„Vorum miklu rólegri og yfirvegaðri með boltann en við höfum verið áður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. apríl 2021 14:00 Glódís Perla Viggósdóttir í leik Íslands og Ítalíu í Coverciano í fyrradag. getty/Gabriele Maltinti Glódís Perla Viggósdóttir fagnar breyttum leikstíl íslenska kvennalandsliðsins undir stjórn Þorsteins Halldórssonar þar sem meiri áhersla er lögð á að halda boltanum. Ísland tapaði 1-0 fyrir Ítalíu í fyrsta leiknum undir stjórn Þorsteins á laugardaginn. Íslenska liðið hélt boltanum vel í leiknum eins og ætlunin var. „Við erum búnar að fara yfir nýjar áherslur sem þjálfarateymið er að koma með inn. Eins og mikið hefur verið rætt er mikil áhersla á að vilja vera með boltann og skapa okkar eigin færi,“ sagði Glódís á blaðamannafundi í dag. „Þótt við höfum ekki skapað neitt rosalega mikið af færum í leiknum fannst mér við samt vera miklu rólegri og yfirvegaðri með boltann en við höfum verið áður. Ég var mjög ánægð að sjá það. En þetta var bara fyrsti leikur og það verður mjög gaman að sjá þann næsta.“ Þurfum að fylgja þróun fótboltans Glódís er afar vel spilandi og segir að þessi breyting á leikstíl íslenska liðsins henti sér vel. „Klárlega, ég held líka að þetta sé eitthvað sem er mjög mikilvægt fyrir okkur sem lið. Næsta skref fyrir okkur er að geta bæði stjórnað leikjum með og án bolta. Og þannig er fótboltinn að þróast og við þurfum að fylgja þeirri þróun. Ég held við séum með hóp sem getur gert það,“ sagði Glódís. Óhræddar að vera með boltann og stýra leiknum Þorsteinn kvaðst nokkuð sáttur með hvernig áherslubreytingarnar skiluðu sér inni á vellinum gegn Ítalíu í fyrradag. Hann hefði þó viljað ógna marki ítalska liðsins meira. „Við héldum boltanum vel. Það voru leiðir sem við gátum farið en náðum kannski ekki að nýta. Við hefðum alveg getað opnað þær betur en þetta er fyrsti leikur og kannski ekki hægt að troða öllu inn. En það var jákvætt að við vorum óhræddar að vera með boltann og óhræddar að stýra leiknum,“ sagði Þorsteinn. „Þegar við töpuðum boltanum vorum við þéttar til baka, opnuðum okkur lítið og gáfum fá færi á okkur. Það voru jákvæðir punktar, bæði í sókn og vörn.“ Þorsteinn Halldórsson stýrði íslenska landsliðinu í fyrsta sinn á laugardaginn.getty/Gabriele Maltinti Þótt Þorsteinn vilji sjá íslenska liðið halda boltanum vel segir hann að það velti oft á andstæðingunum hvernig leikirnir verði. Verðum lítið með boltann í einhverjum leikjum „Þetta er eins og við viljum spila, að við þorum að vera með boltann og við séum ekki bara að verjast. Við verðum að vilja vera með boltann, vilja stýra leikjum, vera þolinmóðar og bíða eftir tækifærunum með ákveðnum hlaupum og hreyfingum,“ sagði Þorsteinn. „Svona vil ég að við spilum þetta en auðvitað gerum við okkur grein fyrir að það fer alltaf eftir andstæðingum. Ítalska liðið er gott og verður sennilega enn sterkara á morgun. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að í einhverjum leikjum verðum við lítið við boltann. En það skiptir samt máli að þú þorir að vera með hann þegar þú færð tækifæri til.“ Leikur Íslands og Ítalíu hefst klukkan 14:00 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 13:40. EM 2021 í Englandi Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Ísland tapaði 1-0 fyrir Ítalíu í fyrsta leiknum undir stjórn Þorsteins á laugardaginn. Íslenska liðið hélt boltanum vel í leiknum eins og ætlunin var. „Við erum búnar að fara yfir nýjar áherslur sem þjálfarateymið er að koma með inn. Eins og mikið hefur verið rætt er mikil áhersla á að vilja vera með boltann og skapa okkar eigin færi,“ sagði Glódís á blaðamannafundi í dag. „Þótt við höfum ekki skapað neitt rosalega mikið af færum í leiknum fannst mér við samt vera miklu rólegri og yfirvegaðri með boltann en við höfum verið áður. Ég var mjög ánægð að sjá það. En þetta var bara fyrsti leikur og það verður mjög gaman að sjá þann næsta.“ Þurfum að fylgja þróun fótboltans Glódís er afar vel spilandi og segir að þessi breyting á leikstíl íslenska liðsins henti sér vel. „Klárlega, ég held líka að þetta sé eitthvað sem er mjög mikilvægt fyrir okkur sem lið. Næsta skref fyrir okkur er að geta bæði stjórnað leikjum með og án bolta. Og þannig er fótboltinn að þróast og við þurfum að fylgja þeirri þróun. Ég held við séum með hóp sem getur gert það,“ sagði Glódís. Óhræddar að vera með boltann og stýra leiknum Þorsteinn kvaðst nokkuð sáttur með hvernig áherslubreytingarnar skiluðu sér inni á vellinum gegn Ítalíu í fyrradag. Hann hefði þó viljað ógna marki ítalska liðsins meira. „Við héldum boltanum vel. Það voru leiðir sem við gátum farið en náðum kannski ekki að nýta. Við hefðum alveg getað opnað þær betur en þetta er fyrsti leikur og kannski ekki hægt að troða öllu inn. En það var jákvætt að við vorum óhræddar að vera með boltann og óhræddar að stýra leiknum,“ sagði Þorsteinn. „Þegar við töpuðum boltanum vorum við þéttar til baka, opnuðum okkur lítið og gáfum fá færi á okkur. Það voru jákvæðir punktar, bæði í sókn og vörn.“ Þorsteinn Halldórsson stýrði íslenska landsliðinu í fyrsta sinn á laugardaginn.getty/Gabriele Maltinti Þótt Þorsteinn vilji sjá íslenska liðið halda boltanum vel segir hann að það velti oft á andstæðingunum hvernig leikirnir verði. Verðum lítið með boltann í einhverjum leikjum „Þetta er eins og við viljum spila, að við þorum að vera með boltann og við séum ekki bara að verjast. Við verðum að vilja vera með boltann, vilja stýra leikjum, vera þolinmóðar og bíða eftir tækifærunum með ákveðnum hlaupum og hreyfingum,“ sagði Þorsteinn. „Svona vil ég að við spilum þetta en auðvitað gerum við okkur grein fyrir að það fer alltaf eftir andstæðingum. Ítalska liðið er gott og verður sennilega enn sterkara á morgun. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að í einhverjum leikjum verðum við lítið við boltann. En það skiptir samt máli að þú þorir að vera með hann þegar þú færð tækifæri til.“ Leikur Íslands og Ítalíu hefst klukkan 14:00 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 13:40.
EM 2021 í Englandi Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira