Gestir sóttkvíarhótela eiga nú kost á útivist Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. apríl 2021 17:48 Nýjar reglur um útivist gesta sóttvarnahótelanna hafa þegar tekið gildi. Vísir/Vilhelm Nýjar reglur um útivist gesta á sóttkvíarhótelum eru þegar komnar í gildi en enn er margt í útfærslu. Áhyggjuraddir hafa heyrst undanfarið um skerta útivist gesta sem þurfa að vera í sóttkví í fimm daga. Áður máttu gestir hótelsins ekki fara út vegna sóttvarnaástæðna. „Útivera verður tryggð eftir því sem unnt er á hverjum stað fyrir sig og án þess að skerða sóttvarnir og þar með skerða öryggi gesta. Þetta er í samræmi við tilmæli eða reglur sóttvarnlæknis,“ segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segir nauðsynlegt að fólk muni að gestir sóttkvíarhótelanna velji hvort þeir dvelji þar eður ei. Nú sé ekki skylda fyrir komufarþega til að dvelja á sóttkvíarhóteli hafi þeir annan samastað og viti þeir því fyrirfram að útivist sé takmörkuð. Þegar er vinna hafin við að útfæra reglurnar en María segir að útfæra þurfi þær á hverjum stað fyrir sig. Þá þurfi einnig að útfæra þær eftir aðstæðum. „Við sjáum þetta þannig fyrir okkur að gestir hafa samband við starfsmenn hótelsins og láta vita að þeir óski eftir að fara út og þá verður reynt að verða við því. Það verður í rauninni að útfæra þetta í hverju tilviki fyrir sig vegna þess að ef það er að koma hópur nýrra gesta inn á hótelið er í raun ekki hægt að labba í gegn um sama svæði án þess að skerða sóttvarnir,“ segir María. Lögð verður sérstök áhersla á að mæta útivistarþörf barna og munu þau því hafa forgang. „Það er verið að útfæra þetta nú þegar, að heimila fólki útivist miðað við aðstæður og án þess að skerða sóttvarnir. Það er auðvitað hlutverk sóttkvíarhúss og þess vegna erum við með sóttvarnahótel að verja heilsu fólks með sóttvörnum,“ segir María. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra heimsækir sóttkvíarhótel Svandís Svarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ætlar að heimsækja sóttkvíarhótelið við Þórunnartún í dag. Þar kynnir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður sóttvarnahúsa Rauða krossins, starfsemina fyrir ráðherranum. 10. apríl 2021 11:58 Stefnir í fullt sóttkvíarhótel í dag eða á morgun Hótel Baron við Barónstíg í Reykjavík verður að öllum líkindum tekið í notkun sem sóttkvíarhótel í dag eða á morgun. Þar er allt klárt að sögn forstjóra Sjúkratryggina Íslands. Gert er ráð fyrir að sóttkvíarhótelið við Þórunnartún fyllist í dag. 10. apríl 2021 10:59 „Mjög erfitt að tryggja fólki útivist ef sóttvarnir eiga að halda“ Rauði krossinn og Sjúkratryggingar Íslands hafa lýst yfir áhyggjum af reglugerð heilbrigðisráðherra og hafa gefið sér tvo sólarhringa til þess að uppfylla hana - án þess að skerða sóttvarnir. Þau hafa nú skilað af sér áliti til sóttvarnalæknis 9. apríl 2021 18:43 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
„Útivera verður tryggð eftir því sem unnt er á hverjum stað fyrir sig og án þess að skerða sóttvarnir og þar með skerða öryggi gesta. Þetta er í samræmi við tilmæli eða reglur sóttvarnlæknis,“ segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segir nauðsynlegt að fólk muni að gestir sóttkvíarhótelanna velji hvort þeir dvelji þar eður ei. Nú sé ekki skylda fyrir komufarþega til að dvelja á sóttkvíarhóteli hafi þeir annan samastað og viti þeir því fyrirfram að útivist sé takmörkuð. Þegar er vinna hafin við að útfæra reglurnar en María segir að útfæra þurfi þær á hverjum stað fyrir sig. Þá þurfi einnig að útfæra þær eftir aðstæðum. „Við sjáum þetta þannig fyrir okkur að gestir hafa samband við starfsmenn hótelsins og láta vita að þeir óski eftir að fara út og þá verður reynt að verða við því. Það verður í rauninni að útfæra þetta í hverju tilviki fyrir sig vegna þess að ef það er að koma hópur nýrra gesta inn á hótelið er í raun ekki hægt að labba í gegn um sama svæði án þess að skerða sóttvarnir,“ segir María. Lögð verður sérstök áhersla á að mæta útivistarþörf barna og munu þau því hafa forgang. „Það er verið að útfæra þetta nú þegar, að heimila fólki útivist miðað við aðstæður og án þess að skerða sóttvarnir. Það er auðvitað hlutverk sóttkvíarhúss og þess vegna erum við með sóttvarnahótel að verja heilsu fólks með sóttvörnum,“ segir María.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra heimsækir sóttkvíarhótel Svandís Svarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ætlar að heimsækja sóttkvíarhótelið við Þórunnartún í dag. Þar kynnir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður sóttvarnahúsa Rauða krossins, starfsemina fyrir ráðherranum. 10. apríl 2021 11:58 Stefnir í fullt sóttkvíarhótel í dag eða á morgun Hótel Baron við Barónstíg í Reykjavík verður að öllum líkindum tekið í notkun sem sóttkvíarhótel í dag eða á morgun. Þar er allt klárt að sögn forstjóra Sjúkratryggina Íslands. Gert er ráð fyrir að sóttkvíarhótelið við Þórunnartún fyllist í dag. 10. apríl 2021 10:59 „Mjög erfitt að tryggja fólki útivist ef sóttvarnir eiga að halda“ Rauði krossinn og Sjúkratryggingar Íslands hafa lýst yfir áhyggjum af reglugerð heilbrigðisráðherra og hafa gefið sér tvo sólarhringa til þess að uppfylla hana - án þess að skerða sóttvarnir. Þau hafa nú skilað af sér áliti til sóttvarnalæknis 9. apríl 2021 18:43 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Heilbrigðisráðherra heimsækir sóttkvíarhótel Svandís Svarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ætlar að heimsækja sóttkvíarhótelið við Þórunnartún í dag. Þar kynnir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður sóttvarnahúsa Rauða krossins, starfsemina fyrir ráðherranum. 10. apríl 2021 11:58
Stefnir í fullt sóttkvíarhótel í dag eða á morgun Hótel Baron við Barónstíg í Reykjavík verður að öllum líkindum tekið í notkun sem sóttkvíarhótel í dag eða á morgun. Þar er allt klárt að sögn forstjóra Sjúkratryggina Íslands. Gert er ráð fyrir að sóttkvíarhótelið við Þórunnartún fyllist í dag. 10. apríl 2021 10:59
„Mjög erfitt að tryggja fólki útivist ef sóttvarnir eiga að halda“ Rauði krossinn og Sjúkratryggingar Íslands hafa lýst yfir áhyggjum af reglugerð heilbrigðisráðherra og hafa gefið sér tvo sólarhringa til þess að uppfylla hana - án þess að skerða sóttvarnir. Þau hafa nú skilað af sér áliti til sóttvarnalæknis 9. apríl 2021 18:43