Þrír til að fylgjast með hjá Rússum: Markvörður Spartak og tveir samherjar Arnórs og Harðar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. mars 2021 07:01 Rússneska liðið kemur vel undirbúið til leiks gegn Íslandi enda vika síðan liðið kom saman til að hefja undirbúning fyrir EM U21 árs landsliða sem hefst í dag. Egor Slizyak Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri mætir Rússlandi í fyrsta leik Evrópumótsins í knattspyrnu klukkan 17.00 í dag. Vísir hefur tekið saman þrjá leikmenn sem vert er að fylgjast með í leik dagsins. Þó um sé að ræða EM U-21 árs landsliða þá eru þeir leikmenn sem við nefnum hér að neðan allir fæddir árið 1998. Leikmenn þurfa aðeins að vera undir 21 árs aldri þegar undankeppni mótsins fer af stað og því eru stjörnur flestra liða mótsins orðnar 22 eða 23 ára nú þegar lokakeppnin hefst. Blaðamaður væri að ljúga ef hann segðist þekkja alla leikmenn rússneska liðsins. Þeir spila allir í heimalandinu og þá koma 10 af 24 leikmönnum liðsins frá höfuðborg Rússlands, Moskvu. Á það við alla þrjá leikmennina hér að neðan. Þá eru tveir þeirra samherjar Harðar Björgvins Magnúsonar og Arnórs Sigurðssonar hjá CSKA Moskvu. Rússland var með Póllandi, Búlgaríu, Serbíu, Eistlandi og Lettlandi í riðli í undankeppninni. Rússneska liðið vann riðilinn með sjö sigra, tvö jafntefli og aðeins eitt tap. Þá skoraði liðið 22 mörk en fékk aðeins á sig fjögur. Aleksandr Vladimirovich Maksimenko [Spartak Moskva] Verandi fæddur árið 1998 þá er Maksimenko að sjálfsögðu númer 98 hjá Spartak Moskvu.Mikhail Japaridze/Getty Images Aleksandr Maksimenko ætti að verja mark Rússlands í leik dagsins nema honum takist að meiðast í upphitun. Þessi 22 ára gamli markvörður hefur varið mark Spartak um árabil og er orðinn ágætlega reynslumikill þrátt fyrir ungan aldur. Hann hefur alls spilað 75 leiki fyrir Spartak sem situr í 2. sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Áður en hann varð aðalmarkvörður félagsins lék hann 24 leiki fyrir B-lið Spartak. Maksimenko er einnig þaulreyndur landsliðsmarkvörður þó hann hafi ekki enn leikið A-landsleik. Hann á að baki 10 leiki fyrir U21 landsliðið ásamt 35 leikjum til viðbótar fyrir U19, U18 og U17. Hann er nokkuð lágvaxinn, af markverði að vera, en hann er 1.87 metrar á hæð. Hans helstu styrkleikar eru góð viðbrögð, mikil snerpa og að verja skot utan af velli. Hans helsti veikleiki er hins vegar fyrirgjafir, eitthvað sem gæti hentað íslenska liðinu vel. Ivan Sergeyevich Oblyakov [CSKA Moskva] Oblyakov í leik gegn Roma í Meistaradeild Evrópu árið 2018. Verandi fæddur árið 1998 þá er Oblyakov að sjálfsögðu einnig númer 98.EPA-EFE/YURI KOCHETKOV Ivan Oblyakov er prímusmótorinn í rússneska liðinu. Hann spilar inn á miðri miðjunni að öllum líkindum og ber fyrirliðabandið, það ætti því að vera erfitt að taka ekki eftir honum. Líkt og Maksimenko er hann gríðarlega reynslumikill þrátt fyrir ungan aldur, þeir eru jafnaldrar. Eftir að hafa spilað 45 leiki fyrir FC Ufa var hann keyptur til CSKA Moskvu þar sem hann hefur nú leikið 71 leik. Á þessari leiktíð hefur hann aðallega leikið í stöðu djúps miðjumanns eða varnartengiliðs. Oblyakov á tvo A-landsleiki að baka sem og 27 leiki fyrir U21 liðið þar sem hann hefur skorað sex mörk. Einnig á hann að baki samtals tólf leiki fyrir U19 og U18 ára landslið Rússlands. Styrkleikar þessa lágvaxna miðjumanns – hann er 1.75 metrar á hæð – eru margir. Hann er með mjög öflugan vinstri fót. Sendingargetan er góð, hann getur skotið af löngu færi og þá er hann með góðar fyrirgjafir sem nýtast einkar vel í föstum leikatriðum. Það er því ljóst að ef Ísland ætlar sér eitthvað í leik dagsins þá þarf að stöðva Oblyakov á miðjunni. Fyodor Nikolayevich Chalov [CSKA Moskva] Íslenska vörnin þarf að hafa góðar gætur á Chalov í dag.Quality Sport Images/Getty Images Heimildir stemma ekki alveg hvort fyrsta nafn hans sé skrifað Fyodor eða Fedor en við höldum okkur við það fyrra hér. Um er að ræða lunkinn framherja sem hefur verið inn og út úr liðinu hjá CSKA Moskvu til þessa á leiktíðinni en allt í allt hefur hann spilað 115 leiki í rússnesku úrvalsdeildinni. Í þeim leikjum hefur Chalov skorað 40 mörk og lagt upp 26 til viðbótar. Chalov er markahæsti leikmaður rússneska liðsins með 10 mörk í 20 leikjum fyrir U21 landsliðið. Honum hefur ekki enn tekist að skora í þeim þremur A-landsleikjum sem hann hefur spilað en hann skoraði á sínum tíma tíu mörk í 26 leikjum fyrir U15-U19 ára landslið Rússlands. Sóknarmaðurinn er 1.80 metrar á hæð og ekki sterkur í loftinu. Hann er hins vegar góður að finna sér svæði og með þetta margumtalaða markanef. Það sem gæti þó hjálpað íslenska liðinu hvað mest er að hann er full latur að sinna varnarvinnunni og vonandi verður hann sem latastur í dag. Leikur Íslands og Rússlands hefst klukkan 17.00 í dag og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Þó um sé að ræða EM U-21 árs landsliða þá eru þeir leikmenn sem við nefnum hér að neðan allir fæddir árið 1998. Leikmenn þurfa aðeins að vera undir 21 árs aldri þegar undankeppni mótsins fer af stað og því eru stjörnur flestra liða mótsins orðnar 22 eða 23 ára nú þegar lokakeppnin hefst. Blaðamaður væri að ljúga ef hann segðist þekkja alla leikmenn rússneska liðsins. Þeir spila allir í heimalandinu og þá koma 10 af 24 leikmönnum liðsins frá höfuðborg Rússlands, Moskvu. Á það við alla þrjá leikmennina hér að neðan. Þá eru tveir þeirra samherjar Harðar Björgvins Magnúsonar og Arnórs Sigurðssonar hjá CSKA Moskvu. Rússland var með Póllandi, Búlgaríu, Serbíu, Eistlandi og Lettlandi í riðli í undankeppninni. Rússneska liðið vann riðilinn með sjö sigra, tvö jafntefli og aðeins eitt tap. Þá skoraði liðið 22 mörk en fékk aðeins á sig fjögur. Aleksandr Vladimirovich Maksimenko [Spartak Moskva] Verandi fæddur árið 1998 þá er Maksimenko að sjálfsögðu númer 98 hjá Spartak Moskvu.Mikhail Japaridze/Getty Images Aleksandr Maksimenko ætti að verja mark Rússlands í leik dagsins nema honum takist að meiðast í upphitun. Þessi 22 ára gamli markvörður hefur varið mark Spartak um árabil og er orðinn ágætlega reynslumikill þrátt fyrir ungan aldur. Hann hefur alls spilað 75 leiki fyrir Spartak sem situr í 2. sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Áður en hann varð aðalmarkvörður félagsins lék hann 24 leiki fyrir B-lið Spartak. Maksimenko er einnig þaulreyndur landsliðsmarkvörður þó hann hafi ekki enn leikið A-landsleik. Hann á að baki 10 leiki fyrir U21 landsliðið ásamt 35 leikjum til viðbótar fyrir U19, U18 og U17. Hann er nokkuð lágvaxinn, af markverði að vera, en hann er 1.87 metrar á hæð. Hans helstu styrkleikar eru góð viðbrögð, mikil snerpa og að verja skot utan af velli. Hans helsti veikleiki er hins vegar fyrirgjafir, eitthvað sem gæti hentað íslenska liðinu vel. Ivan Sergeyevich Oblyakov [CSKA Moskva] Oblyakov í leik gegn Roma í Meistaradeild Evrópu árið 2018. Verandi fæddur árið 1998 þá er Oblyakov að sjálfsögðu einnig númer 98.EPA-EFE/YURI KOCHETKOV Ivan Oblyakov er prímusmótorinn í rússneska liðinu. Hann spilar inn á miðri miðjunni að öllum líkindum og ber fyrirliðabandið, það ætti því að vera erfitt að taka ekki eftir honum. Líkt og Maksimenko er hann gríðarlega reynslumikill þrátt fyrir ungan aldur, þeir eru jafnaldrar. Eftir að hafa spilað 45 leiki fyrir FC Ufa var hann keyptur til CSKA Moskvu þar sem hann hefur nú leikið 71 leik. Á þessari leiktíð hefur hann aðallega leikið í stöðu djúps miðjumanns eða varnartengiliðs. Oblyakov á tvo A-landsleiki að baka sem og 27 leiki fyrir U21 liðið þar sem hann hefur skorað sex mörk. Einnig á hann að baki samtals tólf leiki fyrir U19 og U18 ára landslið Rússlands. Styrkleikar þessa lágvaxna miðjumanns – hann er 1.75 metrar á hæð – eru margir. Hann er með mjög öflugan vinstri fót. Sendingargetan er góð, hann getur skotið af löngu færi og þá er hann með góðar fyrirgjafir sem nýtast einkar vel í föstum leikatriðum. Það er því ljóst að ef Ísland ætlar sér eitthvað í leik dagsins þá þarf að stöðva Oblyakov á miðjunni. Fyodor Nikolayevich Chalov [CSKA Moskva] Íslenska vörnin þarf að hafa góðar gætur á Chalov í dag.Quality Sport Images/Getty Images Heimildir stemma ekki alveg hvort fyrsta nafn hans sé skrifað Fyodor eða Fedor en við höldum okkur við það fyrra hér. Um er að ræða lunkinn framherja sem hefur verið inn og út úr liðinu hjá CSKA Moskvu til þessa á leiktíðinni en allt í allt hefur hann spilað 115 leiki í rússnesku úrvalsdeildinni. Í þeim leikjum hefur Chalov skorað 40 mörk og lagt upp 26 til viðbótar. Chalov er markahæsti leikmaður rússneska liðsins með 10 mörk í 20 leikjum fyrir U21 landsliðið. Honum hefur ekki enn tekist að skora í þeim þremur A-landsleikjum sem hann hefur spilað en hann skoraði á sínum tíma tíu mörk í 26 leikjum fyrir U15-U19 ára landslið Rússlands. Sóknarmaðurinn er 1.80 metrar á hæð og ekki sterkur í loftinu. Hann er hins vegar góður að finna sér svæði og með þetta margumtalaða markanef. Það sem gæti þó hjálpað íslenska liðinu hvað mest er að hann er full latur að sinna varnarvinnunni og vonandi verður hann sem latastur í dag. Leikur Íslands og Rússlands hefst klukkan 17.00 í dag og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira