Gnabry greindist með veiruna og missir af leiknum gegn PSG annað kvöld Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. apríl 2021 22:31 Gnabry greindist með Covid-19 og missir af leik Bayern og PSG annað kvöld. EPA-EFE/MATTHIAS BALK Evrópumeistarar Bayern München hafa orðið fyrir öðru áfalli fyrir fyrri leik liðsins gegn Paris Saint-Germain í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fyrir ekki svo löngu meiddist pólski framherjinn Robert Lewandowski og var í kjölfarið staðfest að hann myndi missa af báðum leikjunum gegn PSG. Nú hefur Serge Gnabry greinst með kórónuveiruna og ljóst er að hann missir allavega af fyrri leik liðanna sem fram fer á morgun. Þessi 25 ára gamli vængmaður var ekki með Bæjurum á æfingu í dag, þriðjudag, og hefur nú fengist staðfest að um Covid-19 sé að ræða. Gnabry greindist með veiruna í október á síðasta ári en fimm dögum síðar kom í ljós að um gallað próf hefði verið að ræða. BREAKING: Bayern Munich confirm Serge Gnabry has tested positive for COVID-19.They play PSG in their Champions League quarterfinal on Wednesday. pic.twitter.com/09Bf8T6EV9— B/R Football (@brfootball) April 6, 2021 Bæjarar halda eflaust enn í vonina að það sama sé upp á teningnum nú og Gnabry nái allavega síðari leik liðanna sem fram fer í næstu viku. Gnabry var frábær á síðustu leiktíð er Bayern varð Þýskalands- og Evrópumeistari. Hann hefur verið aðeins rólegri á þessari leiktíð en samt skorað níu mörk í 23 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni ásamt því að leggja upp þrjú mörk til viðbótar. Þá hefur hann aðeins lagt upp eitt mark í sex leikjum í Meistaradeildinni til þessa. Leikur Bayern Munchen og PSG hefst klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Á sama tíma hefst leikur Chelsea og Porto sem verður sýndur á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport 2 og þeir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmörkunum klukkan 21:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fleiri fréttir Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Sjá meira
Fyrir ekki svo löngu meiddist pólski framherjinn Robert Lewandowski og var í kjölfarið staðfest að hann myndi missa af báðum leikjunum gegn PSG. Nú hefur Serge Gnabry greinst með kórónuveiruna og ljóst er að hann missir allavega af fyrri leik liðanna sem fram fer á morgun. Þessi 25 ára gamli vængmaður var ekki með Bæjurum á æfingu í dag, þriðjudag, og hefur nú fengist staðfest að um Covid-19 sé að ræða. Gnabry greindist með veiruna í október á síðasta ári en fimm dögum síðar kom í ljós að um gallað próf hefði verið að ræða. BREAKING: Bayern Munich confirm Serge Gnabry has tested positive for COVID-19.They play PSG in their Champions League quarterfinal on Wednesday. pic.twitter.com/09Bf8T6EV9— B/R Football (@brfootball) April 6, 2021 Bæjarar halda eflaust enn í vonina að það sama sé upp á teningnum nú og Gnabry nái allavega síðari leik liðanna sem fram fer í næstu viku. Gnabry var frábær á síðustu leiktíð er Bayern varð Þýskalands- og Evrópumeistari. Hann hefur verið aðeins rólegri á þessari leiktíð en samt skorað níu mörk í 23 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni ásamt því að leggja upp þrjú mörk til viðbótar. Þá hefur hann aðeins lagt upp eitt mark í sex leikjum í Meistaradeildinni til þessa. Leikur Bayern Munchen og PSG hefst klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Á sama tíma hefst leikur Chelsea og Porto sem verður sýndur á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport 2 og þeir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmörkunum klukkan 21:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fleiri fréttir Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Sjá meira