún segist aldrei hafa tekið greiðslu fyrir leit sína. Hún heitir raunar Aurangasri, en stytti það í Árny eða Auri fyrir okkur Íslendinga. Tekur ekki við neinni greiðslu Hún er komin af nokkuð efnuðu fólki í Sri Lanka, faðir hennar var virtur læknir og sjálf er hún með doktorsgráðu í ensku. Hún hefur verið búsett á Íslandi í tæpa fjóra áratugi eða frá því hún fluttist hingað með eiginmanni sínum heitnum, Þóri Hinrikssyni, en þau hjónin kynntust þegar þau störfuðu bæði fyrir Sameinuðu þjóðirnar en Auri hefur aldrei getað hugsað sér að taka við greiðslum fyrir að aðstoða fólk í upprunaleit. „Ég tók aldrei við greiðslu, þetta er fólkið mitt. Þessi börn eru fólkið mitt.“ En öll þessi ferðalög Auriar hafa ekki alltaf verið hættulaus og fyrir þremur árum munaði minnstu að Auri missti af tækifærinu til að kveðja eiginmann sinn áður en hann lést heima á Ísafirði. „Ég leitaði uppi fjölskyldu og þau hringdu um miðja nótt og hótuðu mér og ég slökkti á símanum. Sonur minn reyndi að hringja í mig því maðurinn minn var orðinn mjög veikur. Ég svaraði ekki í símann því ég var áreitt af fjölskyldunni því ég hafði grafið upp leyndarmál hennar.“ Hættan leið hjá, Auri ákvað að óhætt væri að kveikja á símanum og einkasonur hennar náði loksins sambandi við hana. „Hann sagði mér að taka næstu flugvél heim, maðurinn þinn er mjög veikur. Ég kom rétt áður en hann dó. Ef ég hafði ekki svarað í símann hefði ég ekki verið hjá honum þegar hann dó.“ Hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu við Auri sem var sýnt á Stöð 2 í gærkvöldi. Klippa: Ég kom rétt áður en hann dó
Leitin að upprunanum Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira