UEFA hvetur fólk til að fylgjast með Ísak afmælisstrák Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2021 17:01 Ísak Bergmann Jóhannesson lék sinn fyrsta A-landsleik í nóvember. Getty/Ian Walton Ísak Bergmann Jóhannesson er einn þeirra sem fólk ætti að fylgjast sérstaklega með á EM U21-landsliða í fótbolta sem hefst á morgun. Þetta er mat sérfræðinga knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Á vef sambandsins er í dag bent á einn leikmann í hverju af liðunum 16 á EM, sem vert er að fylgjast með. Ísak er þar fulltrúi Íslands. Ísak fagnar 18 ára afmæli í dag. Í umsögn UEFA segir: „Miðjumaðurinn Ísak hefur vakið rosalega athygli með frábærri framgöngu sinni í Svíþjóð. Frammistöður hans hafa verið svo góðar að hann er sagður hafa vakið athygli útsendara frá félögum á borð við Inter, Juventus og Manchester United.“ Ísak Bergmann Jóhannesson er afmælisbarn dagsins, en hann fagnar 18 ára afmæli sínu í dag! Happy 18th birthday to Ísak Bergmann Jóhannesson!#fyririsland pic.twitter.com/G74q8W4ujl— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 23, 2021 Ísak, sem er Skagamaður, lék fjóra leiki með U21-landsliðinu í undankeppni EM. Hann lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Englandi á Wembley í nóvember síðastliðnum. Á síðasta ári skoraði hann þrjú mörk og átti níu stoðsendingar fyrir Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni. Þeir leikmenn sem UEFA mælir með því að fólk fylgist með í riðli Íslands eru annars Frakkinn Amine Gouiri, Daninn Oliver Christensen og Rússinn Fedor Chalov. Ísland mætir Rússlandi á fimmtudaginn, Danmörku næsta sunnudag og loks Frakklandi á miðvikudaginn í næstu viku. Tvö efstu liðin komast áfram í átta liða úrslit. Markakóngur í Rússlandi og Gammurinn frá Kerteminde Chalov er 22 ára en hefur þegar spilað fimm ár með CSKA Moskvu, þar sem hann er liðsfélagi Arnórs Sigurðssonar og Harðar Björgvins Magnússonar. Hann varð markakóngur rússnesku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2018-19 með 15 mörk. Christensen er einnig 22 ára gamall, markvörður OB í Danmörku. „Gammurinn frá Kerteminde,“ eins og hann er kallaður, fyllti í skarðið fyrir Kasper Schmeichel í sínum fyrsta A-landsleik síðasta haust. Hann varði mark U21-landsliðsins í öllum tíu leikjunum í undankeppni EM en Danir unnu átta leikjanna og gerðu tvö jafntefli. Gouiri var keyptur til Nice frá Lyon síðasta sumar. Hann er framherji og hefur skorað reglulega í efstu deild Frakklands og í Evrópudeildinni. „Gouiri er metnaðarfullur og hefur það sem þarf til að ná langt,“ sagði Patrick Vieira, fyrrverandi stjóri Nice. EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Þetta er mat sérfræðinga knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Á vef sambandsins er í dag bent á einn leikmann í hverju af liðunum 16 á EM, sem vert er að fylgjast með. Ísak er þar fulltrúi Íslands. Ísak fagnar 18 ára afmæli í dag. Í umsögn UEFA segir: „Miðjumaðurinn Ísak hefur vakið rosalega athygli með frábærri framgöngu sinni í Svíþjóð. Frammistöður hans hafa verið svo góðar að hann er sagður hafa vakið athygli útsendara frá félögum á borð við Inter, Juventus og Manchester United.“ Ísak Bergmann Jóhannesson er afmælisbarn dagsins, en hann fagnar 18 ára afmæli sínu í dag! Happy 18th birthday to Ísak Bergmann Jóhannesson!#fyririsland pic.twitter.com/G74q8W4ujl— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 23, 2021 Ísak, sem er Skagamaður, lék fjóra leiki með U21-landsliðinu í undankeppni EM. Hann lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Englandi á Wembley í nóvember síðastliðnum. Á síðasta ári skoraði hann þrjú mörk og átti níu stoðsendingar fyrir Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni. Þeir leikmenn sem UEFA mælir með því að fólk fylgist með í riðli Íslands eru annars Frakkinn Amine Gouiri, Daninn Oliver Christensen og Rússinn Fedor Chalov. Ísland mætir Rússlandi á fimmtudaginn, Danmörku næsta sunnudag og loks Frakklandi á miðvikudaginn í næstu viku. Tvö efstu liðin komast áfram í átta liða úrslit. Markakóngur í Rússlandi og Gammurinn frá Kerteminde Chalov er 22 ára en hefur þegar spilað fimm ár með CSKA Moskvu, þar sem hann er liðsfélagi Arnórs Sigurðssonar og Harðar Björgvins Magnússonar. Hann varð markakóngur rússnesku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2018-19 með 15 mörk. Christensen er einnig 22 ára gamall, markvörður OB í Danmörku. „Gammurinn frá Kerteminde,“ eins og hann er kallaður, fyllti í skarðið fyrir Kasper Schmeichel í sínum fyrsta A-landsleik síðasta haust. Hann varði mark U21-landsliðsins í öllum tíu leikjunum í undankeppni EM en Danir unnu átta leikjanna og gerðu tvö jafntefli. Gouiri var keyptur til Nice frá Lyon síðasta sumar. Hann er framherji og hefur skorað reglulega í efstu deild Frakklands og í Evrópudeildinni. „Gouiri er metnaðarfullur og hefur það sem þarf til að ná langt,“ sagði Patrick Vieira, fyrrverandi stjóri Nice.
EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira