Telja Belga líklegasta til að vinna EM í sumar | Þjóðverjar koma þar á eftir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. mars 2021 22:02 Belgum er spáð sigri á EM í sumar. Jeroen Meuwsen/Getty Images Enski fjölmiðillinn The Guardian birti í dag lista yfir allar þjóðirnar sem taka þátt á Evrópumótinu í knattspyrnu karla í sumar. Var þeim raðað í sæti eftir hversu líklegar þær eru til að vinna mótið. Listinn er að sjálfsögðu til gamans gerður og margt getur auðvitað breyst frá deginum í dag og þangað til í sumar. Euro 2020 power rankings: breaking down the final 24. By @m_christenson https://t.co/M1BVY0r1GY— Guardian sport (@guardian_sport) March 26, 2021 1. Belgía Belgía er í fyrsta sæti listans. Gullkynslóð Belga er að renna út á tíma með að vinna til verðlauna á stórmóti. Liðið vann brons á HM í Rússlandi árið 2018 en nú er komið að því að taka gullið. Fjarvera Edens Hazard hafði lítil áhrif á liðið í öruggum 3-1 sigri gegn Wales í undankeppni HM á dögunum. Leikmannahópurinn er ógnarsterkur og Belgía hefur trónað á toppi heimslista FIFA undanfarin þrjú ár. Gullverðlaun á EM sumarið 2021 eru því meiri krafa heldur en óskhyggja. 2. Þýskaland Hvort 3-0 sigur Þýskalands gegn Íslandi hafi áhrif á valið er óvíst en það er ljóst að þýska liðið er til alls líklegt. Jogi Löw, þjálfari Þýskalands, sagði muninn á 6-0 tapinu gegn Spánverjum og svo 3-0 sigrinum á Íslandi aðallega vera ástríðuna á vellinum. Ef Þjóðverjar halda þessari sömu ástríðu sem og öllum sínum helstu mönnum heilum þá gæti vel verið að Löw endi feril sinn sem landsliðsþjálfari með bikar í hödnunum. 3. England Enska landsliðið hefur sjaldan verið jafn áhugavert og það er í dag. Að því sögðu þá eru það eflaust aðeins Englendingar sem hafa trú á að England geti unnið EM. 4. Portúgal Cristiano Ronaldo og félagar koma inn í mótið sem ríkjandi meistarar og hver veit nema þeir vinni það aftur. Portúgalska liðið er mun sterkara nú en það var í Frakklandi sumarið 2016 þó svo að Ronaldo sé nokkrum árum eldri. Hann missti af úrslitaleiknum í Frakklandi og vill eflaust bæta upp fyrir það. 5. Frakkland Ríkjandi heimsmeistarar eru aðeins í fimmta sæti á listanum. Didier Deschamps ákvað að stilla upp í 4-4-2 gegn Úkraínu í fyrstu umferð undankeppni HM 2022. Ssegja má að sú tilraun hafi einfaldlega ekki gengið upp en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Með Kylian Mbappé er þó allt mögulegt. 6. Spánn 7. Tyrkland 8. Ítalía 9. Danmörk 10. Sviss 11. Tékkland 12. Svíþjóð 13. Pólland 14. Austurríki 15. Wales 16. Úkraína 17. Króatía 18. Holland 19. Rússland 20. Skotland 21. Ungverjaland 22. Finnland 23. Slóvakía 24. Norður-Makedónía Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sjá meira
Listinn er að sjálfsögðu til gamans gerður og margt getur auðvitað breyst frá deginum í dag og þangað til í sumar. Euro 2020 power rankings: breaking down the final 24. By @m_christenson https://t.co/M1BVY0r1GY— Guardian sport (@guardian_sport) March 26, 2021 1. Belgía Belgía er í fyrsta sæti listans. Gullkynslóð Belga er að renna út á tíma með að vinna til verðlauna á stórmóti. Liðið vann brons á HM í Rússlandi árið 2018 en nú er komið að því að taka gullið. Fjarvera Edens Hazard hafði lítil áhrif á liðið í öruggum 3-1 sigri gegn Wales í undankeppni HM á dögunum. Leikmannahópurinn er ógnarsterkur og Belgía hefur trónað á toppi heimslista FIFA undanfarin þrjú ár. Gullverðlaun á EM sumarið 2021 eru því meiri krafa heldur en óskhyggja. 2. Þýskaland Hvort 3-0 sigur Þýskalands gegn Íslandi hafi áhrif á valið er óvíst en það er ljóst að þýska liðið er til alls líklegt. Jogi Löw, þjálfari Þýskalands, sagði muninn á 6-0 tapinu gegn Spánverjum og svo 3-0 sigrinum á Íslandi aðallega vera ástríðuna á vellinum. Ef Þjóðverjar halda þessari sömu ástríðu sem og öllum sínum helstu mönnum heilum þá gæti vel verið að Löw endi feril sinn sem landsliðsþjálfari með bikar í hödnunum. 3. England Enska landsliðið hefur sjaldan verið jafn áhugavert og það er í dag. Að því sögðu þá eru það eflaust aðeins Englendingar sem hafa trú á að England geti unnið EM. 4. Portúgal Cristiano Ronaldo og félagar koma inn í mótið sem ríkjandi meistarar og hver veit nema þeir vinni það aftur. Portúgalska liðið er mun sterkara nú en það var í Frakklandi sumarið 2016 þó svo að Ronaldo sé nokkrum árum eldri. Hann missti af úrslitaleiknum í Frakklandi og vill eflaust bæta upp fyrir það. 5. Frakkland Ríkjandi heimsmeistarar eru aðeins í fimmta sæti á listanum. Didier Deschamps ákvað að stilla upp í 4-4-2 gegn Úkraínu í fyrstu umferð undankeppni HM 2022. Ssegja má að sú tilraun hafi einfaldlega ekki gengið upp en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Með Kylian Mbappé er þó allt mögulegt. 6. Spánn 7. Tyrkland 8. Ítalía 9. Danmörk 10. Sviss 11. Tékkland 12. Svíþjóð 13. Pólland 14. Austurríki 15. Wales 16. Úkraína 17. Króatía 18. Holland 19. Rússland 20. Skotland 21. Ungverjaland 22. Finnland 23. Slóvakía 24. Norður-Makedónía
6. Spánn 7. Tyrkland 8. Ítalía 9. Danmörk 10. Sviss 11. Tékkland 12. Svíþjóð 13. Pólland 14. Austurríki 15. Wales 16. Úkraína 17. Króatía 18. Holland 19. Rússland 20. Skotland 21. Ungverjaland 22. Finnland 23. Slóvakía 24. Norður-Makedónía
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sjá meira