„Eigum alveg rétt á að vera á þessu móti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. mars 2021 15:45 Úr leiknum í Györ í dag. getty/Chris Ricco Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðsins, kvaðst nokkuð sáttur með frammistöðu Íslands gegn Danmörku á EM í dag. Danir unnu leikinn, 2-0, og tryggðu sér þar með sæti í átta liða úrslitum keppninnar. „Ég er mjög stoltur af mínu liði. Við áttum að skora og galopna leikinn. Byrjunin var erfið en við unnum okkur vel í leikinn. Ég er fyrst og fremst stoltur af strákunum. Við skildum allt eftir á vellinum,“ sagði Davíð á blaðamannafundi eftir leikinn. Danir skoruðu tvö mörk á fyrstu nítján mínútum leiksins og létu þar við sitja. Fyrra markið kom eftir gott spil hjá danska liðinu og það síðara eftir hornspyrnu. „Þetta eru augnablik sem geta breytt leikjum. En þetta eru bara tvö góð lið að spila. Þeir gerðu þetta vel í fyrsta markinu og svo fast leikatriði sem við komum ekki í veg fyrir,“ sagði Davíð. Hann var ánægður hvernig íslenska liðið svaraði mótlætinu sem það lenti í upphafi leiksins. „Við höldum alltaf áfram og erum með góð liðsheild og góða leikmenn. Við eigum alveg rétt á að vera á þessu móti,“ sagði Davíð. Ísak Óli Ólafsson fór meiddur af velli þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Að sögn Davíðs fékk Keflvíkingurinn krampa. Sveinn Aron Guðjohnsen lét mikið til sín taka í leiknum og Davíð fannst hann ekki fá mikið frá dómaranum. „Hann stóð sig prýðilega. Þeir áttu í stökustu vandræðum með hann. Ég hefði viljað fá fleiri aukaspyrnur en þetta voru sterkir strákar að berjast,“ sagði Davíð. EM U21 í fótbolta 2021 Tengdar fréttir Davíð Snorri: Stoltur af liðinu Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðs karla, kvaðst stoltur af liði sínu eftir 0-2 tap gegn Danmörku í lokakeppni EM sem fram fer í Ungverjalandi þessa dagana. 28. mars 2021 15:16 Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-2 | Danir refsuðu á meðan Íslendingar nýttu ekki færin Ísland mætir Danmörku í Ungverjalandi í dag, í öðrum leik sínum á EM U21-landsliða. Danir eru með sjálfstraust eftir 1-0 sigur gegn Frökkum en Ísland tapaði 4-1 gegn Rússum. 28. mars 2021 14:50 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira
„Ég er mjög stoltur af mínu liði. Við áttum að skora og galopna leikinn. Byrjunin var erfið en við unnum okkur vel í leikinn. Ég er fyrst og fremst stoltur af strákunum. Við skildum allt eftir á vellinum,“ sagði Davíð á blaðamannafundi eftir leikinn. Danir skoruðu tvö mörk á fyrstu nítján mínútum leiksins og létu þar við sitja. Fyrra markið kom eftir gott spil hjá danska liðinu og það síðara eftir hornspyrnu. „Þetta eru augnablik sem geta breytt leikjum. En þetta eru bara tvö góð lið að spila. Þeir gerðu þetta vel í fyrsta markinu og svo fast leikatriði sem við komum ekki í veg fyrir,“ sagði Davíð. Hann var ánægður hvernig íslenska liðið svaraði mótlætinu sem það lenti í upphafi leiksins. „Við höldum alltaf áfram og erum með góð liðsheild og góða leikmenn. Við eigum alveg rétt á að vera á þessu móti,“ sagði Davíð. Ísak Óli Ólafsson fór meiddur af velli þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Að sögn Davíðs fékk Keflvíkingurinn krampa. Sveinn Aron Guðjohnsen lét mikið til sín taka í leiknum og Davíð fannst hann ekki fá mikið frá dómaranum. „Hann stóð sig prýðilega. Þeir áttu í stökustu vandræðum með hann. Ég hefði viljað fá fleiri aukaspyrnur en þetta voru sterkir strákar að berjast,“ sagði Davíð.
EM U21 í fótbolta 2021 Tengdar fréttir Davíð Snorri: Stoltur af liðinu Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðs karla, kvaðst stoltur af liði sínu eftir 0-2 tap gegn Danmörku í lokakeppni EM sem fram fer í Ungverjalandi þessa dagana. 28. mars 2021 15:16 Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-2 | Danir refsuðu á meðan Íslendingar nýttu ekki færin Ísland mætir Danmörku í Ungverjalandi í dag, í öðrum leik sínum á EM U21-landsliða. Danir eru með sjálfstraust eftir 1-0 sigur gegn Frökkum en Ísland tapaði 4-1 gegn Rússum. 28. mars 2021 14:50 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira
Davíð Snorri: Stoltur af liðinu Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðs karla, kvaðst stoltur af liði sínu eftir 0-2 tap gegn Danmörku í lokakeppni EM sem fram fer í Ungverjalandi þessa dagana. 28. mars 2021 15:16
Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-2 | Danir refsuðu á meðan Íslendingar nýttu ekki færin Ísland mætir Danmörku í Ungverjalandi í dag, í öðrum leik sínum á EM U21-landsliða. Danir eru með sjálfstraust eftir 1-0 sigur gegn Frökkum en Ísland tapaði 4-1 gegn Rússum. 28. mars 2021 14:50