Hvernig fjöllum við um barnavernd og starfsumhverfi barnaverndarstarfsmanna? Sigrún Þórarinsdóttir skrifar 29. mars 2021 09:01 Umræða um barnavernd og málefni barna hefur sjaldan verið meiri en nú. Því má þakka mörgum aðilum og ekki síst þeim metnaðarfullu áætlunum sem stjórnvöld hafa nú uppi með markvissum og stórefldum aðgerðum til þess að samþætta þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Breytingar eru fyrirhugaðar á núgildandi barnaverndarlögum og verður spennandi að taka þátt í þeirri vinnu þar sem velferð barna skal höfð í forgrunni. Hinsvegar er það svo að starfsfólk barnaverndar, sem er einn viðkvæmasti og flóknasti málaflokkurinn innan velferðarþjónustunnar, fær afar sjaldan tækifæri til þess að vekja athygli á málaflokknum á almennum nótum; hversu margslunginn, flókinn og viðkvæmur hann er og hvað þá síður tækifæri til þess að upplýsa og kynna það mikilvæga starf og starfsumhverfi sem félagsráðgjafar í barnavernd en ekki síður, margar aðrar fagstéttir koma að. Af hverju ætli það sé? Af hverju er umfjöllun um barnavernd gjarnan einhliða, í æsifréttamennskustíl og því miður uppfull af rangfærslum sem einkennast af augljósum skorti þess sem um málaflokkinn fjallar, til þess að kynna sér vel, og minna sig á um hvað barnaverndin snýst? Barnavernd snýst um Vernd barna. Starfsmenn og stjórnendur barnaverndanefnda sveitarfélaga landsins geta eðli málsins skv. aldrei tjáð sig um einstaka mál. Ekki frekar en starfsfólk í leik- og grunnskólum, innan heilbrigðiskerfisins, löggæslu og svo mætti lengi telja. En við sjáum svo sannarlega umfjöllun á þeim sviðum nánast daglega þar sem starfsfólk sem best þekkir til hverju sinni, er duglegt að koma á framfæri upplýsingum um stöðuna í sínum málaflokki. Það sama þarf að gilda um barnaverndina. Þegar greinaskrif blasa svo við fagmenntuðu fólki sem hefur sérhæft sig í barnavernd þar sem alvarlega er vegið að starfsheiðri, menntun og tilgangi fólks með störfum sínum, þarf að bregðast við því það er ábyrgðarhluti þeirra sem starfa innan barnaverndar að leiðrétta rangfærslur. Því fagna ég af heilum hug snörum viðbrögðum Félagsráðgjafafélags Íslands með mjög góðri grein formanns félagsins sem birtist þann 27. mars. sl. sem minnir réttilega á, að starfsmenn barnaverndarnefndar sveitarfélaganna og félagsráðgjafar, hafa þeim skyldum að gegna fyrst og fremst að vera málsvarar barna sem búa við óviðunandi uppeldisskilyrði sem gjarnan eru til komin vegna fíknivanda forsjáraðila, ofbeldis eða annars konar vanrækslu. Sem félagsráðgjafi og barnaverndarstarfsmaður til margra ára og þess heldur aðili sem þekkir vel til vanda einstaklinga sem glíma við fíknisjúkdóm, þá frábið ég mér fyrir hönd barnaverndarstarfsfólks þessa lands þann óvandaða málflutning sem viðhafður var í grein um störf barnaverndar þann 26. mars sl. Þess heldur skora ég á að alla að kynna sér störf og sérþekkingu félagsráðgjafa á barnavernd líkt og formaður Félagsráðgjafafélagsins greinir svo vel frá, og hvetja til aukinnar umræðu um málaflokkinn því ég efast um að almenningur geri sér grein fyrir umfangi og þeim fjölda barna sem búa við algjörlega óviðunandi aðstæður. Ennfremur er mikilvægt að vekja athygli á því starfsumhverfi sem hið ómetanlega og dýrmæta starfsfólk barnaverndar, býr við þar sem jafnvel fjölskyldur starfsmanna eru í mörgum tilvikum berskjaldaðar gagnvart hótunum og áreiti svo mánuðum og jafnvel árum skiptir. Þar sem starfsmenn búa við þá ógn í starfi að geta átt hættu á líkamsárásum og þurfa að óttast um eigið öryggi á meðan þeir vinna af heilum hug að því að tryggja öryggi barna sem eiga sér ekki annan málsvara. Þar sem starfsfólk er að brenna upp í starfi vegna álags sem bæði er tilkomið vegna málafjölda og hversu fjandsamlegt starfsumhverfið er orðið. Árlega er haldið upp á 112 daginn og í ár var dagurinn tileinkaður umfjöllun um málefni barna og barnavernd sem var löngu tímabært. Umfjöllunin var mjög vönduð og viðtöl voru við ýmsa sérfræðinga og stjórnendur í barnavernd. Sú vandaða umfjöllun féll því miður í skuggann af æsifréttamennsku sem var í gangi á sama tíma. Hversu dásamlegt væri það nú að geta opnað fjölmiðla einn daginn og séð reglulega vandaðar umfjallanir þar sem markmiðið er að fræða, skapa umræðu og kynna fyrir fólki það ómetanlega starf sem unnið er innan barnaverndar allan sólarhringinn um allt land. Höfundur er félagsráðgjafi og skrifstofustjóri ráðgjafar hjá Barnavernd Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Barnavernd Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Umræða um barnavernd og málefni barna hefur sjaldan verið meiri en nú. Því má þakka mörgum aðilum og ekki síst þeim metnaðarfullu áætlunum sem stjórnvöld hafa nú uppi með markvissum og stórefldum aðgerðum til þess að samþætta þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Breytingar eru fyrirhugaðar á núgildandi barnaverndarlögum og verður spennandi að taka þátt í þeirri vinnu þar sem velferð barna skal höfð í forgrunni. Hinsvegar er það svo að starfsfólk barnaverndar, sem er einn viðkvæmasti og flóknasti málaflokkurinn innan velferðarþjónustunnar, fær afar sjaldan tækifæri til þess að vekja athygli á málaflokknum á almennum nótum; hversu margslunginn, flókinn og viðkvæmur hann er og hvað þá síður tækifæri til þess að upplýsa og kynna það mikilvæga starf og starfsumhverfi sem félagsráðgjafar í barnavernd en ekki síður, margar aðrar fagstéttir koma að. Af hverju ætli það sé? Af hverju er umfjöllun um barnavernd gjarnan einhliða, í æsifréttamennskustíl og því miður uppfull af rangfærslum sem einkennast af augljósum skorti þess sem um málaflokkinn fjallar, til þess að kynna sér vel, og minna sig á um hvað barnaverndin snýst? Barnavernd snýst um Vernd barna. Starfsmenn og stjórnendur barnaverndanefnda sveitarfélaga landsins geta eðli málsins skv. aldrei tjáð sig um einstaka mál. Ekki frekar en starfsfólk í leik- og grunnskólum, innan heilbrigðiskerfisins, löggæslu og svo mætti lengi telja. En við sjáum svo sannarlega umfjöllun á þeim sviðum nánast daglega þar sem starfsfólk sem best þekkir til hverju sinni, er duglegt að koma á framfæri upplýsingum um stöðuna í sínum málaflokki. Það sama þarf að gilda um barnaverndina. Þegar greinaskrif blasa svo við fagmenntuðu fólki sem hefur sérhæft sig í barnavernd þar sem alvarlega er vegið að starfsheiðri, menntun og tilgangi fólks með störfum sínum, þarf að bregðast við því það er ábyrgðarhluti þeirra sem starfa innan barnaverndar að leiðrétta rangfærslur. Því fagna ég af heilum hug snörum viðbrögðum Félagsráðgjafafélags Íslands með mjög góðri grein formanns félagsins sem birtist þann 27. mars. sl. sem minnir réttilega á, að starfsmenn barnaverndarnefndar sveitarfélaganna og félagsráðgjafar, hafa þeim skyldum að gegna fyrst og fremst að vera málsvarar barna sem búa við óviðunandi uppeldisskilyrði sem gjarnan eru til komin vegna fíknivanda forsjáraðila, ofbeldis eða annars konar vanrækslu. Sem félagsráðgjafi og barnaverndarstarfsmaður til margra ára og þess heldur aðili sem þekkir vel til vanda einstaklinga sem glíma við fíknisjúkdóm, þá frábið ég mér fyrir hönd barnaverndarstarfsfólks þessa lands þann óvandaða málflutning sem viðhafður var í grein um störf barnaverndar þann 26. mars sl. Þess heldur skora ég á að alla að kynna sér störf og sérþekkingu félagsráðgjafa á barnavernd líkt og formaður Félagsráðgjafafélagsins greinir svo vel frá, og hvetja til aukinnar umræðu um málaflokkinn því ég efast um að almenningur geri sér grein fyrir umfangi og þeim fjölda barna sem búa við algjörlega óviðunandi aðstæður. Ennfremur er mikilvægt að vekja athygli á því starfsumhverfi sem hið ómetanlega og dýrmæta starfsfólk barnaverndar, býr við þar sem jafnvel fjölskyldur starfsmanna eru í mörgum tilvikum berskjaldaðar gagnvart hótunum og áreiti svo mánuðum og jafnvel árum skiptir. Þar sem starfsmenn búa við þá ógn í starfi að geta átt hættu á líkamsárásum og þurfa að óttast um eigið öryggi á meðan þeir vinna af heilum hug að því að tryggja öryggi barna sem eiga sér ekki annan málsvara. Þar sem starfsfólk er að brenna upp í starfi vegna álags sem bæði er tilkomið vegna málafjölda og hversu fjandsamlegt starfsumhverfið er orðið. Árlega er haldið upp á 112 daginn og í ár var dagurinn tileinkaður umfjöllun um málefni barna og barnavernd sem var löngu tímabært. Umfjöllunin var mjög vönduð og viðtöl voru við ýmsa sérfræðinga og stjórnendur í barnavernd. Sú vandaða umfjöllun féll því miður í skuggann af æsifréttamennsku sem var í gangi á sama tíma. Hversu dásamlegt væri það nú að geta opnað fjölmiðla einn daginn og séð reglulega vandaðar umfjallanir þar sem markmiðið er að fræða, skapa umræðu og kynna fyrir fólki það ómetanlega starf sem unnið er innan barnaverndar allan sólarhringinn um allt land. Höfundur er félagsráðgjafi og skrifstofustjóri ráðgjafar hjá Barnavernd Reykjavíkur.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun