Beckham segir að Inter Miami sé lið sem Ronaldo og Messi vilji spila fyrir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2021 13:01 Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa verið tveir allra bestu fótboltamenn heims í rúman áratug. Getty/Harold Cunningham David Beckham, meðeigandi í bandaríska fótboltafélaginu Inter Miami CF, segir að MLS-félagið ætli sér að ná í stór nöfn í næstu framtíð. Beckham ræddi framtíðarsýn Inter Miami í viðtali við ESPN en það er ljós á því að félagið vill vera góður valkostur fyrir stærstu nöfn fótboltans þegar þeir koma inn á lokakafla ferils síns. „Þegar við opinberuðum Miami liðið þá var umræðan alltaf um hvaða leikmenn við gætum fengið, hvort sem það var Ronaldo, Messi eða Neymar,“ sagði David Beckham. „Þetta var alltaf að fara að vera í umræðunni og í rauninni tel ég að það yrði ekki erfið ákvörðun að taka fyrir þessa leikmenn af því að þetta er frábær staður,“ sagði Beckham. Það lítur fyrir að gamli enski landsliðsmaðurinn sé bjartsýnn á því að Lionel Messi eða Cristiano Ronaldo spili fyrir lið hans í framtíðinni. Beckham optimistic about signing Messi and Cristiano Ronaldo for Inter Miami.https://t.co/h9bhxRS9gr— AS English (@English_AS) March 22, 2021 Inter Miami er þegar kominn með nokkur þekkt nöfn í liðið sitt eins og Gonzalo Higuain, Blaise Matuidi og Rodolfo Pizarro. Liðið náði hins vegar bara tíunda sæti á fyrsta ári og datt út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Beckham nýtti sér ákvæði í samningi sínum við LA Galaxy til að eignast MLS-lið og félagið í Miami fékk síðan grænt ljós árið 2018. Beckham segir að staðsetningin í suður Flórída eigi að hjálpa félaginu að ná í leikmenn. „Þetta er auðvitað frábær borg og mér finnst við vera komin með góðan kjarna af stuðningsmönnum. Ég veit líka að það er mikið af hæfileikaríkum leikmönnum í Miami og suður Flórída og þetta er frábært tækifæri til að nýta sér það. Miami er borg sem kallar til sín stóru fótboltastjörnurnar frá Evrópu,“ sagði Beckham. Beckham hefur líka trú á því að nýi þjálfarinn Phil Neville nái því besta út úr liðinu á tímabili tvö. Reynsla hans frá Manchester United hafi þar mikið um að segja. "Those are the type of players we aspire to bring to the club"David Beckham answers whether Lionel Messi or Cristiano Ronaldo could play for Inter Miami in the future and references the type of players Sir Alex Ferguson brought to Manchester United pic.twitter.com/YZoIKiCI8Z— Football Daily (@footballdaily) March 1, 2021 Fótbolti MLS Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Åge Hareide látinn Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Beckham ræddi framtíðarsýn Inter Miami í viðtali við ESPN en það er ljós á því að félagið vill vera góður valkostur fyrir stærstu nöfn fótboltans þegar þeir koma inn á lokakafla ferils síns. „Þegar við opinberuðum Miami liðið þá var umræðan alltaf um hvaða leikmenn við gætum fengið, hvort sem það var Ronaldo, Messi eða Neymar,“ sagði David Beckham. „Þetta var alltaf að fara að vera í umræðunni og í rauninni tel ég að það yrði ekki erfið ákvörðun að taka fyrir þessa leikmenn af því að þetta er frábær staður,“ sagði Beckham. Það lítur fyrir að gamli enski landsliðsmaðurinn sé bjartsýnn á því að Lionel Messi eða Cristiano Ronaldo spili fyrir lið hans í framtíðinni. Beckham optimistic about signing Messi and Cristiano Ronaldo for Inter Miami.https://t.co/h9bhxRS9gr— AS English (@English_AS) March 22, 2021 Inter Miami er þegar kominn með nokkur þekkt nöfn í liðið sitt eins og Gonzalo Higuain, Blaise Matuidi og Rodolfo Pizarro. Liðið náði hins vegar bara tíunda sæti á fyrsta ári og datt út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Beckham nýtti sér ákvæði í samningi sínum við LA Galaxy til að eignast MLS-lið og félagið í Miami fékk síðan grænt ljós árið 2018. Beckham segir að staðsetningin í suður Flórída eigi að hjálpa félaginu að ná í leikmenn. „Þetta er auðvitað frábær borg og mér finnst við vera komin með góðan kjarna af stuðningsmönnum. Ég veit líka að það er mikið af hæfileikaríkum leikmönnum í Miami og suður Flórída og þetta er frábært tækifæri til að nýta sér það. Miami er borg sem kallar til sín stóru fótboltastjörnurnar frá Evrópu,“ sagði Beckham. Beckham hefur líka trú á því að nýi þjálfarinn Phil Neville nái því besta út úr liðinu á tímabili tvö. Reynsla hans frá Manchester United hafi þar mikið um að segja. "Those are the type of players we aspire to bring to the club"David Beckham answers whether Lionel Messi or Cristiano Ronaldo could play for Inter Miami in the future and references the type of players Sir Alex Ferguson brought to Manchester United pic.twitter.com/YZoIKiCI8Z— Football Daily (@footballdaily) March 1, 2021
Fótbolti MLS Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Åge Hareide látinn Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira