Man Utd gæti notað Lingard sem skiptimynt fyrir Rice Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. apríl 2021 07:00 Það gæti farið svo að Jesse Lingard verði áfram í herbúðum West Ham United á næstu leiktíð en Declan Rice fari til Manchester-borgar. Charlotte Wilson/Getty Images Manchester United ku horfa girndaraugum á Declan Rice, miðjumann West Ham United. Gæti farið svo að Jesse Lingard verði notaður sem skiptimynt í viðræðum liðanna. Jesse Lingard hefur verið hreint út sagt frábær í liði West Ham síðan hann gekk til liðs við félagið á láni frá Manchester United í janúar. Talið er að David Moyes, þjálfari West Ham, vilji ólmur festa kaup á leikmanninum í sumar. Man United framlengdi samning leikmannsins til 2022 áður en hann fékk að fara á láni og því þarf West Ham að kaupa hann vilji það fá hann í sínar raðir á nýjan leik þegar tímabilinu lýkur. Þetta kemur sér vel fyrir Ole Gunnar Solskjær og félaga í Manchester en Norðmaðurinn sér hinn 22 ára gamla Declan Rice fyrir sér sem síðasta púslið á miðju liðsins. Rice hefur heillað á þessari leiktíð, bæði hjá West Ham og með enska landsliðinu. Hann myndi eflaust fylla skarð Fred eða Scott McTominay á miðjunni við hlið Paul Pogba. Það er ef franski landsliðsmaðurinn verður áfram í herbúðum liðsins en það er önnur saga. Light-hearted talk between players at England camp about potential Declan Rice move to #MUFC this summer.Possible Nemanja Matic replacement.Other direction: West Ham want to make Jesse Lingard loan permanent. But his form is interesting many others.https://t.co/GKnTizsjAS— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) April 9, 2021 Moyes hefur hins vegar sagt að Rice sé ekki falur fyrir neina smáaura. Gekk Moyes svo langt að segja að Rice væri yfir 100 milljóna punda virði. Þó það sé tæpt að West Ham reikni með að fá svo mikið fyrir leikmanninn er ljóst að Man Utd er í góðri stöðu þar sem West Ham vill eflaust festa kaup á Lingard í sumar. Hinn 28 ára gamli Lingard hefur skorað sex mörk og lagt upp önnur þrjú í átta leikjum fyrir West Ham, verðmiðinn á honum hefur því hækkað töluvert. Newcastle United og Wolves vildu bæði fá hann á láni í janúar og hefur frammistaða hans eflaust vikið athygli fleiri liða. Þá voru nokkur lið á meginlandi Evrópu áhugasöm en Lingard ákvað að vera áfram í ensku úrvalsdeildinni. Aðallega til þess að geta eytt tíma með dóttur sinni og svo vegna þess að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, ráðlagði honum það. Samkvæmt The Athletic er talið að Man United vilji fá 20-25 milljónir punda fyrir leikmanninn í sumar. Áður en hann fór á láni var talið að peningamennirnir hjá Man Utd hefðu sætt sig við 10 til 15 milljónir. Það ætti því að lækka kostnaðinn á Rice töluvert fari svo að Lingard verði notaður sem skiptimynt. Jesse Lingard has matched Jack Grealish's PL goal total this season in just eight games pic.twitter.com/LkrXWnM2wS— ESPN UK (@ESPNUK) April 6, 2021 Það hjálpar til að West Ham samþykkti að borga eina og hálfa milljón punda til að fá Lingard á láni ásamt því að borga launin hans sem eru talin vera í kringum 100 þúsund pund á viku. Einnig samþykkti Lundúnafélagið að borga 500 þúsund pund ef það færi svo að liðið myndi ná Evrópusæti. Allt í allt gæti Man Utd því grætt fjórar milljónir punda á lánsamningnum. Svo gætu 20 til 25 milljónir bæst við fari svo að Lingard verði seldur í sumar. Þar með er United komið með næstum 20 til 25 milljónir punda sem gætu farið upp í nýjan leikmann. Hvort sá leikmaður verði Declan Rice eða einhver annar á eftir að koma í ljós. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Jesse Lingard hefur verið hreint út sagt frábær í liði West Ham síðan hann gekk til liðs við félagið á láni frá Manchester United í janúar. Talið er að David Moyes, þjálfari West Ham, vilji ólmur festa kaup á leikmanninum í sumar. Man United framlengdi samning leikmannsins til 2022 áður en hann fékk að fara á láni og því þarf West Ham að kaupa hann vilji það fá hann í sínar raðir á nýjan leik þegar tímabilinu lýkur. Þetta kemur sér vel fyrir Ole Gunnar Solskjær og félaga í Manchester en Norðmaðurinn sér hinn 22 ára gamla Declan Rice fyrir sér sem síðasta púslið á miðju liðsins. Rice hefur heillað á þessari leiktíð, bæði hjá West Ham og með enska landsliðinu. Hann myndi eflaust fylla skarð Fred eða Scott McTominay á miðjunni við hlið Paul Pogba. Það er ef franski landsliðsmaðurinn verður áfram í herbúðum liðsins en það er önnur saga. Light-hearted talk between players at England camp about potential Declan Rice move to #MUFC this summer.Possible Nemanja Matic replacement.Other direction: West Ham want to make Jesse Lingard loan permanent. But his form is interesting many others.https://t.co/GKnTizsjAS— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) April 9, 2021 Moyes hefur hins vegar sagt að Rice sé ekki falur fyrir neina smáaura. Gekk Moyes svo langt að segja að Rice væri yfir 100 milljóna punda virði. Þó það sé tæpt að West Ham reikni með að fá svo mikið fyrir leikmanninn er ljóst að Man Utd er í góðri stöðu þar sem West Ham vill eflaust festa kaup á Lingard í sumar. Hinn 28 ára gamli Lingard hefur skorað sex mörk og lagt upp önnur þrjú í átta leikjum fyrir West Ham, verðmiðinn á honum hefur því hækkað töluvert. Newcastle United og Wolves vildu bæði fá hann á láni í janúar og hefur frammistaða hans eflaust vikið athygli fleiri liða. Þá voru nokkur lið á meginlandi Evrópu áhugasöm en Lingard ákvað að vera áfram í ensku úrvalsdeildinni. Aðallega til þess að geta eytt tíma með dóttur sinni og svo vegna þess að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, ráðlagði honum það. Samkvæmt The Athletic er talið að Man United vilji fá 20-25 milljónir punda fyrir leikmanninn í sumar. Áður en hann fór á láni var talið að peningamennirnir hjá Man Utd hefðu sætt sig við 10 til 15 milljónir. Það ætti því að lækka kostnaðinn á Rice töluvert fari svo að Lingard verði notaður sem skiptimynt. Jesse Lingard has matched Jack Grealish's PL goal total this season in just eight games pic.twitter.com/LkrXWnM2wS— ESPN UK (@ESPNUK) April 6, 2021 Það hjálpar til að West Ham samþykkti að borga eina og hálfa milljón punda til að fá Lingard á láni ásamt því að borga launin hans sem eru talin vera í kringum 100 þúsund pund á viku. Einnig samþykkti Lundúnafélagið að borga 500 þúsund pund ef það færi svo að liðið myndi ná Evrópusæti. Allt í allt gæti Man Utd því grætt fjórar milljónir punda á lánsamningnum. Svo gætu 20 til 25 milljónir bæst við fari svo að Lingard verði seldur í sumar. Þar með er United komið með næstum 20 til 25 milljónir punda sem gætu farið upp í nýjan leikmann. Hvort sá leikmaður verði Declan Rice eða einhver annar á eftir að koma í ljós.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira