Grímulaust sumar Marta Eiríksdóttir skrifar 9. apríl 2021 13:30 Ólafur Darri var í viðtali við Bylgjuna í þessari viku en hann er staddur við tökur í Ástralíu þar sem hann varð fyrst að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins, ég endurtek 2 vikur inni á lokuðu hótelherbergi, mátti ekkert fara út í þennan tíma. Hann hafði að vísu svalir og sagði auðvitað þetta hafa verið skrítið en svona voru lög og reglur þar í landi sem hann að sjálfsögðu virti og sagðist bara hafa haft það ágætt og notið einverunnar. Svo losnaði hann út og fór grímulaus út í samfélagið en það er vel hægt því Ástralir leyfa engar óþarfa ferðir útlendinga inn í landið og kvóti er á fjölda fólks á dag inn í landið. Túristaheimsóknir verða að bíða betri tíma segja þeir, því verið er að vernda líf almennings og leyfa þeim að njóta þess að vera frjáls og grímulaus í landi sem hefur lokuð landamæri! Ég frétti af íslenskri fjögurra manna fjölskyldu sem fór í tveggja vikna sóttkví á hóteli í Perth, Ástralíu. Þeim var fylgt af lögreglu á hótelið frá flugvellinum. Á hótelinu voru engir opnanlegir gluggar né svalir, enginn útivistartími, þrjár máltíðir á dag og öryggisverðir á hverri hæð. Það var hringt í þau á tveggja daga fresti til að athuga hvernig þau höfðu það. Þau þurftu öll fjögur að fara í tvær covid skimanir. Konan sagði þetta hafa verið krefjandi verkefni en vel þess virði til að lifa í samfélagi með engu covid. Maður nokkur var á ferðalagi í Mongolíu og sat þar inni í sóttkví á hótelherbergi í þrjár vikur!! Norðmenn skikka fólk sem kemur til Noregs í 10 daga sóttkví og leyfa engar óþarfa túristaferðir inn í landið núna. Landið er því lokað að vissu marki! - Gylfi Zoega hagfræðingur segir um okkur Íslendinga að við séum 90% hagkerfi Íslands þessa dagana vegna þess að við erum ekki að ferðast til útlanda og eyðum því meira af peningum innanlands í allskonar upplifanir og verslun. Við þurfum sem sagt ekki erlenda túrista vegna hagkerfisins eins og staðan er, segir hann. Þórólfur biður landsmenn að fara ekki í nauðsynjalaus ferðalög til útlanda vegna aðstæðna í heiminum. Bíddu, en afhverju megum við þá ekki loka á nauðsynjalaus ferðalög hingað til lands, láta þetta gilda í báðar áttir? Væri það ekki skynsamlegt eins og staðan er núna í heiminum? Maður spyr sig. Getum við gert þetta? Hugsað meira um heildina; Um okkur sjálf? Verndað í leiðinni heilsu almennings, þeirra sem búsettir eru á Íslandi? Eygja þannig von um gott sumar. Geta gert allt sem við viljum innanlands í vor og sumar, með strangara hliði að landamærum okkar? Njóta þess miklu betur að vera eyland. Grímulaus og frjáls í eigin landi. Lifa þokkalega eðlilegu lífi á eyjunni okkar, á meðan veirufaraldurinn gengur yfir í umheiminum. Höfundur er með diplómagráðu í ferðamálafræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta Eiríksdóttir Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Ólafur Darri var í viðtali við Bylgjuna í þessari viku en hann er staddur við tökur í Ástralíu þar sem hann varð fyrst að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins, ég endurtek 2 vikur inni á lokuðu hótelherbergi, mátti ekkert fara út í þennan tíma. Hann hafði að vísu svalir og sagði auðvitað þetta hafa verið skrítið en svona voru lög og reglur þar í landi sem hann að sjálfsögðu virti og sagðist bara hafa haft það ágætt og notið einverunnar. Svo losnaði hann út og fór grímulaus út í samfélagið en það er vel hægt því Ástralir leyfa engar óþarfa ferðir útlendinga inn í landið og kvóti er á fjölda fólks á dag inn í landið. Túristaheimsóknir verða að bíða betri tíma segja þeir, því verið er að vernda líf almennings og leyfa þeim að njóta þess að vera frjáls og grímulaus í landi sem hefur lokuð landamæri! Ég frétti af íslenskri fjögurra manna fjölskyldu sem fór í tveggja vikna sóttkví á hóteli í Perth, Ástralíu. Þeim var fylgt af lögreglu á hótelið frá flugvellinum. Á hótelinu voru engir opnanlegir gluggar né svalir, enginn útivistartími, þrjár máltíðir á dag og öryggisverðir á hverri hæð. Það var hringt í þau á tveggja daga fresti til að athuga hvernig þau höfðu það. Þau þurftu öll fjögur að fara í tvær covid skimanir. Konan sagði þetta hafa verið krefjandi verkefni en vel þess virði til að lifa í samfélagi með engu covid. Maður nokkur var á ferðalagi í Mongolíu og sat þar inni í sóttkví á hótelherbergi í þrjár vikur!! Norðmenn skikka fólk sem kemur til Noregs í 10 daga sóttkví og leyfa engar óþarfa túristaferðir inn í landið núna. Landið er því lokað að vissu marki! - Gylfi Zoega hagfræðingur segir um okkur Íslendinga að við séum 90% hagkerfi Íslands þessa dagana vegna þess að við erum ekki að ferðast til útlanda og eyðum því meira af peningum innanlands í allskonar upplifanir og verslun. Við þurfum sem sagt ekki erlenda túrista vegna hagkerfisins eins og staðan er, segir hann. Þórólfur biður landsmenn að fara ekki í nauðsynjalaus ferðalög til útlanda vegna aðstæðna í heiminum. Bíddu, en afhverju megum við þá ekki loka á nauðsynjalaus ferðalög hingað til lands, láta þetta gilda í báðar áttir? Væri það ekki skynsamlegt eins og staðan er núna í heiminum? Maður spyr sig. Getum við gert þetta? Hugsað meira um heildina; Um okkur sjálf? Verndað í leiðinni heilsu almennings, þeirra sem búsettir eru á Íslandi? Eygja þannig von um gott sumar. Geta gert allt sem við viljum innanlands í vor og sumar, með strangara hliði að landamærum okkar? Njóta þess miklu betur að vera eyland. Grímulaus og frjáls í eigin landi. Lifa þokkalega eðlilegu lífi á eyjunni okkar, á meðan veirufaraldurinn gengur yfir í umheiminum. Höfundur er með diplómagráðu í ferðamálafræðum.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar