Gnabry greindist með veiruna og missir af leiknum gegn PSG annað kvöld Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. apríl 2021 22:31 Gnabry greindist með Covid-19 og missir af leik Bayern og PSG annað kvöld. EPA-EFE/MATTHIAS BALK Evrópumeistarar Bayern München hafa orðið fyrir öðru áfalli fyrir fyrri leik liðsins gegn Paris Saint-Germain í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fyrir ekki svo löngu meiddist pólski framherjinn Robert Lewandowski og var í kjölfarið staðfest að hann myndi missa af báðum leikjunum gegn PSG. Nú hefur Serge Gnabry greinst með kórónuveiruna og ljóst er að hann missir allavega af fyrri leik liðanna sem fram fer á morgun. Þessi 25 ára gamli vængmaður var ekki með Bæjurum á æfingu í dag, þriðjudag, og hefur nú fengist staðfest að um Covid-19 sé að ræða. Gnabry greindist með veiruna í október á síðasta ári en fimm dögum síðar kom í ljós að um gallað próf hefði verið að ræða. BREAKING: Bayern Munich confirm Serge Gnabry has tested positive for COVID-19.They play PSG in their Champions League quarterfinal on Wednesday. pic.twitter.com/09Bf8T6EV9— B/R Football (@brfootball) April 6, 2021 Bæjarar halda eflaust enn í vonina að það sama sé upp á teningnum nú og Gnabry nái allavega síðari leik liðanna sem fram fer í næstu viku. Gnabry var frábær á síðustu leiktíð er Bayern varð Þýskalands- og Evrópumeistari. Hann hefur verið aðeins rólegri á þessari leiktíð en samt skorað níu mörk í 23 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni ásamt því að leggja upp þrjú mörk til viðbótar. Þá hefur hann aðeins lagt upp eitt mark í sex leikjum í Meistaradeildinni til þessa. Leikur Bayern Munchen og PSG hefst klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Á sama tíma hefst leikur Chelsea og Porto sem verður sýndur á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport 2 og þeir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmörkunum klukkan 21:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Sjá meira
Fyrir ekki svo löngu meiddist pólski framherjinn Robert Lewandowski og var í kjölfarið staðfest að hann myndi missa af báðum leikjunum gegn PSG. Nú hefur Serge Gnabry greinst með kórónuveiruna og ljóst er að hann missir allavega af fyrri leik liðanna sem fram fer á morgun. Þessi 25 ára gamli vængmaður var ekki með Bæjurum á æfingu í dag, þriðjudag, og hefur nú fengist staðfest að um Covid-19 sé að ræða. Gnabry greindist með veiruna í október á síðasta ári en fimm dögum síðar kom í ljós að um gallað próf hefði verið að ræða. BREAKING: Bayern Munich confirm Serge Gnabry has tested positive for COVID-19.They play PSG in their Champions League quarterfinal on Wednesday. pic.twitter.com/09Bf8T6EV9— B/R Football (@brfootball) April 6, 2021 Bæjarar halda eflaust enn í vonina að það sama sé upp á teningnum nú og Gnabry nái allavega síðari leik liðanna sem fram fer í næstu viku. Gnabry var frábær á síðustu leiktíð er Bayern varð Þýskalands- og Evrópumeistari. Hann hefur verið aðeins rólegri á þessari leiktíð en samt skorað níu mörk í 23 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni ásamt því að leggja upp þrjú mörk til viðbótar. Þá hefur hann aðeins lagt upp eitt mark í sex leikjum í Meistaradeildinni til þessa. Leikur Bayern Munchen og PSG hefst klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Á sama tíma hefst leikur Chelsea og Porto sem verður sýndur á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport 2 og þeir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmörkunum klukkan 21:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Sjá meira